Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Lovísa Arnardóttir skrifar 8. apríl 2025 07:52 Um helmingur íbúa höfuðborgarsvæðisins eru hlynnt inngöngu í Evrópusambandið. Vísir/Anton Brink Ríflega 44 prósent eru hlynnt því að Ísland gangi í Evrópusambandið en hátt í 36 prósent andvíg. Það kemur fram í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Þar kemur einnig fram að það sé svipað hlutfall og fyrir þremur árum þegar stuðningur hafði verið að aukast við inngöngu. Alls eru 36 andvíg inngöngu og tuttugu prósent hvorki hlynnt né andvíg. Í samantekt Gallup kemur fram að fyrir fimmtán árum hafi 26 prósent verið hlynnt aðild Íslands að Evrópusambandinu, 37 prósent fyrir ellefu árum og 47 prósent fyrir þremur árum. Stuðningur er svipaður og fyrir þremur árum en þó á sama tíma fleiri alfarið andvígir en fyrir þremur árum. Gallup Íbúar höfuðborgarsvæðisins eru frekar hlynntir inngöngu en íbúar landsbyggðarinnar og fólk með háskólamenntun er sömuleiðis frekar hlynnt inngöngu en fólk með minni menntun. Ef litið er til þess hvaða flokk fólk kaus í síðustu alþingiskosningum eru þau sem kusu Viðreisn helst hlynnt inngöngu og þau sem kusu Samfylkinguna. Greining úr Þjóðarpúlsi Gallup eftir bakgrunnsbreytum. Gallup Þau sem kusu Framsóknarflokkinn eru helst andvíg, eða 81 prósent, en kjósendur Miðflokksins og Sjálfstæðisflokksins eru sömuleiðis nokkuð andvígir. 74 prósent kjósenda Miðflokksins eru andvíg og 66 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins. Mikill meirihluti hlynntur veru Íslands í NATO Í sömu könnun var einnig spurt um veru Íslands í NATO. Samkvæmt könnuninni eru 71 prósent landsmanna hlynnt veru Ísland í NATO en um tólf prósent andvíg. Þetta er svipað hlutfall og hefur áður mælst. Fólk yfir fimmtugu og undir þrítugu er almennt hlynntara veru Íslands í NATO en fólk milli þrítugs og fimmtugs, sem er aftur líklegra en yngra og eldra fólk til að segjast hvorki hlynnt né andvígt. Þau sem kysu Vinstri græn ef kosið yrði til Alþingis í dag eru síst hlynnt veru Íslands í NATO en þar á eftir koma þau sem kysu Pírata og Sósíalistaflokk Íslands. Fleiri sem kjósa þessa flokka eru þó hlynnt veru Íslands í NATO en þau sem kjósa þessa flokka og eru andvíg. Þau sem kysu stjórnarflokkana eða Framsóknarflokkinn eru helst hlynnt veru Íslands í NATO. Evrópusambandið NATO Skoðanakannanir Utanríkismál Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Sjá meira
Alls eru 36 andvíg inngöngu og tuttugu prósent hvorki hlynnt né andvíg. Í samantekt Gallup kemur fram að fyrir fimmtán árum hafi 26 prósent verið hlynnt aðild Íslands að Evrópusambandinu, 37 prósent fyrir ellefu árum og 47 prósent fyrir þremur árum. Stuðningur er svipaður og fyrir þremur árum en þó á sama tíma fleiri alfarið andvígir en fyrir þremur árum. Gallup Íbúar höfuðborgarsvæðisins eru frekar hlynntir inngöngu en íbúar landsbyggðarinnar og fólk með háskólamenntun er sömuleiðis frekar hlynnt inngöngu en fólk með minni menntun. Ef litið er til þess hvaða flokk fólk kaus í síðustu alþingiskosningum eru þau sem kusu Viðreisn helst hlynnt inngöngu og þau sem kusu Samfylkinguna. Greining úr Þjóðarpúlsi Gallup eftir bakgrunnsbreytum. Gallup Þau sem kusu Framsóknarflokkinn eru helst andvíg, eða 81 prósent, en kjósendur Miðflokksins og Sjálfstæðisflokksins eru sömuleiðis nokkuð andvígir. 74 prósent kjósenda Miðflokksins eru andvíg og 66 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins. Mikill meirihluti hlynntur veru Íslands í NATO Í sömu könnun var einnig spurt um veru Íslands í NATO. Samkvæmt könnuninni eru 71 prósent landsmanna hlynnt veru Ísland í NATO en um tólf prósent andvíg. Þetta er svipað hlutfall og hefur áður mælst. Fólk yfir fimmtugu og undir þrítugu er almennt hlynntara veru Íslands í NATO en fólk milli þrítugs og fimmtugs, sem er aftur líklegra en yngra og eldra fólk til að segjast hvorki hlynnt né andvígt. Þau sem kysu Vinstri græn ef kosið yrði til Alþingis í dag eru síst hlynnt veru Íslands í NATO en þar á eftir koma þau sem kysu Pírata og Sósíalistaflokk Íslands. Fleiri sem kjósa þessa flokka eru þó hlynnt veru Íslands í NATO en þau sem kjósa þessa flokka og eru andvíg. Þau sem kysu stjórnarflokkana eða Framsóknarflokkinn eru helst hlynnt veru Íslands í NATO.
Evrópusambandið NATO Skoðanakannanir Utanríkismál Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Sjá meira