„Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 5. apríl 2025 00:29 Ræða Snorra Mássonar um framkvæmdaáætlun stjórnvalda í jafnréttismálum hefur vakið mikið umtal. Snorri hefur fengið jákvæð viðbrögð og fundið fyrir gífurlegum meðbyr úr ýmsum áttum, en einnig fengið á sig áburð um hatur og trumpísku. Vísir/Vilhelm Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins, segir að kynjafræði sé pólitísk í eðli sínu, og furðar sig á því að látið sé eins og hún sé að einhverju leyti hlutlaus þegar menn eru að innleiða róttæka kynjafræði á svið skólanna, eins og hann orðar það. Hann segir gífurlegan fjölda fólks hafa komið að máli við sig og þakkað honum fyrir að ræða þessi mál. Snorri Másson tók til máls á Alþingi þegar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir jafnréttisráðherra mælti fyrir „Framkvæmdaáætlun í kynjajafnréttismálum fyrir árin 2025-2028“ fyrr í vikunni. Ræðan vakti mikla athygli og uppskar mikil viðbrögð, bæði jákvæð og neikvæð. Aðalritari félags kynjafræðinga mótmælti harðlega við mikinn fögnuð, en hún sakaði Snorra um að spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina. „Ég hata ekki nokkurn mann“ Snorri kveðst ekki vita hvað hann eigi að segja við slíkum ásökunum. „Ég held þær segi meira um sig sjálfar en tilefni er fyrir mig til að leggja mat á þær. Ég hata ekki nokkurn mann. Ég stend hins vegar fyrir gagnrýninni umræðu um þingmál.“ „Ég stend líka fyrir gagnrýninni umræðu þegar svona ákveðin hugmyndafræði er borin á borð innan skóla og látið eins og þetta sé að einhverju leyti hlutlaust algjörlega þegar menn eru að innleiða kynjafræði, róttæka kynjafræði á svið skólanna.“ „Það er ekkert hlutlaust, það er pólitískt að mörgu leyti, og kynjafræði er pólitísk í eðli sínu, það er ekkert leyndarmál.“ Snorri ræddi þessi mál í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Konur í öllum æðstu stöðum samfélagsins Snorri segir að honum hafi þótt jafnréttisáætlun dómsmálaráðherra ansi skrautleg. „Þetta er svona hugmyndafræðilegt plagg sem slær ýmsar pólitískar keilur í ýmsum málum, þó ég hafi nú reyndar einmitt bent á í minni ræðu að mér finnst að stjórnmálamenn eigi að skilgreina og gera aðeins betur grein fyrir því nákvæmlega um hvað baráttan snýst á þessu stigi máls,“ segir Snorri. Kveðst hann hafa bent á að hér hafi mikill árangur náðst í jafnréttisbaráttu karla og kvenna, og kynin njóti fullkomins lagalegs jafnréttis. Þá séu konur víða í æðstu stöðum í samfélaginu, og konur hafi náð yfirhöndinni í menntakerfinu. „Þær eru búnar að ná yfirhöndinni í menntakerfinu gjörsamlega, sem er nú grunnur alls hins hefði maður haldið.“ Sjaldan fengið eins jákvæð viðbrögð Snorri segist sjaldan hafa fengið eins jákvæð viðbrögð í þinginu við nokkru sem hann hefur gert þar. „Þarna er gífurlegur hópur fólks sem hefur komið að máli við mig, brugðist við, og sent mér og skrifað til mín og skrifað hjá mér, hvað þau fagna því að einhver tali beint og hreint út um þessi mál, um það hvers konar hugmyndafræði er verið að bera á borð,“ segir Snorri. Snorri segir að stjórnvöld virðist hafa sérstakan áhuga á að beita stofnunum ríkisvaldsins eins og menntakerfinu, ráðuneytum og öðru til að framfylgja þessari hugmyndafræði, og það sé alltaf látið eins og hún sé fullkomlega hlutlaus. „En hún er það ekki. Það er bara margt innan kynjafræðinnar sem fólk getur ekkert neitað að er afar pólitískt í eðli sínu.“ Snorri segir að öll kennsla feli auðvitað í sér ákveðna innrætingu á ákveðnum sjónarmiðum. Hann vill að sjónarmiðin sem haldið er á lofti séu til þess fallin að efla börnin okkar og hvetja þau til dáða, en ekki hvetja þau til að vera fórnarlamb.Vísir/Vilhelm Þá segir hann að stundum sé sagt að kynjafræðin sé nauðsynleg á meðan ofbeldi, kynbundið ofbeldi eða heimilisofbeldi sé ennþá við lýði. „Auðvitað er slíkt ofbeldi, kynbundið ofbeldi og heimilisofbeldi, þetta er bara andstyggilegt samfélagsmein, sem allir eru sammála um að við verðum að uppræta með öllum tiltækum ráðum.“ „Það sem ég sagði hins vegar í ræðu minni er að þetta er ekkert sama umræða og margvíslegar áherslur kynjafræðinnar.“ „Þetta er pólitísk vinstri hugmyndafræði“ „Ég talaði þarna um að þessi hugmyndafræði sé hreinlega ekkert sérlega gagnleg, til dæmis þetta, að innræta konum að þær séu í nútímasamfélagi eilífðarfórnarlömb þessa kúgunarkerfis, sem er feðraveldið.“ „Síðan til karlanna að þeir séu náttúrulega þá ábyrgir og hafi í sér þessa erfðasynd feðranna, að vera karlar.“ Inn í þetta blandist svo alls konar kenningar um allsherjarsekt Vesturlandanna á slæmu ástandi í heiminum, nýlenduhyggja og karlmennska, en Snorri segir þetta vera pólitíska vinstri hugmyndafræði. „Ég var í háskólanum í íslensku, ég þekki þessa hugmyndafræði. Ég hef aldrei hitt íhaldssaman hægri mann sem er kynjafræðingur, fólk getur ekki látið eins og þetta sé hlutlaus fræðigrein, og þess vegna segi ég, þetta er að mínu mati að hafa skaðleg áhrif á hugarfar ungdómsins að vera endalaust að marinerast í þessu.“ Snorri segir að hugmyndirnar sem eigi frekar að bera á borð séu þær að efla fólk að hreysti, styrk og dáð, og segja eigi við fólk: „Heyrðu, ef þú mætir vandamálum í lífinu eða mótlæti, þá er það hluti af lífinu og þú verður að yfirstíga það, en þú getur ekki látið hugfallast og sagt heyrðu það er eitthvað kúgunarkerfi hérna sem verður að leysa áður en ég tek ábyrgð á mínu lífi.“ Miðflokkurinn Jafnréttismál Reykjavík síðdegis Bylgjan Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Sjá meira
Snorri Másson tók til máls á Alþingi þegar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir jafnréttisráðherra mælti fyrir „Framkvæmdaáætlun í kynjajafnréttismálum fyrir árin 2025-2028“ fyrr í vikunni. Ræðan vakti mikla athygli og uppskar mikil viðbrögð, bæði jákvæð og neikvæð. Aðalritari félags kynjafræðinga mótmælti harðlega við mikinn fögnuð, en hún sakaði Snorra um að spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina. „Ég hata ekki nokkurn mann“ Snorri kveðst ekki vita hvað hann eigi að segja við slíkum ásökunum. „Ég held þær segi meira um sig sjálfar en tilefni er fyrir mig til að leggja mat á þær. Ég hata ekki nokkurn mann. Ég stend hins vegar fyrir gagnrýninni umræðu um þingmál.“ „Ég stend líka fyrir gagnrýninni umræðu þegar svona ákveðin hugmyndafræði er borin á borð innan skóla og látið eins og þetta sé að einhverju leyti hlutlaust algjörlega þegar menn eru að innleiða kynjafræði, róttæka kynjafræði á svið skólanna.“ „Það er ekkert hlutlaust, það er pólitískt að mörgu leyti, og kynjafræði er pólitísk í eðli sínu, það er ekkert leyndarmál.“ Snorri ræddi þessi mál í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Konur í öllum æðstu stöðum samfélagsins Snorri segir að honum hafi þótt jafnréttisáætlun dómsmálaráðherra ansi skrautleg. „Þetta er svona hugmyndafræðilegt plagg sem slær ýmsar pólitískar keilur í ýmsum málum, þó ég hafi nú reyndar einmitt bent á í minni ræðu að mér finnst að stjórnmálamenn eigi að skilgreina og gera aðeins betur grein fyrir því nákvæmlega um hvað baráttan snýst á þessu stigi máls,“ segir Snorri. Kveðst hann hafa bent á að hér hafi mikill árangur náðst í jafnréttisbaráttu karla og kvenna, og kynin njóti fullkomins lagalegs jafnréttis. Þá séu konur víða í æðstu stöðum í samfélaginu, og konur hafi náð yfirhöndinni í menntakerfinu. „Þær eru búnar að ná yfirhöndinni í menntakerfinu gjörsamlega, sem er nú grunnur alls hins hefði maður haldið.“ Sjaldan fengið eins jákvæð viðbrögð Snorri segist sjaldan hafa fengið eins jákvæð viðbrögð í þinginu við nokkru sem hann hefur gert þar. „Þarna er gífurlegur hópur fólks sem hefur komið að máli við mig, brugðist við, og sent mér og skrifað til mín og skrifað hjá mér, hvað þau fagna því að einhver tali beint og hreint út um þessi mál, um það hvers konar hugmyndafræði er verið að bera á borð,“ segir Snorri. Snorri segir að stjórnvöld virðist hafa sérstakan áhuga á að beita stofnunum ríkisvaldsins eins og menntakerfinu, ráðuneytum og öðru til að framfylgja þessari hugmyndafræði, og það sé alltaf látið eins og hún sé fullkomlega hlutlaus. „En hún er það ekki. Það er bara margt innan kynjafræðinnar sem fólk getur ekkert neitað að er afar pólitískt í eðli sínu.“ Snorri segir að öll kennsla feli auðvitað í sér ákveðna innrætingu á ákveðnum sjónarmiðum. Hann vill að sjónarmiðin sem haldið er á lofti séu til þess fallin að efla börnin okkar og hvetja þau til dáða, en ekki hvetja þau til að vera fórnarlamb.Vísir/Vilhelm Þá segir hann að stundum sé sagt að kynjafræðin sé nauðsynleg á meðan ofbeldi, kynbundið ofbeldi eða heimilisofbeldi sé ennþá við lýði. „Auðvitað er slíkt ofbeldi, kynbundið ofbeldi og heimilisofbeldi, þetta er bara andstyggilegt samfélagsmein, sem allir eru sammála um að við verðum að uppræta með öllum tiltækum ráðum.“ „Það sem ég sagði hins vegar í ræðu minni er að þetta er ekkert sama umræða og margvíslegar áherslur kynjafræðinnar.“ „Þetta er pólitísk vinstri hugmyndafræði“ „Ég talaði þarna um að þessi hugmyndafræði sé hreinlega ekkert sérlega gagnleg, til dæmis þetta, að innræta konum að þær séu í nútímasamfélagi eilífðarfórnarlömb þessa kúgunarkerfis, sem er feðraveldið.“ „Síðan til karlanna að þeir séu náttúrulega þá ábyrgir og hafi í sér þessa erfðasynd feðranna, að vera karlar.“ Inn í þetta blandist svo alls konar kenningar um allsherjarsekt Vesturlandanna á slæmu ástandi í heiminum, nýlenduhyggja og karlmennska, en Snorri segir þetta vera pólitíska vinstri hugmyndafræði. „Ég var í háskólanum í íslensku, ég þekki þessa hugmyndafræði. Ég hef aldrei hitt íhaldssaman hægri mann sem er kynjafræðingur, fólk getur ekki látið eins og þetta sé hlutlaus fræðigrein, og þess vegna segi ég, þetta er að mínu mati að hafa skaðleg áhrif á hugarfar ungdómsins að vera endalaust að marinerast í þessu.“ Snorri segir að hugmyndirnar sem eigi frekar að bera á borð séu þær að efla fólk að hreysti, styrk og dáð, og segja eigi við fólk: „Heyrðu, ef þú mætir vandamálum í lífinu eða mótlæti, þá er það hluti af lífinu og þú verður að yfirstíga það, en þú getur ekki látið hugfallast og sagt heyrðu það er eitthvað kúgunarkerfi hérna sem verður að leysa áður en ég tek ábyrgð á mínu lífi.“
Miðflokkurinn Jafnréttismál Reykjavík síðdegis Bylgjan Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Sjá meira