Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar 4. apríl 2025 12:32 Laugardaginn 5. apríl fer fram formannskjör í HSÍ. Þessu erindi og eftirfarandi spurningu er beint til frambjóðenda í formannskjörinu: Munt þú beita þér fyrir því að HSÍ segi upp samningi sínum við greiðslumiðlunarfyrirtækið Rapyd eða endurnýi ekki samninginn þegar hann rennur út? Við sem að baki erindinu stöndum erum stuðningsfólk Íslands í handbolta. Við erum meðal fjölmargra Íslendinga sem finnst óboðlegt að HSÍ sé með samning við ísraelska fyrirtækið Rapyd og að merki þess sé á búningum íslensks handboltafólks. Ísraelska fyrirtækið Rapyd styður ísraelska herinn Ástæðan er sú að forstjóri og aðaleigandi Rapyd hefur opinberlega lýst yfir stuðningi við árásir Ísraels á Gaza. Fyrirtækið hefur jafnframt unnið með og stutt ísraelska herinn í yfirstandandi aðgerðum og árásum á Gaza. Auk þess hefur aðaleigandi Rapyd, sem jafnframt er stjórnarformaður útibúsins á Íslandi, sagt mannfallið á Gaza engu máli skipta heldur aðeins það að Ísrael sigri. Með öðrum orðum styður fyrirtækið hernað sem er tilraun til þjóðarmorðs skv. Amnesty International, Human Rights Watch og kæru Suður-Afríku á hendur Ísraelsríkis fyrir Alþjóðadómstól Sameinuðu þjóðanna í Haag. Með samningi við Rapyd leggur HSÍ blessun sína yfir framgöngu fyrirtækisins. Við getum ekki hugsað okkur að handboltalið sem er kennt við Ísland taki þátt í slíku og þar með Íslendingar. Það er ekki eingöngu okkar skoðun heldur vill mikill meirihluti Íslendinga alls ekki skipta við fyrirtæki sem nota Rapyd sem greiðslumiðlun samkvæmt könnun Maskínu frá því fyrir ári síðan. Þá sögðu tæp 60% að þau væru að sniðganga slík fyrirtæki. Sá hópur hefur örugglega stækkað nú eftir að Ísrael rauf vopnahléið á Gaza og hélt áfram að varpa sprengjum á varnarlaust fólk. HSÍ fórnar trúverðugleika sínum með samningi við Rapyd Í ljósi þessa er það að okkar áliti þjóðarskömm að landslið okkar í handbolta skuli skarta merki Rapyd. HSÍ ætti að sameina okkur að baki sér en ekki starfa með fyrirtæki sem stór hluti þjóðarinnar hefur óbeit á. Nú eru sumir stuðningsmenn landsliðsins farnir að líma yfir merki Rapyd á treyjunum sínum til marks um óánægju sína. Auk þess er óboðlegt að ungu og efnilegu handboltafólki sé boðið upp á að sækja fjármagn í afrekssjóð sem Rapyd fjármagnar. Við viljum minna á að í siðareglum HSÍ stendur að félaginu og aðilum þess sé ekki heimilt „að þiggja gjafir eða hlunnindi sem geta leitt til þess að rýra trúverðugleika, sjálfstæði eða hlutleysi” félagsins. Samstarf HSÍ við Rapyd samræmist engan veginn þessari reglu sem félagið hefur sjálft sett sér. HSÍ er ekki trúverðugt ef það metur orðspor sitt svo lítils að því megi fórna fyrir blóðpeninga Rapyd. Slítið samningnum við Rapyd! Við biðlum til stjórnar HSÍ og frambjóðenda til formanns að rifta samningum við Rapyd hið fyrsta og slíta öllu samstarfi félagsins við fyrirtækið. Við vitum að það er ekki auðvelt verk að fjármagna starf íþróttahreyfingarinnar en það gengur einfaldlega ekki að íslensk handboltalandslið auglýsi fyrirtæki sem styður aðgerðir Ísraelshers gegn hernuminni þjóð Palestínumanna. Nú þegar hafa á fimmta hundrað íslenskra fyrirtækja, stofnana og félagasamtaka hætt viðskiptum við Rapyd af ofangreindum ástæðum eins og hægt er að sjá á hirdir.is. Það er ekkert því til fyrirstöðu að HSÍ fylgi í þeirra fótspor. Við vonum að verðandi formaður breyti rétt og leiði handboltahreyfingu sem við getum öll stutt með stolti. Höfundar eru eru stuðningsmenn Íslands í handbolta: Anna Hlín Bjarnadóttir Magnea Marinósdóttir Margrét Kristjánsdóttir Mist Rúnarsdóttir Stefán Guðjónsson Una Mathiesen Nikulásdóttir Þórður Sveinsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Handbolti Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Skoðun Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Laugardaginn 5. apríl fer fram formannskjör í HSÍ. Þessu erindi og eftirfarandi spurningu er beint til frambjóðenda í formannskjörinu: Munt þú beita þér fyrir því að HSÍ segi upp samningi sínum við greiðslumiðlunarfyrirtækið Rapyd eða endurnýi ekki samninginn þegar hann rennur út? Við sem að baki erindinu stöndum erum stuðningsfólk Íslands í handbolta. Við erum meðal fjölmargra Íslendinga sem finnst óboðlegt að HSÍ sé með samning við ísraelska fyrirtækið Rapyd og að merki þess sé á búningum íslensks handboltafólks. Ísraelska fyrirtækið Rapyd styður ísraelska herinn Ástæðan er sú að forstjóri og aðaleigandi Rapyd hefur opinberlega lýst yfir stuðningi við árásir Ísraels á Gaza. Fyrirtækið hefur jafnframt unnið með og stutt ísraelska herinn í yfirstandandi aðgerðum og árásum á Gaza. Auk þess hefur aðaleigandi Rapyd, sem jafnframt er stjórnarformaður útibúsins á Íslandi, sagt mannfallið á Gaza engu máli skipta heldur aðeins það að Ísrael sigri. Með öðrum orðum styður fyrirtækið hernað sem er tilraun til þjóðarmorðs skv. Amnesty International, Human Rights Watch og kæru Suður-Afríku á hendur Ísraelsríkis fyrir Alþjóðadómstól Sameinuðu þjóðanna í Haag. Með samningi við Rapyd leggur HSÍ blessun sína yfir framgöngu fyrirtækisins. Við getum ekki hugsað okkur að handboltalið sem er kennt við Ísland taki þátt í slíku og þar með Íslendingar. Það er ekki eingöngu okkar skoðun heldur vill mikill meirihluti Íslendinga alls ekki skipta við fyrirtæki sem nota Rapyd sem greiðslumiðlun samkvæmt könnun Maskínu frá því fyrir ári síðan. Þá sögðu tæp 60% að þau væru að sniðganga slík fyrirtæki. Sá hópur hefur örugglega stækkað nú eftir að Ísrael rauf vopnahléið á Gaza og hélt áfram að varpa sprengjum á varnarlaust fólk. HSÍ fórnar trúverðugleika sínum með samningi við Rapyd Í ljósi þessa er það að okkar áliti þjóðarskömm að landslið okkar í handbolta skuli skarta merki Rapyd. HSÍ ætti að sameina okkur að baki sér en ekki starfa með fyrirtæki sem stór hluti þjóðarinnar hefur óbeit á. Nú eru sumir stuðningsmenn landsliðsins farnir að líma yfir merki Rapyd á treyjunum sínum til marks um óánægju sína. Auk þess er óboðlegt að ungu og efnilegu handboltafólki sé boðið upp á að sækja fjármagn í afrekssjóð sem Rapyd fjármagnar. Við viljum minna á að í siðareglum HSÍ stendur að félaginu og aðilum þess sé ekki heimilt „að þiggja gjafir eða hlunnindi sem geta leitt til þess að rýra trúverðugleika, sjálfstæði eða hlutleysi” félagsins. Samstarf HSÍ við Rapyd samræmist engan veginn þessari reglu sem félagið hefur sjálft sett sér. HSÍ er ekki trúverðugt ef það metur orðspor sitt svo lítils að því megi fórna fyrir blóðpeninga Rapyd. Slítið samningnum við Rapyd! Við biðlum til stjórnar HSÍ og frambjóðenda til formanns að rifta samningum við Rapyd hið fyrsta og slíta öllu samstarfi félagsins við fyrirtækið. Við vitum að það er ekki auðvelt verk að fjármagna starf íþróttahreyfingarinnar en það gengur einfaldlega ekki að íslensk handboltalandslið auglýsi fyrirtæki sem styður aðgerðir Ísraelshers gegn hernuminni þjóð Palestínumanna. Nú þegar hafa á fimmta hundrað íslenskra fyrirtækja, stofnana og félagasamtaka hætt viðskiptum við Rapyd af ofangreindum ástæðum eins og hægt er að sjá á hirdir.is. Það er ekkert því til fyrirstöðu að HSÍ fylgi í þeirra fótspor. Við vonum að verðandi formaður breyti rétt og leiði handboltahreyfingu sem við getum öll stutt með stolti. Höfundar eru eru stuðningsmenn Íslands í handbolta: Anna Hlín Bjarnadóttir Magnea Marinósdóttir Margrét Kristjánsdóttir Mist Rúnarsdóttir Stefán Guðjónsson Una Mathiesen Nikulásdóttir Þórður Sveinsson
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun