Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. apríl 2025 13:55 Þetta blasir við þeim sem ætla að nýta sér Kidflix í dag. Vefsíðan hefur verið tekin yfir af lögregluyfirvöldum. Europol Alls voru 79 handteknir og um fjórtán hundruð eru undir smásjá Evrópulögreglunnar grunuð um að miðla kynferðislegu efni með börnum á vefsíðunni Kidflix. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók tvo í aðgerðunum sem teygðu sig til 38 landa. 39 börnum var bjargað úr hættulegum aðstæðum. Þýsk yfirvöld stýrðu aðgerðunum og nutu stuðnings Europol. Kidflix var eitt stærsta net fyrir dreifingu og áhorf á kynferðislegu efni tengt börnum í heiminum með nærri tvær milljónir notenda. Fram kemur í norskum miðlum að af 79 handteknum hafi tíu verið handteknir þar í landi. Kidflix var stofnuð árið 2021 og náði hratt miklum vinsældum meðal brotamanna sem stunduðu kynferðislega misnotkun gegn börnum. Á þremur árum hafði síðan safnað um 91 þúsund myndböndum með samtals spilunartíma upp á yfir 6.200 klukkustundir. Þann 11. mars gerðu þýsk og hollensk lögregluyfirvöld árás á netþjón Kidflix, sem þá hýsti um 72.000 myndbönd. Í kjölfarið fór í gang samstillt alþjóðleg lögregluaðgerð undir heitinu „Operation Stream“ þar sem yfir 35 lönd tóku þátt, þar á meðal Ísland. Sumir hinna handteknu eru sagðir hafa ekki aðeins dreift efni heldur einnig sjálfir beitt börn ofbeldi. Lögreglan telur flesta grunuðu vera síbrotamenn sem áður hafa verið þekktir af yfirvöldum. Alls var 39 börnum bjargað úr hættulegum aðstæðum að því er fram kemur í tilkynningu frá Europol. Kidflix var með sérstakt kerfi þar sem notendur gátu bæði halað niður og streymt efni. Notendur greiddu með dulritunargjaldmiðlum sem breytt var í sérstök „tákn“. Þeir sem hlóðu upp efni eða aðstoðuðu við að flokka og lýsa myndböndum gátu aflað sér slíkra tákna, sem síðan mátti nota til að kaupa aðgang að efni í betri gæðum. Að meðaltali voru 3,5 ný myndbönd sett á síðuna á hverri klukkustund. Þetta er í fyrsta sinn sem lögreglu hefur tekist að loka síðu af þessari stærðargráðu sem bauð upp á bæði niðurhal og streymi. Stærsta aðgerðin í sögu Europol gegn kynferðisofbeldi gegn börnum Europol segir að um sé að ræða umfangsmestu aðgerð sem samtökin hafi unnið að í baráttunni gegn barnaníði á netinu. Sérfræðingar í netglæpadeild Europol aðstoðuðu við greiningu á þúsundum myndbanda og komu upplýsingum á framfæri við lögregluyfirvöld annarra þjóða í samræmdu átaki. Mikilvægt var talið að samhæfa aðgerðir þvert á landamæri. Að sögn Magnúsar Brunner, framkvæmdastjóra innanríkis- og innflytjendamála hjá ESB, sýnir þessi aðgerð skýrt hversu mikilvægt er að Evrópusambandið og aðildarríki vinni náið saman gegn skipulagðri glæpastarfsemi sem fer fram þvert á landamæri. Ísland var meðal þeirra 38 landa sem tóku þátt í aðgerðinni. Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson, upplýsingafulltrúi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir tvo hafa verið handtekna hér á landi í aðgerðum lögreglu. Ráðist var í húsleit í híbýlum þeirra beggja og lagt hald á búnað í þágu rannsóknarinnar. Netið gleymir ekki Í nýlegri skýrslu á vegum Evrópusambandsins um alvarlega skipulagða glæpastarfsemi kemur fram að kynferðislegt ofbeldi gegn börnum á netinu sé ein helsta ógnin við öryggi hjá þjóðum sambandsins. Þróun tækninnar hafi gert brotamönnum kleift að hafa samskipti við börn, misnota þau og dreifa efni með áður óþekktum hraða og leynd. Evrópulögreglan minnir á að þótt netheimar virðist nafnlausir, þá hafi rannsóknin leitt í ljós að flestir brotamennirnir eru þegar skráðir í gagnagrunna Europol og séu því þekktir hjá lögreglu. Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Lögreglumál Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Þýsk yfirvöld stýrðu aðgerðunum og nutu stuðnings Europol. Kidflix var eitt stærsta net fyrir dreifingu og áhorf á kynferðislegu efni tengt börnum í heiminum með nærri tvær milljónir notenda. Fram kemur í norskum miðlum að af 79 handteknum hafi tíu verið handteknir þar í landi. Kidflix var stofnuð árið 2021 og náði hratt miklum vinsældum meðal brotamanna sem stunduðu kynferðislega misnotkun gegn börnum. Á þremur árum hafði síðan safnað um 91 þúsund myndböndum með samtals spilunartíma upp á yfir 6.200 klukkustundir. Þann 11. mars gerðu þýsk og hollensk lögregluyfirvöld árás á netþjón Kidflix, sem þá hýsti um 72.000 myndbönd. Í kjölfarið fór í gang samstillt alþjóðleg lögregluaðgerð undir heitinu „Operation Stream“ þar sem yfir 35 lönd tóku þátt, þar á meðal Ísland. Sumir hinna handteknu eru sagðir hafa ekki aðeins dreift efni heldur einnig sjálfir beitt börn ofbeldi. Lögreglan telur flesta grunuðu vera síbrotamenn sem áður hafa verið þekktir af yfirvöldum. Alls var 39 börnum bjargað úr hættulegum aðstæðum að því er fram kemur í tilkynningu frá Europol. Kidflix var með sérstakt kerfi þar sem notendur gátu bæði halað niður og streymt efni. Notendur greiddu með dulritunargjaldmiðlum sem breytt var í sérstök „tákn“. Þeir sem hlóðu upp efni eða aðstoðuðu við að flokka og lýsa myndböndum gátu aflað sér slíkra tákna, sem síðan mátti nota til að kaupa aðgang að efni í betri gæðum. Að meðaltali voru 3,5 ný myndbönd sett á síðuna á hverri klukkustund. Þetta er í fyrsta sinn sem lögreglu hefur tekist að loka síðu af þessari stærðargráðu sem bauð upp á bæði niðurhal og streymi. Stærsta aðgerðin í sögu Europol gegn kynferðisofbeldi gegn börnum Europol segir að um sé að ræða umfangsmestu aðgerð sem samtökin hafi unnið að í baráttunni gegn barnaníði á netinu. Sérfræðingar í netglæpadeild Europol aðstoðuðu við greiningu á þúsundum myndbanda og komu upplýsingum á framfæri við lögregluyfirvöld annarra þjóða í samræmdu átaki. Mikilvægt var talið að samhæfa aðgerðir þvert á landamæri. Að sögn Magnúsar Brunner, framkvæmdastjóra innanríkis- og innflytjendamála hjá ESB, sýnir þessi aðgerð skýrt hversu mikilvægt er að Evrópusambandið og aðildarríki vinni náið saman gegn skipulagðri glæpastarfsemi sem fer fram þvert á landamæri. Ísland var meðal þeirra 38 landa sem tóku þátt í aðgerðinni. Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson, upplýsingafulltrúi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir tvo hafa verið handtekna hér á landi í aðgerðum lögreglu. Ráðist var í húsleit í híbýlum þeirra beggja og lagt hald á búnað í þágu rannsóknarinnar. Netið gleymir ekki Í nýlegri skýrslu á vegum Evrópusambandsins um alvarlega skipulagða glæpastarfsemi kemur fram að kynferðislegt ofbeldi gegn börnum á netinu sé ein helsta ógnin við öryggi hjá þjóðum sambandsins. Þróun tækninnar hafi gert brotamönnum kleift að hafa samskipti við börn, misnota þau og dreifa efni með áður óþekktum hraða og leynd. Evrópulögreglan minnir á að þótt netheimar virðist nafnlausir, þá hafi rannsóknin leitt í ljós að flestir brotamennirnir eru þegar skráðir í gagnagrunna Europol og séu því þekktir hjá lögreglu.
Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Lögreglumál Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira