Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Sólrún Dögg Jósefsdóttir og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 7. apríl 2025 18:05 Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra og Bergþór Ólason þingflokksformaður Miðflokksins ræddu fjármálaáætlunina í kvöldfréttum. Vísir/Anton Brink Þingmenn stjórnarandstöðunnar gengu út á Alþingi síðdegis þegar Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra fór í ræðustól til að ræða fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2026-2030. Þeir sögðust ekki treysta sér til þess að eiga umræður um áætlunina. Fyrri umræðu um fjármálaáætlunarinnar var frestað og málið tekið af dagskrá þingsins eftir fund þingflokksformanna með forseta Alþingis á fimmtudaginn. Þar voru miklar athugasemdir gerðar við fyrirkomulag fjármálaáætlunarinnar og skort á gögnum. Í upptöku á vef Alþingis má meðal annars sjá Sigurð Inga Jóhannsson þingmann Framsóknar og fyrrverandi fjármálaráðherra standa upp og yfirgefa þingsalinn meðan Inga gekk að ræðustólnum klukkan 16:54. Elín Margrét Böðvarsdóttir fréttamaður Stöðvar 2 ræddi uppákomuna við fjármálaráðherra og þingmann Miðflokksins í kvöldfréttum. Áhyggjur sagðar á rökum reistar „Það má segja að áhyggjur okkar á fimmtudaginn hafi verið á rökum reistar. Við tókum okkur helgina í að reyna að glöggva okkur á því hvort það væri hægt að eiga samtal við fagráðherra á grundvelli þess plaggs sem nú liggur fyrir,“ segir Bergþór Ólason þingflokksformaður Miðflokksins. Að því loknu, auk samtals við fjármálaráðherra við upphaf umræðunnar í dag, hafi blasað við að ekki væri hægt að ræða það frekar. „Það er einfaldlega það mikið af gögnum sem eru ekki birt með fjármálaáætluninni núna, sem voru birt á netinu í fyrra og í prentuðu eintaki árin þar á undan, sem eru grundvöllur þeirrar umræðu sem við eigum við fagráðherrana um þeirra málefnasvið. Og þegar búið er að kippa því úr sambandi, þá er um lítið að tala. Því miður.“ Ósammála um innihald áætlunarinnar Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir að í fjármálaáætlun sé ekki gert ráð fyrir að umræddar upplýsingar komi fram. Svo hafi heldur ekki verið í fyrra. „Í fjármálaáætlun er ekki gert ráð fyrir að þessar upplýsingar komi fram, og gerðu það ekki í fyrra. Þannig að það var raunverulega búið að gera þessa breytingu á framsetningu fjármálaáætlunarinnar. Hún er niður á málefnasviðin og er þá eins og hún var í fyrra. Þingskjalið er að mestu óbreytt. Hér eru auðvitað nýjar áherslur, áherslur um jafnvægi í rekstri ríkisins og aðhald, sem koma glögglega fram í þessu tvö hundruð síðna skjali.“ Bergþór skýtur þá inn í og segist þurfa að leiðrétta Daða „einu sinni enn“. „En í plagginu í fyrra stendur beinlínis: Töflu um markmið og mælikvarða má skoða á vefnum fjarlög.is, ásamt stefnumótun um málefnasvið og málefnaflokka þess í heild. Þetta stendur við hvert einasta málefnasvið í öllu plagginu. Þannig að allar þessar upplýsingar voru aðgengilegar í fyrra og eru það ekki núna.“ Daði segir þá ekki sammála um hvernig málinu vindur fram. „Eins og ég sagði, það er alveg skýrt hvað á að vera í þessari áætlun og allt sem á að vera í henni er í henni.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Miðflokkurinn Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Fleiri fréttir Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Sjá meira
Fyrri umræðu um fjármálaáætlunarinnar var frestað og málið tekið af dagskrá þingsins eftir fund þingflokksformanna með forseta Alþingis á fimmtudaginn. Þar voru miklar athugasemdir gerðar við fyrirkomulag fjármálaáætlunarinnar og skort á gögnum. Í upptöku á vef Alþingis má meðal annars sjá Sigurð Inga Jóhannsson þingmann Framsóknar og fyrrverandi fjármálaráðherra standa upp og yfirgefa þingsalinn meðan Inga gekk að ræðustólnum klukkan 16:54. Elín Margrét Böðvarsdóttir fréttamaður Stöðvar 2 ræddi uppákomuna við fjármálaráðherra og þingmann Miðflokksins í kvöldfréttum. Áhyggjur sagðar á rökum reistar „Það má segja að áhyggjur okkar á fimmtudaginn hafi verið á rökum reistar. Við tókum okkur helgina í að reyna að glöggva okkur á því hvort það væri hægt að eiga samtal við fagráðherra á grundvelli þess plaggs sem nú liggur fyrir,“ segir Bergþór Ólason þingflokksformaður Miðflokksins. Að því loknu, auk samtals við fjármálaráðherra við upphaf umræðunnar í dag, hafi blasað við að ekki væri hægt að ræða það frekar. „Það er einfaldlega það mikið af gögnum sem eru ekki birt með fjármálaáætluninni núna, sem voru birt á netinu í fyrra og í prentuðu eintaki árin þar á undan, sem eru grundvöllur þeirrar umræðu sem við eigum við fagráðherrana um þeirra málefnasvið. Og þegar búið er að kippa því úr sambandi, þá er um lítið að tala. Því miður.“ Ósammála um innihald áætlunarinnar Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir að í fjármálaáætlun sé ekki gert ráð fyrir að umræddar upplýsingar komi fram. Svo hafi heldur ekki verið í fyrra. „Í fjármálaáætlun er ekki gert ráð fyrir að þessar upplýsingar komi fram, og gerðu það ekki í fyrra. Þannig að það var raunverulega búið að gera þessa breytingu á framsetningu fjármálaáætlunarinnar. Hún er niður á málefnasviðin og er þá eins og hún var í fyrra. Þingskjalið er að mestu óbreytt. Hér eru auðvitað nýjar áherslur, áherslur um jafnvægi í rekstri ríkisins og aðhald, sem koma glögglega fram í þessu tvö hundruð síðna skjali.“ Bergþór skýtur þá inn í og segist þurfa að leiðrétta Daða „einu sinni enn“. „En í plagginu í fyrra stendur beinlínis: Töflu um markmið og mælikvarða má skoða á vefnum fjarlög.is, ásamt stefnumótun um málefnasvið og málefnaflokka þess í heild. Þetta stendur við hvert einasta málefnasvið í öllu plagginu. Þannig að allar þessar upplýsingar voru aðgengilegar í fyrra og eru það ekki núna.“ Daði segir þá ekki sammála um hvernig málinu vindur fram. „Eins og ég sagði, það er alveg skýrt hvað á að vera í þessari áætlun og allt sem á að vera í henni er í henni.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Miðflokkurinn Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Fleiri fréttir Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent