Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Sindri Sverrisson skrifar 31. mars 2025 08:00 Blysum var hent inn á völlinn í höllinni í Belgrad áður en leikurinn í gær gat hafist. Twitter Óvissa ríkir um einvígi Partizan frá Belgrad og AEK frá Aþenu í 8-liða úrslitum EHF-bikarsins í handbolta. Seinni leik liðanna, sem spila átti í Serbíu í gær, var frestað eftir að stuðningsmenn Partizan köstuðu reykblysum inn á völlinn í höllinni. Daninn Rasmus Boysen, handboltafréttamaður á Twitter, birti myndbönd af látunum í Belgrad í gær. From the incident.🎥: https://t.co/YkHVgfP0kc pic.twitter.com/x7xL4122Gd— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) March 30, 2025 Forráðamenn Partizan eru síður en svo sáttir við frestunina og segja sína leikmenn hafa þurft að þola skelfilega framgöngu stuðningsmanna AEK í fyrri leik liðanna í Aþenu. Segja þeir öryggisgæslu hafa verið mun betri í Belgrad í gær og að leikurinn hefði farið fram ef leikmenn AEK hefðu ekki neitað að spila. Telur formaður Partizan að þeir hafi raunar aldrei ætlað sér að spila leikinn. Segir AEK aldrei hafa ætlað að spila AEK vann fyrri leikinn 27-22 og var því með ágætt forskot. Um er að ræða sömu keppni og Haukar tóku þátt í en þeir féllu úr keppni eftir tap gegn Izvidac í Bosníu um helgina. „Gestirnir sögðu að það kæmi ekki til greina að spila, vegna þess að þeir óttuðust um öryggi sitt. Við sögðumst geta tryggt að allt yrði í lagi en ég held að þeir hafi haft það markmið að spila ekki leikinn, því þeir vissu að hér myndi mæta þeim fjandsamlegt umhverfi eftir það sem þeir gerðu okkur,“ sagði Miljan Zugic, formaður Partizan. Hrækt á leikmenn og hellt yfir þá Hann sagði eftirlitsmann EHF koma til með að skila frá sér skýrslu, rétt eins og bæði félög, og að ákvörðun yrði tekin út frá því. „Ég bjóst ekki við þessum viðbrögðum eftir það sem við þurftum að þola í Aþenu. Það var hrækt á leikmenn okkar og hellt bjór yfir þá, og við í stjórninni þurftum að fara af áhorfendapöllunum og standa fyrir aftan lögreglu,“ sagði Zugic. „Öfugt við AEK, sem var ekki með nóg af gæslumönnum eða lögreglu, þá gerðum við allt til að tryggja öryggi allra á vellinum. Þeir [í AEK] hafa spilað alla Evrópuleiki sína á heimavelli svo þetta átti að vera fyrsti útileikurinn þeirra. Þeir höndluðu ekki andrúmsloftið sem beið þeirra, urðu hræddir og ákváðu að spila ekki,“ sagði Zugic. EHF-bikarinn Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Fleiri fréttir Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjá meira
Daninn Rasmus Boysen, handboltafréttamaður á Twitter, birti myndbönd af látunum í Belgrad í gær. From the incident.🎥: https://t.co/YkHVgfP0kc pic.twitter.com/x7xL4122Gd— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) March 30, 2025 Forráðamenn Partizan eru síður en svo sáttir við frestunina og segja sína leikmenn hafa þurft að þola skelfilega framgöngu stuðningsmanna AEK í fyrri leik liðanna í Aþenu. Segja þeir öryggisgæslu hafa verið mun betri í Belgrad í gær og að leikurinn hefði farið fram ef leikmenn AEK hefðu ekki neitað að spila. Telur formaður Partizan að þeir hafi raunar aldrei ætlað sér að spila leikinn. Segir AEK aldrei hafa ætlað að spila AEK vann fyrri leikinn 27-22 og var því með ágætt forskot. Um er að ræða sömu keppni og Haukar tóku þátt í en þeir féllu úr keppni eftir tap gegn Izvidac í Bosníu um helgina. „Gestirnir sögðu að það kæmi ekki til greina að spila, vegna þess að þeir óttuðust um öryggi sitt. Við sögðumst geta tryggt að allt yrði í lagi en ég held að þeir hafi haft það markmið að spila ekki leikinn, því þeir vissu að hér myndi mæta þeim fjandsamlegt umhverfi eftir það sem þeir gerðu okkur,“ sagði Miljan Zugic, formaður Partizan. Hrækt á leikmenn og hellt yfir þá Hann sagði eftirlitsmann EHF koma til með að skila frá sér skýrslu, rétt eins og bæði félög, og að ákvörðun yrði tekin út frá því. „Ég bjóst ekki við þessum viðbrögðum eftir það sem við þurftum að þola í Aþenu. Það var hrækt á leikmenn okkar og hellt bjór yfir þá, og við í stjórninni þurftum að fara af áhorfendapöllunum og standa fyrir aftan lögreglu,“ sagði Zugic. „Öfugt við AEK, sem var ekki með nóg af gæslumönnum eða lögreglu, þá gerðum við allt til að tryggja öryggi allra á vellinum. Þeir [í AEK] hafa spilað alla Evrópuleiki sína á heimavelli svo þetta átti að vera fyrsti útileikurinn þeirra. Þeir höndluðu ekki andrúmsloftið sem beið þeirra, urðu hræddir og ákváðu að spila ekki,“ sagði Zugic.
EHF-bikarinn Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Fleiri fréttir Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjá meira