Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 5. apríl 2025 12:02 Óskar furðar sig á máli Ragnars. Vísir Formaður MATVÍS félags iðnaðarmanna í matvæla- og veitingageiranum furðar sig á því að því að faglærðum þjóni hafi verið sagt upp einum þjóna á hóteli í Reykjavík. Það sé ekki sparnaður að segja upp menntuðu fólki. Rætt var við Ragnar Þór Antonsson framreiðslumann á Vísi í dag en hann missti nýverið vinnuna þar sem hann starfaði á hóteli í Reykjavík. Hann var eini faglærði þjónninn á staðnum og sá eini sem þar missti vinnuna. Ragnar hefur í kjölfarið að eigin sögn sótt um óteljandi störf á veitingastöðum án árangurs og segist telja sveinspróf sitt í framreiðslu vera honum til trafala. Óskar Hafnfjörð Gunnarsson formaður stéttarfélagsins MATVÍS furðar sig á málinu. „Mér finnst það virkilega slæmt þegar maður les það að það sé verið að segja upp fagfólki og í rauninni eina fagfólkinu sem er í vinnu á staðnum.“ Ekki komi mikill fjöldi af slíkum málum á borði MATVÍS. Oftar en ekki sé þessu öfugt farið, það sé skortur á fagmenntuðu fólki í bransanum. Þetta hvetji engan til að sækja sér menntun í geiranum. „Við höfum nú verið að berjast við það líka og höfum komið með tillögur að breytingu á reglugerðum veitingastaða þar sem farið er fram á það að það sé fagfólk að störfum á veitingastöðum eða fínni veitingastöðum allavega.“ Félagið hafi ekki átt erindi sem erfiði. Stjórnvöld hafi rætt um að efla iðn-og tækninám undanfarin ár en ekki sé hægt að efla námið ef ekki er fagfólk að störfum á veitingastöðum. „Ég er ekki alveg að skilja af hverju atvinnurekendur sjá ekki hag sinn í því að vera með fagfólk í vinnu af því ég get ekki séð að það sé mikill sparnaður í því að segja upp fagfólki af því að fagfólk það yfirleitt eykur söluna og fagmennskun á stöðunum og annað slíkt, þannig maður hefði talið að það væri alltaf til bóta fyrir þá staði sem eru með fagmenn.“ Veitingastaðir Vinnumarkaður Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Hlýnar um helgina Veður Fleiri fréttir Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Sjá meira
Rætt var við Ragnar Þór Antonsson framreiðslumann á Vísi í dag en hann missti nýverið vinnuna þar sem hann starfaði á hóteli í Reykjavík. Hann var eini faglærði þjónninn á staðnum og sá eini sem þar missti vinnuna. Ragnar hefur í kjölfarið að eigin sögn sótt um óteljandi störf á veitingastöðum án árangurs og segist telja sveinspróf sitt í framreiðslu vera honum til trafala. Óskar Hafnfjörð Gunnarsson formaður stéttarfélagsins MATVÍS furðar sig á málinu. „Mér finnst það virkilega slæmt þegar maður les það að það sé verið að segja upp fagfólki og í rauninni eina fagfólkinu sem er í vinnu á staðnum.“ Ekki komi mikill fjöldi af slíkum málum á borði MATVÍS. Oftar en ekki sé þessu öfugt farið, það sé skortur á fagmenntuðu fólki í bransanum. Þetta hvetji engan til að sækja sér menntun í geiranum. „Við höfum nú verið að berjast við það líka og höfum komið með tillögur að breytingu á reglugerðum veitingastaða þar sem farið er fram á það að það sé fagfólk að störfum á veitingastöðum eða fínni veitingastöðum allavega.“ Félagið hafi ekki átt erindi sem erfiði. Stjórnvöld hafi rætt um að efla iðn-og tækninám undanfarin ár en ekki sé hægt að efla námið ef ekki er fagfólk að störfum á veitingastöðum. „Ég er ekki alveg að skilja af hverju atvinnurekendur sjá ekki hag sinn í því að vera með fagfólk í vinnu af því ég get ekki séð að það sé mikill sparnaður í því að segja upp fagfólki af því að fagfólk það yfirleitt eykur söluna og fagmennskun á stöðunum og annað slíkt, þannig maður hefði talið að það væri alltaf til bóta fyrir þá staði sem eru með fagmenn.“
Veitingastaðir Vinnumarkaður Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Hlýnar um helgina Veður Fleiri fréttir Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Sjá meira