Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar 6. apríl 2025 21:31 Í gamla daga tóku allir píptest. Þegar skólaíþróttir hétu leikfimi og það mátti líka kenna sund í 10. bekk og menntaskóla. Breyttir tímar og það allt. Sjálfum fannst mér gaman að hlaupa og taka píptest, en ég geri mér fyllilega grein fyrir því að öðrum fannst það minna skemmtilegt. Einhverjir eru alltaf með hjartað í buxunum sama hvernig viðrar og aðrir við mismunandi aðstæður. Hornaföllin fara illa í suma. Stafsetning í aðra, og þar er ég meðtalinn. Ég held að væri samt ekki betur settur ef mér hefði verið gefinn afsláttur á að læra góða stafsetningu því ég var svo kvíðin fyrir stafsetningarprófum. Það hefur verið jafn vinsælt að tala niður píptest og skólasund síðustu ár. Umboðsmaður barna hefur líka látið sig málið varða. Þegar hann er ekki of upptekinn við að berjast fyrir réttindum barna til símanotkunar á skólatíma. Skiljanlega. Það er auðvelt að fella nokkrar pólitískar keilur og ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur. Þetta gefur píptestinu þó gífurlega mikið vægi. Að það skuli búa gjaldfrjálst í hugum ákveðinna einstaklinga veldur mér áhyggjum. Ástæða þess að ég læt mig þetta varða er sú að þó ekki hafi verið notað píptest á mínum vinnustað (við notum aðlagað cooperpróf) eins lengi og ég hef verið þar hafa nemendur sem aldrei hafa tekið píptest komið inn til mín skelfingu lostnir og spurt ,, er Píptest í dag”. Þá spyr ég, hvaðan kemur þetta, og er það eðlilegt. En þá vil ég einnig nefna að komið hafa til mín nemendur, fullir eldmóð og spurt hvenær getum við tekið píptest. Þessi ótti má kannski rekja til upplifunar foreldra nemanda, af kennslu sem hitti ekki í mark. Neikvæðustu viðhorfunum er kannski bara gefið mest undir fótinn í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Þennan ótta má skýra með prófum sem ekki var markvisst æft sig fyrir, tekið einu sinni á skólári og jafnvel eina mælingin sem gefið var einkunn fyrir. Sem er einstaklega óskilvirkt. Nemandinn sem tekur fullan þátt alla önnina, en á ekki möguleika á að bæta sig. Er þá furða að andstaðan við prófið sé eins og hún er? Stöðluð próf gera gang, og þau mega alveg vera krefjandi, en þau virka best þegar nemendur sjá ávinning í þeim, ekki bara sem einkunn í mentor. Og þá verður það vonandi eldmóðshvetjandi frekar en kvíðavaldandi Höfundur er SKÓLAíþróttakennari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Íþróttir barna Davíð Már Sigurðsson Grunnskólar Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Sjá meira
Í gamla daga tóku allir píptest. Þegar skólaíþróttir hétu leikfimi og það mátti líka kenna sund í 10. bekk og menntaskóla. Breyttir tímar og það allt. Sjálfum fannst mér gaman að hlaupa og taka píptest, en ég geri mér fyllilega grein fyrir því að öðrum fannst það minna skemmtilegt. Einhverjir eru alltaf með hjartað í buxunum sama hvernig viðrar og aðrir við mismunandi aðstæður. Hornaföllin fara illa í suma. Stafsetning í aðra, og þar er ég meðtalinn. Ég held að væri samt ekki betur settur ef mér hefði verið gefinn afsláttur á að læra góða stafsetningu því ég var svo kvíðin fyrir stafsetningarprófum. Það hefur verið jafn vinsælt að tala niður píptest og skólasund síðustu ár. Umboðsmaður barna hefur líka látið sig málið varða. Þegar hann er ekki of upptekinn við að berjast fyrir réttindum barna til símanotkunar á skólatíma. Skiljanlega. Það er auðvelt að fella nokkrar pólitískar keilur og ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur. Þetta gefur píptestinu þó gífurlega mikið vægi. Að það skuli búa gjaldfrjálst í hugum ákveðinna einstaklinga veldur mér áhyggjum. Ástæða þess að ég læt mig þetta varða er sú að þó ekki hafi verið notað píptest á mínum vinnustað (við notum aðlagað cooperpróf) eins lengi og ég hef verið þar hafa nemendur sem aldrei hafa tekið píptest komið inn til mín skelfingu lostnir og spurt ,, er Píptest í dag”. Þá spyr ég, hvaðan kemur þetta, og er það eðlilegt. En þá vil ég einnig nefna að komið hafa til mín nemendur, fullir eldmóð og spurt hvenær getum við tekið píptest. Þessi ótti má kannski rekja til upplifunar foreldra nemanda, af kennslu sem hitti ekki í mark. Neikvæðustu viðhorfunum er kannski bara gefið mest undir fótinn í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Þennan ótta má skýra með prófum sem ekki var markvisst æft sig fyrir, tekið einu sinni á skólári og jafnvel eina mælingin sem gefið var einkunn fyrir. Sem er einstaklega óskilvirkt. Nemandinn sem tekur fullan þátt alla önnina, en á ekki möguleika á að bæta sig. Er þá furða að andstaðan við prófið sé eins og hún er? Stöðluð próf gera gang, og þau mega alveg vera krefjandi, en þau virka best þegar nemendur sjá ávinning í þeim, ekki bara sem einkunn í mentor. Og þá verður það vonandi eldmóðshvetjandi frekar en kvíðavaldandi Höfundur er SKÓLAíþróttakennari
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar