Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 5. apríl 2025 21:31 Aðalgeir Ásvaldsson framkvæmdastjóri SVEIT. Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði segir veitingahús ekki sækjast frekar eftir því að ráða ófagmenntaða starfsmenn. Erfið rekstrarskilyrði undanfarin ár hafi valdið því að hallað hafi á fagmenntað starfsfólk. Vilji sé til að bæta úr því. Rætt var við Ragnar Þór Antonsson á Vísi í dag en Ragnar er með sveinspróf í framreiðslu. Hann var eini faglærði þjónninn í starfi sínu á hóteli í Reykjavík en var sá eini sem var rekinn. Hann finnur nú hvergi nýtt starf og segir upplifun sína vera þá að veitingastaðir taki ófaglært starfsfólk fram yfir fagmenntaða. Aðalgeir Ásvaldsson framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði segir það ekki vera raunin. Vilja byggja upp greinina á fagmennsku „Nei, ég myndi segja að það væri ekki þannig þó svo að kannski upplifun hans akkúrat núna sé sú. Það eru einfaldlega bara aðstæðurnar sem eru erfiðar og auðvitað viljum við veitingamenn byggja okkar grein á fagmennsku.“ Undanfarin tíu ár hafi rekstrarskilyrði veitingahúsa verið afar erfið. Formaður stéttarfélagsins MATVÍS lýsti yfir áhyggjum af stöðu fagmenntaðra í veitingageiranum í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag og segist Aðalgeir taka undir þær áhyggjur. Hann sé opinn í samtal um að bæta úr stöðunni. „Greinin er búin að ganga í gengum erfiða tíma síðasta áratug myndi ég nú segja. Svigrúmið er lítið. Síðustu tvö ár hafa verið sérstaklega slæm rekstrarlega og árið í ár byrjar hægt. En framtíðin held ég er nú björt þannig ég held það sé nú bara tímaspursmál fyrir þennan flotta dreng að finna sér starf.“ „Við viljum ræða við MATVÍS og við viljum helst til finna greininni einn hatt ófaglærðra og faglærðra því þar getum við líka búið til góðar tengingar fyrir hugsanlega þá ófaglærðu sem byrja sem ófaglærðir, sjá þá fyrirmyndir í þeim faglærðum og þannig er einn hluti aðdráttarafls greinarinnar.“ Veitingastaðir Mest lesið Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Sjá meira
Rætt var við Ragnar Þór Antonsson á Vísi í dag en Ragnar er með sveinspróf í framreiðslu. Hann var eini faglærði þjónninn í starfi sínu á hóteli í Reykjavík en var sá eini sem var rekinn. Hann finnur nú hvergi nýtt starf og segir upplifun sína vera þá að veitingastaðir taki ófaglært starfsfólk fram yfir fagmenntaða. Aðalgeir Ásvaldsson framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði segir það ekki vera raunin. Vilja byggja upp greinina á fagmennsku „Nei, ég myndi segja að það væri ekki þannig þó svo að kannski upplifun hans akkúrat núna sé sú. Það eru einfaldlega bara aðstæðurnar sem eru erfiðar og auðvitað viljum við veitingamenn byggja okkar grein á fagmennsku.“ Undanfarin tíu ár hafi rekstrarskilyrði veitingahúsa verið afar erfið. Formaður stéttarfélagsins MATVÍS lýsti yfir áhyggjum af stöðu fagmenntaðra í veitingageiranum í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag og segist Aðalgeir taka undir þær áhyggjur. Hann sé opinn í samtal um að bæta úr stöðunni. „Greinin er búin að ganga í gengum erfiða tíma síðasta áratug myndi ég nú segja. Svigrúmið er lítið. Síðustu tvö ár hafa verið sérstaklega slæm rekstrarlega og árið í ár byrjar hægt. En framtíðin held ég er nú björt þannig ég held það sé nú bara tímaspursmál fyrir þennan flotta dreng að finna sér starf.“ „Við viljum ræða við MATVÍS og við viljum helst til finna greininni einn hatt ófaglærðra og faglærðra því þar getum við líka búið til góðar tengingar fyrir hugsanlega þá ófaglærðu sem byrja sem ófaglærðir, sjá þá fyrirmyndir í þeim faglærðum og þannig er einn hluti aðdráttarafls greinarinnar.“
Veitingastaðir Mest lesið Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Sjá meira