Innlent

Fimm ára nauðgunardómur stendur

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Málið var rannsakað af lögreglunni á Norðurlandi eystra.
Málið var rannsakað af lögreglunni á Norðurlandi eystra. vísir/Viktor Freyr

Hæstiréttur hefur hafnað beiðni 43 ára karlmanns um að taka fyrir mál hans. Maðurinn, Vilhelm Norðfjörð Sigurðsson, var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að nauðga fyrrverandi unnustu sinni og brjóta með öðrum hætti gegn henni í byrjun árs 2022.

Vilhelm hlaut fimm ára dóm í Héraðsdómi Norðurlands eystra í febrúar 2024 og Landsréttur staðfesti þann dóm í desember síðastliðnum.

Málið varðar þrjú atvik sem áttu sér stað í janúarmánuði 2022. Fyrst á nýársdag og svo tólfta og þrettánda janúar. Vilhelm hafði áður hlotið dóm fyrir gróf ofbeldisbrot gagnvart konunni, en í því máli var hann sakfelldur í fimm ákæruliðum fyrir brot sem áttu sér stað 2019 og 2020.

Meðal sönnunargagna í málinu voru upptökur úr öryggismyndavél sem konan hafði fengið sér á meðan Vilhelm afplánaði eftir brotin 2019 og 2020.

Vilhelm óskaði eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar og sagðist telja málið hafa verulega almenna þýðingu. Ekki hefði reynt á sönnunargildi gagna úr upptökubúnaði á heimili í sakamáli. Þá væri niðurstaðan á neðri dómstigum bersýnilega röng.

Hæstiréttur hafnaði beiðninni, sagði málið ekki hafa verulega almenna þýðingu sem kallaði á aðkomu réttarins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×