Þá segir að samkvæmt nýjustu GPS-mælingum séu vísbendingar um að landris og kvikusöfnun undir Svartsengi sé hafið á ný. Frekari mælingar þurfi næstu daga til að meta hraða landrisins.
Gikkskjálftar vegna spennubreytinga í kjölfar myndun kvikugangsins halda einnig áfram við Reykjanestá og norðvestan við Kleifarvatn. Það má búast við áframhaldandi jarðskjálftum sem að geta fundist í byggð á meðan svæðið er að jafna sig.