Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Magnús Jochum Pálsson skrifar 9. apríl 2025 08:30 Val Kilmer átti nokkrar ódauðlegar frammistöður á hvíta tjaldinu en hann lék líka í slatta af drasli. Getty Val Kilmer var heittrúaður method-leikari sem sökkti sér ofan í hlutverk sín en fékk líka orð á sig fyrir að vera dyntótt dramdrottning og erfiður í samskiptum. Í tilefni andláts Vals Kilmer hefur Vísir tekið saman tíu bestu og tíu verstu myndir leikarans. Val Kilmer lést fyrir viku síðan, 65 ára að aldri, úr lungnabólgu en hafði verið heilsuveill í mörg ár eftir erfiða baráttu við hálskrabbamein. Kilmer var ein stærsta stjarna Hollywood um árabil og hefði sennilega getað náð mun lengra. Kilmer skaust upp á stjörnuhimininn eftir röð góðra mynda í upphafi ferilsins. Stjarna Kilmer skein skært frá miðjum níunda áratugnum og út þann tíunda en féll síðan nánast jafnhratt og hún reis. Lélegt myndaval og röð floppa spilaði þar inn í en aðalástæðan var að Kilmer fengið á sig orð fyrir að vera gríðarerfiður í samskiptum. Hér verður stiklað á ferli leikarans með því að fara yfir tíu bestu myndir leikarans og í kjölfarið sjö stórar skítabombur. Þannig má sjá hvernig ferill hans þróaðist og hvenær tók að halla undan fæti. Bestu myndirnar Kilmer var Juilliard-menntaður og af method-skólanum þannig hann trúði því að hann gæti umbreytt sér í karakterana sem hann lék og slæddust persónurnar jafnvel út fyrir tökur. Þegar þetta virkaði gat hann verið algjörlega rafmagnaður. „Ef það eru til verðlaun fyrir að vera vanmetnasti aðalleikari kynslóðar sinnar, ætti Kilmer að fá þau,“ sagði kvikmyndagagnrýnandinn Roger Ebert um Kilmer. Top Secret! – Hjartaknúsarinn Nick Rivers Eftir að hafa útskrifast úr leiklistardeild Juiliard fékk Kilmer sitt fyrsta hlutverk í grínmyndinni Top Secret! (1984) eftir ZAZ-tríóið, Jim Abrahams og bræðurna David og Jerry Zucker, sem voru þá nýbúnir að gera hina gríðarvinsælu Airplane. Nick Rivers er mikill mjaðmahnykkjari og algjör hjartaknúsari. Kilmer leikur Nick Rivers, hjartaknúsarapoppara sem syngur sörfpopp og rokkmúsík, sem á að spila á menningarhátíð í Austur-Þýskalandi en flækist inn í samsæri austur-þýska hersins. Myndin er paródía á Elvis Presley-söngleikjamyndir og kaldastríðs-njósnamyndir. Myndin er ekki eins þéttpökkuð af bröndurum eins og Airplane en samt sem áður ógeðslega fyndin. Kilmer birtist nánast fullmótaður á skjánum og fær að gera ýmislegt: grína, dilla sér og þenja raddböndin. Leikstjórarnir sáu Kilmer í leikritinu Slab Boys með Sean Penn og Kevin Bacon og buðu honum í prufu. Hann mætti klæddur eins og Elvis og var ráðinn. „Ég vil ímynda mér að þetta hafi verið hlutverkið sem Elvis fékk aldrei en hefði átt að fá,“ sagði Abrahams af því tilefni. Real Genius – Snillingurinn Chris Knight Næst fékk Kilmer hlutverk sæfæ-grínmyndinni Real Genius (1985) sem fjallar um tvo háskólanema sem eru fengnir til að vinna að þróun leisers en komast svo að því að það á að nota hann til illverka. Myndinni var leikstýrt af Mörthu Coolidge sem hóf feril sinn sem heimildamyndarleikstjóri en gerði svo garðinn frægan með unglingamyndum. Myndin fékk fína dóma og var temmilega vinsæl í bíó. Þarna fór fyrst að móta almennilega fyrir töffaranum Kilmer sem átti eftir að springa út ári síðar. Top Gun/Top Gun: Maverick – Tom „Iceman“ Kazansky Herþotuhasarmyndin Top Gun (1986) reyndist ansi áhrifamikil, ekki nóg með að verða vinsælasta mynd ársins 1986 (og þá ein tekjuhæsta mynd allra tíma) heldur gerði hún bæði Tom Cruise og Val Kilmer að súperstjörnum. Iceman og Maverick takast á í klefanum. Getty Cruise var þegar orðinn smá nafn eftir að hafa leikið í Risky Business (1983), Legend (1985) og þó nokkrum öðrum myndum en Top Gun var bara þriðja mynd Kilmer. Sjálfur sagðist Kilmer ekki hafa viljað leika í myndinni í fyrstu, honum fannst handritið kjánalegt og þoldi ekki stríðsæsingar í myndum. En af því hann var samningsbundinn hjá stúdíóinu var hann nauðbeygður til að leika í henni. Og átti ekki eftir að sjá eftir því. That's him... Iceman. It's the way he flies. Ice cold, no mistakes Kilmer leikur kokhrausta en yfirvegaða þotuflugmanninn Iceman sem er með aflitaða brodda og er helsti keppinautur söguhetjunnar Mavericks. Einn sterkasti hluti myndarinnar er kemistrían milli andstæðinganna tveggja og sagðist Kilmer hafa reynt að viðhalda fjandskap milli leikaranna jafnvel þegar þeir voru ekki í tökum. Þegar kom að gerð framhaldsmyndarinnar Top Gun: Maverick (2022) var Kilmer orðinn rúmliggjandi og heilsuveill eftir baráttu við hálskrabbamein. Cruise barðist fyrir því að Kilmer kæmi aftur og sagðist ekki myndu gera framhaldsmyndina nema ef Kilmer yrði með. Sjá einnig: Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Iceman bregður fyrir í einni áhrifamikilli senu og var hún sú fyrsta sem var tekin upp fyrir myndina vegna bágrar heilsu Kilmer. The Navy needs Maverick. The kid needs Maverick. That’s why I fought for you. That’s why you’re still here. Í senunni leitar Maverick ráða hjá krabbameinsveikum Iceman sem stappar stálinu í gamla keppinaut sinn. Senan er ekki síst áhrifamikill vegna hásrar hvíslandi raddar Kilmer sem var þarna alveg farin. Reyndist Maverick verða síðasta kvikmyndin sem Kilmer lék í, lokamynd við hæfi. Willow – Málaliðinn Madmartigan Ævintýrafantasían Willow (1988) fjallar um ungan galdramann, sem er leikinn af Warwick Davis, sem þarf að takast á hendur ferðalag til að bjarga útvöldu barni frá illri drottningu. Á leiðinni hittir hann fyrir montna málaliðariddarann Madmartingan, sem Kilmer leikur og slæst í hópinn. George Lucas fékk hugmyndina að myndinni 1972, tók sinn tíma í að þróa hana og fékk á endanum Ron Howard til að leikstýra henni. Myndin var nokkuð vinsæl meðal áhorfenda (þó ekki eins vinsæl og vonir stóðu til) en fékk bara sæmilega dóma. Síðan þá hefur hún fest sig í sessi sem sígild fantasíumynd. Madmartigan verður ástfanginn af dóttur illu nornarinnar, stríðskonunni Sorsha sem Joann Whalley leikur. Í raunheimum gerðist það sama hjá Kilmer og Whalley sem giftu sig seinna þetta ár og voru gift í átta ár. The Doors – Jim Morrison Eftir Willow léku hjónin Whalley og Kilmer aftur saman í neo-noir-myndinni Kill Me Again (1990). Kilmer þráði hins vegar bitastæða rullu og fékk hana þegar Oliver Stone réði hann til að leika Jim Morrison, frontmann rokkhljómsveitarinnar The Doors, í The Doors (1991), ævisögumynd um söngvarann. Jim Morrison vinstra megin og Val Kilmer sem Jim Morrison hægra megin.GEtty Kilmer æfði sig í marga mánuði til að geta fangað barítón-tenór-söngrödd Morrison og tók upp fjölda laga sem hann sendi á leikstjórann og eftirlifandi meðlimi hljómsveitarinnar. Líkindin þóttu ískyggileg og Kilmer tókst líka að fanga líkamsbeitingu og presens söngvarans sáluga. „Ég vann af mér rassgatið,“ sagði Kilmer um hlutverkið mörgum árum seinna. „Ég gat ekki ekki leikið Jim.“ Tombstone – Doc Holliday Vestrinn Tombstone (1993) byggir á raunverulegum atburðum sem áttu sér stað á níunda áratug 19. aldar Arizona og fjallar um átök löggæslumanna við útlaga. Löggæslumaðurinn Wyatt Earp (Kurt Russell) er sestur í helgan stein þegar fregnir berast af ódæðisverkum útlaga í bænum Tombstone. Earp hóar í bræður sína, Virgil (Sam Elliot) og Morgan (Bill Paxton), og þeir fara til Tombstone þar sem þeir hitta Doc Holliday (Kilmer), berklasjúkan tannlækni og gamlan vin Wyatts. Fjórmenningarnir: Holliday, Earp, Earp og Earp. Við tekur uppgjör fjórmenninganna við útlagana með tilheyrandi byssubardögum og blóðsúthellingum. Tombstone var nokkuð vinsæl á sínum tíma en fékk slæmar viðtökur hjá gagnrýnendum. Síðustu áratugi hefur hún fest sig í sessi sem költklassík. Höfuðatriði myndarinnar og tilfinningalegur kjarni hennar er frammistaða Kilmer sem hinn drykkfelldi, berklasjúki og vinafái Holliday. I'm Your Huckleberry Segja má að frammistaða Kilmer sé hápunkturinn á ferli leikarans, hans besta frammistaða og voru margir hneykslaðir þegar var ekki tilnefndur til Óskarsverðlauna. Holliday fer með fjölmargar frægar línur í myndinni en þeirra frægust er „I'm Your Huckleberry“ sem Kilmer notaði síðar sem titilinn á ævisögu sinni sem kom út 2020. True Romance – Mentorinn Elvis Presley Kilmer og Tony Scott sameinuðu krafta sína aftur í rómantísku glæpamyndinni True Romance (1993) sem fjallar um bíóstarfsmanninn Clarence og kynlífsverkakonuna Alabama sem verða ástfangin, gifta sig og stela kókaíni af melludólgi Alabama. Þau flýja síðan til Hollywood með eigendur dópsins á hælunum. Val Kilmer bregður aðeins stuttlega fyrir í myndinni sem Elvis Presley en innkoman er ansi eftirminnileg. Killing's the hard part. Gettin' away with it, that's easy. You think a cop gives a fuck about a pimp? Listen. Every pimp in the world gets shot. Þegar Clarence, sem er fanatískur Elvis-aðdáandi, lendir í ógöngum birtist honum draumsýn af Elvis Presley sem hughreystir kappann. Söngvarinn með silkimjúku röddina ráðleggur Clarence hvað sé best að gera og Heat – Bófinn Chris Shiherlis Michael Mann tekur bankaránsformúluna og kryddar vel upp á hana í Heat (1995) með því að gera bankaránið að kveikju epísks eltingaleiks milli lögreglumannsins Vincent Hanna (Al Pacino) og atvinnubófans