Göngum í takt 6. apríl 2025 07:32 Sumt er nú þannig að manni verður fyrirmunað að skilja. Það er nú þannig að nú sverfur að þeim sveitarfélögum sem hafa sjávarútveg sem grunnstoð í sínu samfélagi og Trump er að trompa með ófyrirséðum afleiðingum að auki. Eðlilega þá er snúið til varnar, sveitarfélög, sjávarútvegsfyrirtæki, þingmenn og allir sem vettlingi geta valdið og ég skil það á margan hátt. En það fer nú öðrum sögum af stuðningi við málstað orkusveitarfélaganna að mínu mati. Menn hafa meira að segja vaðið fram á sviðið og sagt okkur, já okkur, vera að tefja og þvælast fyrir og það þingmenn og ráðherrar sem ættu að vera að styðja málflutninginn. Það eru ekki margir sem hafa farið í pontu á alþingi og kallað eftir skjótum viðbrögðum og hraðari málsmeðferð til handa orkusveitarfélögunum, þrátt fyrir ávinninginn sem af því hlýst. Það skilja það allir sem vilja að við þurfum að vinna meira rafmagn, það skilar sér svo sannarlega. Við erum í lykilstöðu og ekkert land í heiminum er með jafn mikið af grænni orku og við Íslendingar. Við þurfum að halda áfram með orkuskiptin en við verðum líka að vera raunsæ og spenna ekki bogann þannig að við séum ótrúverðug. Aukum orkuframleiðslu, byggjum upp innviði og framkvæmum í réttri röð. Aukinni orkuframleiðslu fylgir líka gríðarlega mikill efnahagslegur ávinningur, sem reyndar í núverandi stöðu er allur þar sem orkan er notuð. Við þurfum líka að gæta að orkuörygginu og eiga nóg til. Við verðum að hlusta á fólkið í landinu okkar og setja ekki öll eggin í sömu körfuna. Það þarf að virkja meira á norðurlandi vestra. Með því getum við tryggt orkuöryggi og afhendingargetu til allra heimila og smærri fyrirtækja á suðvesturhorninu, auk norðurlands og vestfjarða ef það gerist að nátturan fer að yggla sig óæskilegum stöðum á suðurlandinu. Hvað þarf til að þetta geti gerst? Svarið er ótrúlega einfalt. Við þurfum að tryggja sanngirni og tryggja að nærsamfélögin sem skaffa landsvæðið undir mannvirkin fá sanngjarnt afgjald eins og í öðrum löndum. Það er ekki í lagi að ávinningurinn og margfeldisáhrifin séu bara þar sem raforkan er notuð. Er það nóg? Nei, ekki að mínu mati, það þarf nefnilega að tryggja að byggðalínur séu byggðalínur sem tengja byggðina á landsbyggðinni saman en ekki borgarlínur sem flytja orkuna í burtu. Það kann ekki góðri lukku að stýra ef það á að klippa stór landsvæði út úr byggðalínu hringnum og búa til fleiri Vestfirði í raforkulegu samhengi. Við viljum jöfn tækifæri og við þurfum að hafa alvöru byggðastefnu. Íbúar í Húnabyggð hafa svo sannarlega lagt sitt af mörkum í gegnum tíðina og erum stolt af því orkumannvirki sem hjá okkur er og því starfsfólki sem þar stýrir en aðstæður eru þó aðeins öðruvísi hjá okkur. Við erum líkast til með einu stóru vatnsaflsvirkjunina á íslandi sem er ekki með bundið slitlag heim að stjórnstöð og það er meira að segja norðurendi Kjalvegar í byggð, hverju skyldi það sæta? Og til að kóróna þetta gott fólk þá virðist það vera ofar í forgangi að leggja bundið slitlag upp að Kerlingafjöllum að sunnanverðu heldur en girða sig í brók hérna norðanmegin og klára heim að virkjun. Húnabyggð setti skipulagsstopp á Blöndulund, af hverju? Jú það er einfalt, það er ekki vegna þess að við séum honum mótfallin, það er vegna þess að það hlustaði enginn. Er rétt gefið? Nei, það er áratuga gömul undanþága frá fasteignamatsskyldu orkumannvirkja sem skekkir myndina. Er það eðlilegt að fjærendi orkuframleiðslu fái allan ávinninginn og íbúar nærsamfélags orkuframleiðslu lítinn sem engan í stóru myndinni? Og íbúarnir við hlið orkumannvirkjanna borgi þar að auki meira fyrir rafmagnið af því að þeir eru í dreifbýli! Þetta dæmi gengur ekki upp árið 2025. Nú lögum við þessar skekkjur, jöfnum leikinn og tækifærin. Göngum í takt og gerum þetta saman sem þjóð, þá er ávinningurinn allra. Höfundur er oddviti í orkusveitarfélaginu Húnabyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húnabyggð Orkumál Mest