32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. apríl 2025 20:04 Þátttakendurnir frá Úkraínu, sem sátu íslenskunámskeiðið hjá Önnu Lindu í gegnum Fræðslunet Suðurlands. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það var mikil ánægja og gleði hjá þrjátíu og tveimur íbúum frá Úkraínu, sem búa á Selfossi og í næsta nágrenni þegar hópurinn útskrifaðist af íslenskunámskeiði hjá Fræðsluneti Suðurlands. Kennarinn segir fólkið dásamlegt og mjög duglegt að læra íslensku. Það var spenna og eftirvænting hjá hópnum frá Úkraínu þegar þau komu í kennslustofuna á fimmtudaginn í útskriftina hjá Fræðslunetinu eftir að hafa verið á rúmlega tveggja mánaða námskeiði í íslensku eitt hjá Önnu Lindu en Bohdana, sem hefur búið á Íslandi í nokkur ár sá um alla túlkun. „En það gleður mig svo sannarlega að segja að þið fáið öll ykkar diplóma, þið hafið öll staðið ykkur rosalega vel og eigið allt skilið, þetta er búinn að vera dásamlegur tími,“ sagði Anna Linda þegar hún hrósaði hópnum fyrir dugnað í íslenskunáminu. „Þau eru svo áhugasöm og þau eru svo dugleg og við erum svo heppin að við erum búin að vera með túlk með okkur, sem hefur lósað okkur í gegnum þetta upp á allan skilning og þau eru svo spennt að það er búið að setja saman 30 manna hóp, sem ætlar að byrja aftur í haust,“ segir Anna Linda. Anna Linda, kennari og Bohdanda Vasyliuk, túlkur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og nýjasti Úkraínubúinn mætti að sjálfsögðu í útskriftina með mömmu sinni, sem var á námskeiðinu en tók sér nokkra daga frí á meðan hún var á fæðingardeildinni. Og að sjálfsögðu var boðið upp á Úkraínskar og íslenskar veitingar í útskriftinni. Ástin dró Bohdöndu frá Úkraínu til Íslands en hún býr á Selfossi með sinni fjölskyldu. „Þau bara segja á íslensku, góðan daginn og fleira“. En finnst þeim erfitt að læra íslensku? „Ég held samt já en nokkrum foreldrum gekk rosalega vel,“ segir Bohdanda Vasyliuk, túlkur. „Ég vinna á Matvælastofnun, ég er dýralæknir, eftirlitsdýralæknir og ég læri íslensku,“ segir Vitalii Markhaichuk, sem var á námskeiðinu. „Ég læra smá íslensku. Góðan daginn, takk fyrir,“ segir Anetolii Keptaönör, veitingamaður á Selfossi, sem var einnig á námskeiðinu. Boðið var upp á glæsilegar veitingar í útskriftinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Úkraína Íslensk fræði Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Það var spenna og eftirvænting hjá hópnum frá Úkraínu þegar þau komu í kennslustofuna á fimmtudaginn í útskriftina hjá Fræðslunetinu eftir að hafa verið á rúmlega tveggja mánaða námskeiði í íslensku eitt hjá Önnu Lindu en Bohdana, sem hefur búið á Íslandi í nokkur ár sá um alla túlkun. „En það gleður mig svo sannarlega að segja að þið fáið öll ykkar diplóma, þið hafið öll staðið ykkur rosalega vel og eigið allt skilið, þetta er búinn að vera dásamlegur tími,“ sagði Anna Linda þegar hún hrósaði hópnum fyrir dugnað í íslenskunáminu. „Þau eru svo áhugasöm og þau eru svo dugleg og við erum svo heppin að við erum búin að vera með túlk með okkur, sem hefur lósað okkur í gegnum þetta upp á allan skilning og þau eru svo spennt að það er búið að setja saman 30 manna hóp, sem ætlar að byrja aftur í haust,“ segir Anna Linda. Anna Linda, kennari og Bohdanda Vasyliuk, túlkur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og nýjasti Úkraínubúinn mætti að sjálfsögðu í útskriftina með mömmu sinni, sem var á námskeiðinu en tók sér nokkra daga frí á meðan hún var á fæðingardeildinni. Og að sjálfsögðu var boðið upp á Úkraínskar og íslenskar veitingar í útskriftinni. Ástin dró Bohdöndu frá Úkraínu til Íslands en hún býr á Selfossi með sinni fjölskyldu. „Þau bara segja á íslensku, góðan daginn og fleira“. En finnst þeim erfitt að læra íslensku? „Ég held samt já en nokkrum foreldrum gekk rosalega vel,“ segir Bohdanda Vasyliuk, túlkur. „Ég vinna á Matvælastofnun, ég er dýralæknir, eftirlitsdýralæknir og ég læri íslensku,“ segir Vitalii Markhaichuk, sem var á námskeiðinu. „Ég læra smá íslensku. Góðan daginn, takk fyrir,“ segir Anetolii Keptaönör, veitingamaður á Selfossi, sem var einnig á námskeiðinu. Boðið var upp á glæsilegar veitingar í útskriftinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Úkraína Íslensk fræði Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira