Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 6. apríl 2025 12:01 Lára Sigurðardóttir læknir segir vísindamenn vita æ meira um rafsígarettur. Vísir/Sigurjón Vísbendingar eru nú um að rafsígarettureykingar hafi langvinnar heilsufarsleg áhrif á lungu, hjarta og heila. Þá reynast þær í meirihluta tilvika ekki gagnlegar til þess að hætta að reykja heldur verða til þess að viðkomandi reykir meira og neytir meira níkótíns. Lára Sigurðardóttir læknir og doktor í lýðheilsuvísindum segir að þó stutt sé síðan rafsígarettur hafi rutt sér til rúms sé sífellt að koma betur í ljós að notkun þeirra hafi langvinnar heilsufarslegar afleiðingar. „Mér finnst ágætt að horfa á hvaða áhrif rafsígarettur hafa með tvennum hætti. Annars vegar hvað inniheldur rafsígarettuvökvinn og svo er það níkótínið sem er vel rannsakað efni. Við horfum þá aðallega á þessi efni sem eru þekkt sem koma með rafsígarettunum sem annars vegar geta verið krabbameinsvaldandi og skaðað erfðaefni okkar og valdið stökkbreytingu og hinsvegar þungmálmar.“ Helstu langtímaáhrifin sem vísindamenn hafi áhyggjur af sé langvinnur lungnasjúkdómur og lungnakrabbamein. „Mikið af þessum efnum eru ólífræn eða eru ekki náttúruleg og geta sest að í lungunum og valdið þar bólgu sem getur þá leitt til langvinna sjúkdóma sem getur haft veruleg áhrif síðar meir.“ Þá segir Lára að þvert á það sem margir halda virki það ekki vel fyrir fólk að nota rafsígarettur til þess að hætta að reykja venjulegar sígarettur. Til þess að losna undan níkótínfíkn sé best að leita aðstoðar læknis eða hjúkrunarfræðings. „Það er alltaf einn og einn kannski sem nær að hætta að reykja venjulegar sígarettur með rafsígarettum en núna til lengri tíma litið eru mjög margir og meirihluti sem byrjar að reykja aftur samhliða og endar þá á að nota mun meira níkótín heldur en þeir gerðu jafnvel þegar þeir reyktu eingöngu. Rannsóknir sýna núna að þessi samlegðaráhrif, þá getur skaðinn fyrir lungu orðið mun meiri en ef þú eingöngu reyktir eða notaðir veip.“ Rafrettur Heilsa Heilbrigðismál Mest lesið Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Skiltið skein of skært vegna bilunar í búnaði Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Sjá meira
Lára Sigurðardóttir læknir og doktor í lýðheilsuvísindum segir að þó stutt sé síðan rafsígarettur hafi rutt sér til rúms sé sífellt að koma betur í ljós að notkun þeirra hafi langvinnar heilsufarslegar afleiðingar. „Mér finnst ágætt að horfa á hvaða áhrif rafsígarettur hafa með tvennum hætti. Annars vegar hvað inniheldur rafsígarettuvökvinn og svo er það níkótínið sem er vel rannsakað efni. Við horfum þá aðallega á þessi efni sem eru þekkt sem koma með rafsígarettunum sem annars vegar geta verið krabbameinsvaldandi og skaðað erfðaefni okkar og valdið stökkbreytingu og hinsvegar þungmálmar.“ Helstu langtímaáhrifin sem vísindamenn hafi áhyggjur af sé langvinnur lungnasjúkdómur og lungnakrabbamein. „Mikið af þessum efnum eru ólífræn eða eru ekki náttúruleg og geta sest að í lungunum og valdið þar bólgu sem getur þá leitt til langvinna sjúkdóma sem getur haft veruleg áhrif síðar meir.“ Þá segir Lára að þvert á það sem margir halda virki það ekki vel fyrir fólk að nota rafsígarettur til þess að hætta að reykja venjulegar sígarettur. Til þess að losna undan níkótínfíkn sé best að leita aðstoðar læknis eða hjúkrunarfræðings. „Það er alltaf einn og einn kannski sem nær að hætta að reykja venjulegar sígarettur með rafsígarettum en núna til lengri tíma litið eru mjög margir og meirihluti sem byrjar að reykja aftur samhliða og endar þá á að nota mun meira níkótín heldur en þeir gerðu jafnvel þegar þeir reyktu eingöngu. Rannsóknir sýna núna að þessi samlegðaráhrif, þá getur skaðinn fyrir lungu orðið mun meiri en ef þú eingöngu reyktir eða notaðir veip.“
Rafrettur Heilsa Heilbrigðismál Mest lesið Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Skiltið skein of skært vegna bilunar í búnaði Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Sjá meira