Neal McCauley (Robert DeNiro) Þegar Mann var að ráða í hlutverk bankaræningjans Chris Shiherlis, hægra handar McCauley, bauðst Keanu Reeves það fyrst en hann hafnaði því til að leika Hamlet í Manitoba. Hlutverkið féll í hendur Kilmer sem gat ekki hafnað og dró sig út úr þriggja mynda díl við Warner Bros um að leika Leðurblökumanninn. Kilmer er frábær sem hinn tryggi, fagmannlegi og rómantíski Shiherlis og er algjör synd að hann geti ekki fengið að leika í framhaldinu Heat 2 sem stendur til að gera. For me, the sun rises and sets with her, man Kilmer lagði mikið kapp á að æfa sig á byssu fyrir myndina og varð hann svo snöggur að hlaða og skjóta úr AR-15-riffli í myndinni að myndefni af því hefur verið notað fyrir skotþjálfun bandarískra hermanna. Fyrir nokkrum árum greindi Kilmer frá því að aðalástæðan fyrir því að hann lék í myndinni var tækifærið til að leika á móti Pacino og DeNiro. „Ímyndið ykkur að geta sagt Al og Bob restina af ævi ykkar. Það eru ekki margir sem geta sagt það,“ sagði Kilmer um upplifun sína af gerð Heat. Prince of Egypt – Móses Eftir að Jeffrey Katzenberg, forstjóri Disney frá 1984 til 1994, yfirgaf stórfyrirtækið ákvað hann að stofna DreamWorks og keppast við sína gömlu félaga. Þangað tók hann hugmynd sem hann hafði lengi reynt að koma í loftið hjá Disney: að gera teiknimynda-aðlögun af Boðorðunum tíu frá 1956. Úr varð söngleikjamyndin The Prince of Egypt (1998) sem byggir á Mósebók og rekur sögu Mósess frá því hann er barn og þar til hann leiðir gyðingana út úr Egyptalandi. Söngleikjaskáldið Stephen Schwartz samdi lögin í myndinni og Hans Zimmer gerði tónlistina. Val Kilmer fór með hlutverk hins útvalda Móses í myndinni og lék þar á móti Ralph Fiennes í hlutverki Faraósins Ramses. Leikhópur myndarinnar var þess utan stjörnum hlaðinn, þar má nefna Michelle Pfeiffer, Söndru Bullock, Jeff Goldblum, Danny Glover, Patrick Stewart, Helen Mirren, Steve Martin og Martin Short. Kilmer átti eftir að leika Móses aftur árið 2004 þegar hann lék á sviði í söngleiknum The Ten Commandments: The Musical í Los Angeles. Kiss Kiss Bang Bang – „Gay“ Perry van Shrike Upp úr aldamótum er ekki um sérlega auðugan garð að gresja hjá Kilmer þó hann hafi leikið í einum fimmtíu kvikmyndum síðustu 25 ár. Þó eru þar ýmsar góðar, til dæmis glæpamyndin The Salton Sea (2002), pólitíski spennutiryllirinn Spartan (2004) og sæfæ-hasarmyndin Deja Vu (2006). Ein sú allra besta er neo-noir-grínmyndin Kiss Kiss Bang Bang. Myndin var leikstjórnarfrumraun Shane Black sem skrifaði einnig handritið sem byggði á sglæpasögunni Bodies Are Where You Find Them (1941) eftir Brett Halliday. Kilmer leikur í myndinni einkaspæjarann „Gay“ Perry van Shrike sem er að þjálfa leikarann Harold „Harry“ Lockhart í að verða spæjari. Leikararnir tveir eru með gríðarlega kemistríu sín á milli sem lyftir fyndnu handritinu enn hærra. Verstu Myndirnar Eftir gríðarsterka byrjun fóru lélegar myndir að detta inn hjá leikaranum á seinni hluta tíunda áratugarins. Upp úr aldamótum lék Kilmer í ansi mörgum slöppum myndum, sérstaklega allra seinustu árin. Þar á meðal voru margar ódýrar myndir sem fóru ekki einu sinni í bíó, svokallaðar direct-to-video-myndir. Alls gerði hann 19 slíkar, þar á meðal tvær með 50 Cent, en þær verða ekki taldar með hér. Bæði af því það er erfiðara að nálgast en líka af því þær eru ómerkilegt drasl. Hér eru fimm lélegar myndir, skítsæmilegar myndir sem voru gríðarmikil flopp og svo algjört drasl Batman Forever – Bruce Wayne/Leðurblökumaðurinn Þrátt fyrir velgengni Batman (1989) og Batman Returns (1992) ákváðu Warner Bros að losa sig við Tim Burton og fá inn Joel Schumacher fyrir þriðju myndina, Batman Forever (1995). Schumacher fór með Leðurblökumanninn úr gotneskum myrkrarheimi Burton í kitsch-teiknimyndaátt. Kilmer sem Leðurblökumaðurinn og Chris O'Donnell sem Rauðbrystingurinn (e. Robin) í Batman Forever. Michael Keaton ætlaði að halda áfram sem Bruce Wayne en hætti við þegar hann sá hvert handritið stefndi. Ethan Hawke hafnaði hlutverkinu svo Schumacher lagði til Kilmer eftir að hafa séð hann í Tombstone,. Kilmer var nýbúinn að skoða leðurblökuhelli sem ferðamaður í Afríku og taldi það vera tákn. Hann ákvað því að skrifa undir og án þess að vita hver leikstjórinn væri eða lesa handritið. Í ævisögu sinni talaði Kilmer um að hafa ætlað að nota Batman-peninginn til að „stofna listamannasamfélag, skrifa ljóð og leikrit og verða villti höfundurinn sem ég sá sem örlög mín.“ Framleiðsla myndarinnar var hins vegar þjökuð af ýmiss konar vandræðum. Tommy Lee-Jones, sem lék Two-Face, þoldi ekki Jim Carrey, sem lék The Riddler og Kilmer var til ýmiss konar vandræða. Schumacher lýsti Kilmer seinna sem „barnalegum og ómögulegum“ og að Kilmer hafi ekki talað við sig í tvær vikur eftir að Schumacher kallaði hann dónalegan. Carrey sem Gátumaðurinn (e. Riddler) og Lee-Jones sem Tvífési (e. Two-Face). Kilmer sagði að það leiðinlegasta við myndina hefði verið búningurin sem gerði honum ómögulegt að hreyfa sig. Batman Forever var algjör hittari meðal áhorfenda en fékk hryllilega dóma hjá gagnrýnendum. Kilmer var ýmist gagnrýndur fyrir að vera síðri en Keaton eða honum hrósað fyrir lágstemmda frammistöðu sína. Myndin er alls ekki ömurleg en hún er ekki sérlega góð; sagan er ómerkileg, útlitið skræpótt og ljótt og tóninn barnalegur. The Island of Dr. Moreau – Dr. Montgomery Eftir Batman og Heat bauðst Kilmer með stuttum fyrirvara hlutverk í The Island of Dr. Moreau (1996) eftir að Bruce Willis hafði sagt sig frá myndinni vegna skilnaðar við Demi Moore. Dr. Moreau ásamt einni af stökkbreyttu dýramanneskjunum. Vandræðin við Batman Forever blikna í samanburði við martraðarframleiðslu The Island of Dr. Moreau. Fyrir það fyrsta var veðrið á tökustað hræðilegt, tökum seinkaði og kostnaður jókst. Eftir hálfa viku var leikstjórinn Richard Stanley rekinn og tók John Frankenheimer við taumunum. Doktor Moreau var leikinn af Marlon Brando sem á þessum tímapunkti var algjörlega óáreiðanlegur, lét sig hverfa dögum saman og neitaði að læra línurnar sínar þegar hann loks birtist. Lausnin var að setja heyrnartól í eyrað á honum og lesa fyrir han línurnar. Dýralækirinn Dr. Montgomery er hægri hönd Dr. Moreau. Kilmer var ekki síður erfiður, mætti líka seint og illa, lenti upp á kant við báða leikstjórana og var dónalegur við tökuliðið. Eftir að honum voru birtir skilnaðarpappírar á tökustað varð Kilmer sérstakslega reiður og aggressívur við alla. Kilmer og Brando fóru síðan að hatast við hvorn annan og neituðu ítrekað að koma út úr hjólhýsum til að skjóta senur. Kilmer og Frankenheimer rifust og sagði leikstjórinn síðar: „Mér er illa við Val Kilmer, mér er illa við vinnusiðferði hans og ég vil aldrei aftur tengjast honum nokkurn tímann.„“ Are you a doctor? Well, I’m more like a vet. „Jafnvel þó ég væri að leikstýra mynd sem héti Ævi Vals Kilmer myndi ég hafa þann fávita í henni,“ sagði Frankenheimer öðru sinni um Kilmer. Kilmer lýsti því seinna í ævisögu sinni hvað honum fannst stúdíóið klína óvinsældum myndarinnar á sig þrátt fyrir að hann dæi í henni miðri. Myndinni hafi verið alveg jafn glötuð eftir að hann dó og fyrir það. Red Planet – Verkfræðingurinn Robby Gallagher Næstu árin eftir Eyju Dr. Moreau lék Kilmer í ýmsum myndum, þar á meðal The Saint (1997) sem átti að verða að eins konar Mission Impossible/James Bond-seríu. Næsti stóri skellur kom um aldamótin þegar Kilmer lék ásamt Carrie Ann-Moss og Tom Sizemore í Red Planet (2000). Rauða plánetan gerist fjallar um könnunarleiðangur geimfar á Mars í framtíðinni. Myndin hlaut hræðilegar viðtökur hjá bæði áhorfendum og gagnrýnendum. Kilmer var áfram sama dramadrottningin og varð styggur þegar hann komst að því að stúdíóið hafði borgað fyrir flutning á æfingagræju Sizemore. Hann hafi þá sagt: „Ég er að hala tíu milljónum inn á þessu, þú bara tveimur.“ Sizemore hafi þá grýtt 23 kílóa lóði í Kilmer. Þeir hættu fljótlega að talast við og þurfti að nota staðgengla þeirra í senum með þeim báðum. Alexander - Filippos II frá Makedóníu Fyrsta myndin sem Kilmer og Oliver Stone gerðu saman fékk góðar viðtökur en sömu sögu var ekki að segja um aðra myndina sem þeir gerðu saman, Alexander (2004), sem fjallaði um ævi Alexanders mikla. Rándýr söguleg epík sem fékk hryllilegar viðtökur hjá gagnrýnendum og var fjárhagslegt flopp vegna þess hve dýr hún var. Fyrir utan útgáfuna sem var sýnd í bíó voru gefnar út framlengd útgáfa, lokaútgáfa og endanleg útgáfa. Þær seldust gríðarvel á dvd sem bætti að nokkru leyti upp upprunalega tapið. Hamingjusama fjölskyldan frá Makedóníu. Kilmer leikur Filippos II frá Makedóníu, harðráðan föður Alexanders. Fyrir leik sinn í myndinni var Kilmer tilnefndur til Razzie-verðlauna rétt eins og samleikarar hans, Angelina Jolie og Colin Farrell. Delgo/Planes - Bogardus/Bravo Tvær ömurlegar teiknimyndir sem verða flokkaðar hér saman. Fantasíumyndin Delgo (2008) átti um tíma þann vafasama heiður að vera sú mynd sem fékk fæsta gesti á opnunarhelginni sinni, að meðaltali tvo á sýningu. Myndin kostaði 40 milljónir dala og náði ekki einu sinni að klukka milljón í tekjur. Flugmyndin Planes (2013) var mun vinsælli enda spin-off af hinni geysinvinsælu seríu Cars. En myndina