lesið Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Sumt er nú þannig að manni verður fyrirmunað að skilja. Það er nú þannig að nú sverfur að þeim sveitarfélögum sem hafa sjávarútveg sem grunnstoð í sínu samfélagi og Trump er að trompa með ófyrirséðum afleiðingum að auki. Eðlilega þá er snúið til varnar, sveitarfélög, sjávarútvegsfyrirtæki, þingmenn og allir sem vettlingi geta valdið og ég skil það á margan hátt. En það fer nú öðrum sögum af stuðningi við málstað orkusveitarfélaganna að mínu mati. Menn hafa meira að segja vaðið fram á sviðið og sagt okkur, já okkur, vera að tefja og þvælast fyrir og það þingmenn og ráðherrar sem ættu að vera að styðja málflutninginn. Það eru ekki margir sem hafa farið í pontu á alþingi og kallað eftir skjótum viðbrögðum og hraðari málsmeðferð til handa orkusveitarfélögunum, þrátt fyrir ávinninginn sem af því hlýst. Það skilja það allir sem vilja að við þurfum að vinna meira rafmagn, það skilar sér svo sannarlega. Við erum í lykilstöðu og ekkert land í heiminum er með jafn mikið af grænni orku og við Íslendingar. Við þurfum að halda áfram með orkuskiptin en við verðum líka að vera raunsæ og spenna ekki bogann þannig að við séum ótrúverðug. Aukum orkuframleiðslu, byggjum upp innviði og framkvæmum í réttri röð. Aukinni orkuframleiðslu fylgir líka gríðarlega mikill efnahagslegur ávinningur, sem reyndar í núverandi stöðu er allur þar sem orkan er notuð. Við þurfum líka að gæta að orkuörygginu og eiga nóg til. Við verðum að hlusta á fólkið í landinu okkar og setja ekki öll eggin í sömu körfuna. Það þarf að virkja meira á norðurlandi vestra. Með því getum við tryggt orkuöryggi og afhendingargetu til allra heimila og smærri fyrirtækja á suðvesturhorninu, auk norðurlands og vestfjarða ef það gerist að nátturan fer að yggla sig óæskilegum stöðum á suðurlandinu. Hvað þarf til að þetta geti gerst? Svarið er ótrúlega einfalt. Við þurfum að tryggja sanngirni og tryggja að nærsamfélögin sem skaffa landsvæðið undir mannvirkin fá sanngjarnt afgjald eins og í öðrum löndum. Það er ekki í lagi að ávinningurinn og margfeldisáhrifin séu bara þar sem raforkan er notuð. Er það nóg? Nei, ekki að mínu mati, það þarf nefnilega að tryggja að byggðalínur séu byggðalínur sem tengja byggðina á landsbyggðinni saman en ekki borgarlínur sem flytja orkuna í burtu. Það kann ekki góðri lukku að stýra ef það á að klippa stór landsvæði út úr byggðalínu hringnum og búa til fleiri Vestfirði í raforkulegu samhengi. Við viljum jöfn tækifæri og við þurfum að hafa alvöru byggðastefnu. Íbúar í Húnabyggð hafa svo sannarlega lagt sitt af mörkum í gegnum tíðina og erum stolt af því orkumannvirki sem hjá okkur er og því starfsfólki sem þar stýrir en aðstæður eru þó aðeins öðruvísi hjá okkur. Við erum líkast til með einu stóru vatnsaflsvirkjunina á íslandi sem er ekki með bundið slitlag heim að stjórnstöð og það er meira að segja norðurendi Kjalvegar í byggð, hverju skyldi það sæta? Og til að kóróna þetta gott fólk þá virðist það vera ofar í forgangi að leggja bundið slitlag upp að Kerlingafjöllum að sunnanverðu heldur en girða sig í brók hérna norðanmegin og klára heim að virkjun. Húnabyggð setti skipulagsstopp á Blöndulund, af hverju? Jú það er einfalt, það er ekki vegna þess að við séum honum mótfallin, það er vegna þess að það hlustaði enginn. Er rétt gefið? Nei, það er áratuga gömul undanþága frá fasteignamatsskyldu orkumannvirkja sem skekkir myndina. Er það eðlilegt að fjærendi orkuframleiðslu fái allan ávinninginn og íbúar nærsamfélags orkuframleiðslu lítinn sem engan í stóru myndinni? Og íbúarnir við hlið orkumannvirkjanna borgi þar að auki meira fyrir rafmagnið af því að þeir eru í dreifbýli! Þetta dæmi gengur ekki upp árið 2025. Nú lögum við þessar skekkjur, jöfnum leikinn og tækifærin. Göngum í takt og gerum þetta saman sem þjóð, þá er ávinningurinn allra. Höfundur er oddviti í orkusveitarfélaginu Húnabyggð.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun