Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar 4. apríl 2025 08:03 Kostir Sé horft er til kosta og ókosta sameiningu sveitarfélaganna má færa rök fyrir því að kostir sameiningar séu ótvíræðir. Samstarf sveitarfélaganna gæti verið mun betra á mörgum sviðum, lítið samstarf er í dag á milli Garðabæjar og Hafnarfjarðar þegar kemur að rekstri og þjónustu fyrir utan nokkra málaflokka sem sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa sameinast um, m.a. reksturs Sorpu og Strætó, heilbrigðiseftirlit og heimahjúkrun sem eru sameiginlega rekin af Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði. Sameiginlegt sveitarfélag Garðabæjar og Hafnarfjarðar með um 54000 íbúa yrði með betur í stakk búið til að auka þjónustu við íbúa og fyrirtæki. Umhverfis- og skipulagsmál færu á eina hendi, og sama væri upp á teningnum með aðra mikilvæga málaflokka líkt og fræðslu- og félagsmál. Hægt væri að fara í mikla uppbyggingu íbúða á miðsvæði sameiginlegs sveitarfélags með öflugum almenningssamgöngum og samnýtingu innviða, eitthvað sem við öll viljum sjá, og myndi slíkt vafalaust skila mikilli hagræðingu og sparnaði fyrir skattgreiðendur. Ávinningurinn og sparnaðurinn í rekstri yrði mikill. Ókostir Erfitt er að finna ókosti sameiningar Garðabæjar og Hafnarfjarðar. Nefna má að með sameiningu mun verða einn bæjarstjóri, vafalaust ókostur fyrir þau sem sækjast eftir bæjarstjórastólunum, einnig verður ein bæjarstjórn, eitt ráð og ein nefnd í hverjum málaflokki sem er ókostur fyrir þau sem ætla sér að sækjast eftir áhrifum í öðru hvoru sveitarfélaginu. Með sameiningu sameinast öll stjórnsýslan á einum stað sem leiðir til þess að einhverjir í stjórnendastöðum missa stöðu sína. Skynsemi Sveitarstjórnarmenn koma og fara. Sumir stoppa stutt en aðrir lengur og því eiga skammtíma- og eiginhagsmunir ættu ekki að ráða för umfram hagsmuni íbúa. Sveitarstjórnarmenn í Garðabæ og Hafnarfirði ættu að taka skynsama ákvörðun og setja málið í hendur íbúa með kosningu um sameiningu Garðabæjar og Hafnarfjarðar í tengslum við næstu sveitarstjórnarkosningar, þannig virkar lýðræðið. Í þessu samhengi bendi ég á grein mína á visir.is þann 19. janúar 2024 https://www.visir.is/g/20242517677d/er-skynsamlegt-ad-sameina-hafnarfjord-og-gardabae- Höfundur er fyrrverandi bæjarfulltrúi (D) í Hafnarfirði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarmál Hafnarfjörður Garðabær Mest lesið Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Sjá meira
Kostir Sé horft er til kosta og ókosta sameiningu sveitarfélaganna má færa rök fyrir því að kostir sameiningar séu ótvíræðir. Samstarf sveitarfélaganna gæti verið mun betra á mörgum sviðum, lítið samstarf er í dag á milli Garðabæjar og Hafnarfjarðar þegar kemur að rekstri og þjónustu fyrir utan nokkra málaflokka sem sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa sameinast um, m.a. reksturs Sorpu og Strætó, heilbrigðiseftirlit og heimahjúkrun sem eru sameiginlega rekin af Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði. Sameiginlegt sveitarfélag Garðabæjar og Hafnarfjarðar með um 54000 íbúa yrði með betur í stakk búið til að auka þjónustu við íbúa og fyrirtæki. Umhverfis- og skipulagsmál færu á eina hendi, og sama væri upp á teningnum með aðra mikilvæga málaflokka líkt og fræðslu- og félagsmál. Hægt væri að fara í mikla uppbyggingu íbúða á miðsvæði sameiginlegs sveitarfélags með öflugum almenningssamgöngum og samnýtingu innviða, eitthvað sem við öll viljum sjá, og myndi slíkt vafalaust skila mikilli hagræðingu og sparnaði fyrir skattgreiðendur. Ávinningurinn og sparnaðurinn í rekstri yrði mikill. Ókostir Erfitt er að finna ókosti sameiningar Garðabæjar og Hafnarfjarðar. Nefna má að með sameiningu mun verða einn bæjarstjóri, vafalaust ókostur fyrir þau sem sækjast eftir bæjarstjórastólunum, einnig verður ein bæjarstjórn, eitt ráð og ein nefnd í hverjum málaflokki sem er ókostur fyrir þau sem ætla sér að sækjast eftir áhrifum í öðru hvoru sveitarfélaginu. Með sameiningu sameinast öll stjórnsýslan á einum stað sem leiðir til þess að einhverjir í stjórnendastöðum missa stöðu sína. Skynsemi Sveitarstjórnarmenn koma og fara. Sumir stoppa stutt en aðrir lengur og því eiga skammtíma- og eiginhagsmunir ættu ekki að ráða för umfram hagsmuni íbúa. Sveitarstjórnarmenn í Garðabæ og Hafnarfirði ættu að taka skynsama ákvörðun og setja málið í hendur íbúa með kosningu um sameiningu Garðabæjar og Hafnarfjarðar í tengslum við næstu sveitarstjórnarkosningar, þannig virkar lýðræðið. Í þessu samhengi bendi ég á grein mína á visir.is þann 19. janúar 2024 https://www.visir.is/g/20242517677d/er-skynsamlegt-ad-sameina-hafnarfjord-og-gardabae- Höfundur er fyrrverandi bæjarfulltrúi (D) í Hafnarfirði
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar