„Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Aron Guðmundsson skrifar 2. apríl 2025 14:30 Pétur Rúnar Birgisson, leikmaður Tindastóls er klár í komandi úrslitakeppni sem hefst í kvöld í Bónus deild karla. Vísir/Jón Gautur Pétur Rúnar Birgisson, leikmaður deildarmeistara Tindastóls í Bónus deild karla, segir liðið þurfa að stimpla sig inn af krafti strax í fyrsta leik sem sigurstranglegra liðið gegn Keflavík í fyrstu umferð í úrslitakeppni deildarinnar sem hefst í kvöld. Nýleg úrslit í Bónus deild kvenna virki á Stólana sem víti til varnaðar. „Við komum klárlega inn sem sigurstranglegra liðið en við höfum spilað þrjá leiki við þá á tímabilinu og þeir hafa unnið okkur í tvígang,“ segir Pétur Rúnar um einvígið gegn Keflavík í samtali við íþróttadeild. „Við þurfum bara að mæta klárir. Það er ekkert annað sem kemur til greina. Ef við ætlum okkur að mæta sofandi inn í þetta einvígi þá eru þeir með hæfileika út um allt í sínum hópi sem getur verið erfitt að stöðva. Það er því undir okkur komið að hamra járnið á meðan að það er heitt. Það er eins og við höfum náð að fínstilla okkur aðeins betur heldur en þeir og viljum ekki gefa þeim séns á því að það fari eitthvað að smella hjá þeim núna á næstu dögum. Við þurfum að mæta klárir og stimpla okkur inn með krafti strax í fyrsta leik.“ Stólarnir fóru auðveldlega í gegnum Keflavík í Síkinu fyrir ekki svo löngu síðan en nýleg úrslit í fyrstu leikjum í úrslitakeppni Bónus deildar kvenna virka á þá sem víti til varnaðar um að ekki sé hægt að ganga að neinu vísu. „Við erum búnir að sjá það í Bónus deild kvenna að liðið í sæti átta, Grindavík, vann deildarmeistara Hauka í fyrsta leik þeirra. Við viljum ekki að það endurtaki sig hjá okkur í kvöld. Við þurfum því að mæta klárir.“ Meðbyrinn með Tindastóls liðinu hefur verið mikill á yfirstandandi tímabili, gjörólík staða en sú sem blasti við liðinu í úrslitakeppni síðasta tímabils þar sem að liðið var langt frá sínu besta og endaði í 7.sæti deildarkeppninnar. Pétur finnur mun á því hvernig lið Tindastóls kemur inn í úrslitakeppnina núna. „Já klárlega. Tímabilið í fyrra var erfitt, mikið um lægðir þar en núna hefur þetta verið stöðugra og við erum, að ég tel, á mjög góðum stað og ætlum að sýna fram á það út tímabilið. Menn eru spenntir. Við fengum smá smjörþefinn af úrslitakeppni stemningunni í leiknum gegn Val í Síkinu í lokaumferðinni.“ Hafa leikmennirnir sem komu nýir inn í ykkar lið á þessu tímabili fengið andlegan undirbúning fyrir úrslitakeppnina í Síkinu og stemninguna sem því fylgir? „Ekki þannig en þeir hafa nú margir hverjir spilað á ansi háu gæðastigi úti og ætli þeir hafi ekki spilað í stórborgum hér og þar í mikilli stemningu. Þeir munu hins vegar sjá að það er hægt að mynda ansi góða stemningu hér heima á okkar leikjum og verða vonandi bara andlega klárir í þetta.“ Fyrsti leikur Tindastóls og Keflavíkur í úrslitakeppni Bónus deildar karla í körfubolta verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 5 í kvöld og hefst klukkan sjö. Bónus-deild karla Tindastóll Keflavík ÍF Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Fleiri fréttir „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Sjá meira
„Við komum klárlega inn sem sigurstranglegra liðið en við höfum spilað þrjá leiki við þá á tímabilinu og þeir hafa unnið okkur í tvígang,“ segir Pétur Rúnar um einvígið gegn Keflavík í samtali við íþróttadeild. „Við þurfum bara að mæta klárir. Það er ekkert annað sem kemur til greina. Ef við ætlum okkur að mæta sofandi inn í þetta einvígi þá eru þeir með hæfileika út um allt í sínum hópi sem getur verið erfitt að stöðva. Það er því undir okkur komið að hamra járnið á meðan að það er heitt. Það er eins og við höfum náð að fínstilla okkur aðeins betur heldur en þeir og viljum ekki gefa þeim séns á því að það fari eitthvað að smella hjá þeim núna á næstu dögum. Við þurfum að mæta klárir og stimpla okkur inn með krafti strax í fyrsta leik.“ Stólarnir fóru auðveldlega í gegnum Keflavík í Síkinu fyrir ekki svo löngu síðan en nýleg úrslit í fyrstu leikjum í úrslitakeppni Bónus deildar kvenna virka á þá sem víti til varnaðar um að ekki sé hægt að ganga að neinu vísu. „Við erum búnir að sjá það í Bónus deild kvenna að liðið í sæti átta, Grindavík, vann deildarmeistara Hauka í fyrsta leik þeirra. Við viljum ekki að það endurtaki sig hjá okkur í kvöld. Við þurfum því að mæta klárir.“ Meðbyrinn með Tindastóls liðinu hefur verið mikill á yfirstandandi tímabili, gjörólík staða en sú sem blasti við liðinu í úrslitakeppni síðasta tímabils þar sem að liðið var langt frá sínu besta og endaði í 7.sæti deildarkeppninnar. Pétur finnur mun á því hvernig lið Tindastóls kemur inn í úrslitakeppnina núna. „Já klárlega. Tímabilið í fyrra var erfitt, mikið um lægðir þar en núna hefur þetta verið stöðugra og við erum, að ég tel, á mjög góðum stað og ætlum að sýna fram á það út tímabilið. Menn eru spenntir. Við fengum smá smjörþefinn af úrslitakeppni stemningunni í leiknum gegn Val í Síkinu í lokaumferðinni.“ Hafa leikmennirnir sem komu nýir inn í ykkar lið á þessu tímabili fengið andlegan undirbúning fyrir úrslitakeppnina í Síkinu og stemninguna sem því fylgir? „Ekki þannig en þeir hafa nú margir hverjir spilað á ansi háu gæðastigi úti og ætli þeir hafi ekki spilað í stórborgum hér og þar í mikilli stemningu. Þeir munu hins vegar sjá að það er hægt að mynda ansi góða stemningu hér heima á okkar leikjum og verða vonandi bara andlega klárir í þetta.“ Fyrsti leikur Tindastóls og Keflavíkur í úrslitakeppni Bónus deildar karla í körfubolta verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 5 í kvöld og hefst klukkan sjö.
Bónus-deild karla Tindastóll Keflavík ÍF Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Fleiri fréttir „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Sjá meira