Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 5. apríl 2025 12:02 Óskar furðar sig á máli Ragnars. Vísir Formaður MATVÍS félags iðnaðarmanna í matvæla- og veitingageiranum furðar sig á því að því að faglærðum þjóni hafi verið sagt upp einum þjóna á hóteli í Reykjavík. Það sé ekki sparnaður að segja upp menntuðu fólki. Rætt var við Ragnar Þór Antonsson framreiðslumann á Vísi í dag en hann missti nýverið vinnuna þar sem hann starfaði á hóteli í Reykjavík. Hann var eini faglærði þjónninn á staðnum og sá eini sem þar missti vinnuna. Ragnar hefur í kjölfarið að eigin sögn sótt um óteljandi störf á veitingastöðum án árangurs og segist telja sveinspróf sitt í framreiðslu vera honum til trafala. Óskar Hafnfjörð Gunnarsson formaður stéttarfélagsins MATVÍS furðar sig á málinu. „Mér finnst það virkilega slæmt þegar maður les það að það sé verið að segja upp fagfólki og í rauninni eina fagfólkinu sem er í vinnu á staðnum.“ Ekki komi mikill fjöldi af slíkum málum á borði MATVÍS. Oftar en ekki sé þessu öfugt farið, það sé skortur á fagmenntuðu fólki í bransanum. Þetta hvetji engan til að sækja sér menntun í geiranum. „Við höfum nú verið að berjast við það líka og höfum komið með tillögur að breytingu á reglugerðum veitingastaða þar sem farið er fram á það að það sé fagfólk að störfum á veitingastöðum eða fínni veitingastöðum allavega.“ Félagið hafi ekki átt erindi sem erfiði. Stjórnvöld hafi rætt um að efla iðn-og tækninám undanfarin ár en ekki sé hægt að efla námið ef ekki er fagfólk að störfum á veitingastöðum. „Ég er ekki alveg að skilja af hverju atvinnurekendur sjá ekki hag sinn í því að vera með fagfólk í vinnu af því ég get ekki séð að það sé mikill sparnaður í því að segja upp fagfólki af því að fagfólk það yfirleitt eykur söluna og fagmennskun á stöðunum og annað slíkt, þannig maður hefði talið að það væri alltaf til bóta fyrir þá staði sem eru með fagmenn.“ Veitingastaðir Vinnumarkaður Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fleiri fréttir Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Sjá meira
Rætt var við Ragnar Þór Antonsson framreiðslumann á Vísi í dag en hann missti nýverið vinnuna þar sem hann starfaði á hóteli í Reykjavík. Hann var eini faglærði þjónninn á staðnum og sá eini sem þar missti vinnuna. Ragnar hefur í kjölfarið að eigin sögn sótt um óteljandi störf á veitingastöðum án árangurs og segist telja sveinspróf sitt í framreiðslu vera honum til trafala. Óskar Hafnfjörð Gunnarsson formaður stéttarfélagsins MATVÍS furðar sig á málinu. „Mér finnst það virkilega slæmt þegar maður les það að það sé verið að segja upp fagfólki og í rauninni eina fagfólkinu sem er í vinnu á staðnum.“ Ekki komi mikill fjöldi af slíkum málum á borði MATVÍS. Oftar en ekki sé þessu öfugt farið, það sé skortur á fagmenntuðu fólki í bransanum. Þetta hvetji engan til að sækja sér menntun í geiranum. „Við höfum nú verið að berjast við það líka og höfum komið með tillögur að breytingu á reglugerðum veitingastaða þar sem farið er fram á það að það sé fagfólk að störfum á veitingastöðum eða fínni veitingastöðum allavega.“ Félagið hafi ekki átt erindi sem erfiði. Stjórnvöld hafi rætt um að efla iðn-og tækninám undanfarin ár en ekki sé hægt að efla námið ef ekki er fagfólk að störfum á veitingastöðum. „Ég er ekki alveg að skilja af hverju atvinnurekendur sjá ekki hag sinn í því að vera með fagfólk í vinnu af því ég get ekki séð að það sé mikill sparnaður í því að segja upp fagfólki af því að fagfólk það yfirleitt eykur söluna og fagmennskun á stöðunum og annað slíkt, þannig maður hefði talið að það væri alltaf til bóta fyrir þá staði sem eru með fagmenn.“
Veitingastaðir Vinnumarkaður Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fleiri fréttir Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum