Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Valur Páll Eiríksson skrifar 2. apríl 2025 10:32 Þjóðverjinn tekur gjarnan fram stóra bjórinn þegar vel gengur. Markvörðurinn Jonas Kersken sturtar hér ofan í liðsfélaga sinn Felix Hagmann. Friso Gentsch/picture alliance via Getty Images Bikarævintýri Arminia Bielefeld í þýska fótboltanum heldur áfram. Liðið sló bikarmeistara Bayer Leverkusen úr leik í gærkvöld og er á leið í bikarúrslit í fyrsta skipti í sögu félagsins. Bielefeld leikur í þriðju efstu deild í Þýskalandi og getur munað fífil sinn fegurri. Það var síðast í efstu deild tímabilið 2021-22 en féll tvö ár í röð og lenti þá í 14. sæti þriðju deildar á síðustu leiktíð. Félagið keppist við Dynamo Dresden, Energie Cottbus og Saarbrucken um að komast í næst efstu deild. Í bikarkeppninni hefur liðinu gengið hreint ótrúlega. Liðið vann óvæntan 2-1 heimasigur á Bayer Leverkusen í gærkvöld til að tryggja sæti sitt í bikarúrslitunum þýsku. Margur hélt að ævintýrið væri á enda þegar Jonathan Tah veitti Leverkusen forystuna eftir 17 mínútna leik en Marius Wörl jafnaði skömmu síðar. Maximilian Grosser kom Bielefeld þá yfir í uppbótartíma fyrri hálfleiks og með skipulögðum varnarleik vörðust heimamenn öllum árásum ríkjandi Þýskalands- og bikarmeistara. Leverkusen er fjórða úrvalsdeildarliðið sem Bielefeld slær úr keppni í ár. Stuðningsfólk Bielefeld gat sannarlega fagnað vel í gær.Christof Koepsel/Getty Images Bielefeld vann B-deildarlið Hannover 96 í fyrstu umferðinni í ágúst, þegar það vann 2-0 sigur. Síðan þá hefur liðið mætt engu nema úrvalsdeildarliðum. Union Berlin vannst 2-0 í annarri umferð, Freiburg 3-1 í 16-liða úrslitum, Werder Bremen 2-1 í 8-liða úrslitum og nú síðast Bayer Leverkusen í gærkvöld. Patrik Schick var niðurlútur líkt og aðrir leikmenn Leverkusen.Friso Gentsch/picture alliance via Getty Images Bielefeld hefur því ekki beint verið heppið með drátt, að dragast gegn úrvalsdeildarliði í hverri umferð utan þeirrar fyrstu, en það hefur þó komið liðinu vel að fá alla leikina í keppninni á heimavelli. Alm-völlurinn hefur sannarlega reynst liðinu sem vígi í vetur. Ljóst er að næsti leikur í keppninni verður ekki á heimavelli og áhugavert að sjá hvernig Bielefeld vegnar í bikarúrslitum á Ólympíuleikvanginum í Berlín. Andstæðingur liðsins verður annað hvort úrvalsdeildarliðanna Stuttgart eða RB Leipzig sem eigast við í undanúrslitum í kvöld. Mörkin úr sigri Bielefeld á Leverkusen í gær má sjá hér. Gleði, gleði!Christof Koepsel/Getty Images Þýski boltinn Fótbolti Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Í beinni: KA - ÍBV | Mikilvægur leikur í neðri hlutanum Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Sjá meira
Bielefeld leikur í þriðju efstu deild í Þýskalandi og getur munað fífil sinn fegurri. Það var síðast í efstu deild tímabilið 2021-22 en féll tvö ár í röð og lenti þá í 14. sæti þriðju deildar á síðustu leiktíð. Félagið keppist við Dynamo Dresden, Energie Cottbus og Saarbrucken um að komast í næst efstu deild. Í bikarkeppninni hefur liðinu gengið hreint ótrúlega. Liðið vann óvæntan 2-1 heimasigur á Bayer Leverkusen í gærkvöld til að tryggja sæti sitt í bikarúrslitunum þýsku. Margur hélt að ævintýrið væri á enda þegar Jonathan Tah veitti Leverkusen forystuna eftir 17 mínútna leik en Marius Wörl jafnaði skömmu síðar. Maximilian Grosser kom Bielefeld þá yfir í uppbótartíma fyrri hálfleiks og með skipulögðum varnarleik vörðust heimamenn öllum árásum ríkjandi Þýskalands- og bikarmeistara. Leverkusen er fjórða úrvalsdeildarliðið sem Bielefeld slær úr keppni í ár. Stuðningsfólk Bielefeld gat sannarlega fagnað vel í gær.Christof Koepsel/Getty Images Bielefeld vann B-deildarlið Hannover 96 í fyrstu umferðinni í ágúst, þegar það vann 2-0 sigur. Síðan þá hefur liðið mætt engu nema úrvalsdeildarliðum. Union Berlin vannst 2-0 í annarri umferð, Freiburg 3-1 í 16-liða úrslitum, Werder Bremen 2-1 í 8-liða úrslitum og nú síðast Bayer Leverkusen í gærkvöld. Patrik Schick var niðurlútur líkt og aðrir leikmenn Leverkusen.Friso Gentsch/picture alliance via Getty Images Bielefeld hefur því ekki beint verið heppið með drátt, að dragast gegn úrvalsdeildarliði í hverri umferð utan þeirrar fyrstu, en það hefur þó komið liðinu vel að fá alla leikina í keppninni á heimavelli. Alm-völlurinn hefur sannarlega reynst liðinu sem vígi í vetur. Ljóst er að næsti leikur í keppninni verður ekki á heimavelli og áhugavert að sjá hvernig Bielefeld vegnar í bikarúrslitum á Ólympíuleikvanginum í Berlín. Andstæðingur liðsins verður annað hvort úrvalsdeildarliðanna Stuttgart eða RB Leipzig sem eigast við í undanúrslitum í kvöld. Mörkin úr sigri Bielefeld á Leverkusen í gær má sjá hér. Gleði, gleði!Christof Koepsel/Getty Images
Þýski boltinn Fótbolti Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Í beinni: KA - ÍBV | Mikilvægur leikur í neðri hlutanum Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Sjá meira