skorti gæðin í Pixar-bílamyndunum og hefði sennilega betur sómað sér sem dvd-mynd frekar en bíómynd. Tvær glataðar teiknimyndir sem Kilmer lék í á seinni hluta ferilsins. Snowman - Gert Rafto Ein af síðustu myndum Kilmer en þegar hann lék í Snowman (2017) var hann nýbúinn að jafna sig eftir nokkurra ára krabbameinsbaráttu. Kilmer átti ansi erfitt með að tala á þessum tímapunkti og sést það skýrt í myndina vegna þess hve mikið af línunum hans er búið að döbba. Sálfræðitryllir sem byggir á metsölubók Jo Nesbö og fjallar um raðmorðingja sem kennir sig fyrir snjókarla. Eitthvað klikkaði í aðlöguninni, hvort sem það var leikstjórnin, handritið eða leikurinn, því myndin fékk alveg hryllilega dóma. Sem betur fer lék Kilmer í nokkrum myndum eftir þessa, þar á meðal Top Gun: Maverick. Það hefði verið leiðinlegt ef þessi skítabomba hefði verið hans síðasta verk. Hollywood Bandaríkin Bíó og sjónvarp Mest lesið „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Lífið Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Lífið Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn Lífið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Fleiri fréttir Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Val Kilmer lést fyrir viku síðan, 65 ára að aldri, úr lungnabólgu en hafði verið heilsuveill í mörg ár eftir erfiða baráttu við hálskrabbamein. Kilmer var ein stærsta stjarna Hollywood um árabil og hefði sennilega getað náð mun lengra. Kilmer skaust upp á stjörnuhimininn eftir röð góðra mynda í upphafi ferilsins. Stjarna Kilmer skein skært frá miðjum níunda áratugnum og út þann tíunda en féll síðan nánast jafnhratt og hún reis. Lélegt myndaval og röð floppa spilaði þar inn í en aðalástæðan var að Kilmer fengið á sig orð fyrir að vera gríðarerfiður í samskiptum. Hér verður stiklað á ferli leikarans með því að fara yfir tíu bestu myndir leikarans og í kjölfarið sjö stórar skítabombur. Þannig má sjá hvernig ferill hans þróaðist og hvenær tók að halla undan fæti. Bestu myndirnar Kilmer var Juilliard-menntaður og af method-skólanum þannig hann trúði því að hann gæti umbreytt sér í karakterana sem hann lék og slæddust persónurnar jafnvel út fyrir tökur. Þegar þetta virkaði gat hann verið algjörlega rafmagnaður. „Ef það eru til verðlaun fyrir að vera vanmetnasti aðalleikari kynslóðar sinnar, ætti Kilmer að fá þau,“ sagði kvikmyndagagnrýnandinn Roger Ebert um Kilmer. Top Secret! – Hjartaknúsarinn Nick Rivers Eftir að hafa útskrifast úr leiklistardeild Juiliard fékk Kilmer sitt fyrsta hlutverk í grínmyndinni Top Secret! (1984) eftir ZAZ-tríóið, Jim Abrahams og bræðurna David og Jerry Zucker, sem voru þá nýbúnir að gera hina gríðarvinsælu Airplane. Nick Rivers er mikill mjaðmahnykkjari og algjör hjartaknúsari. Kilmer leikur Nick Rivers, hjartaknúsarapoppara sem syngur sörfpopp og rokkmúsík, sem á að spila á menningarhátíð í Austur-Þýskalandi en flækist inn í samsæri austur-þýska hersins. Myndin er paródía á Elvis Presley-söngleikjamyndir og kaldastríðs-njósnamyndir. Myndin er ekki eins þéttpökkuð af bröndurum eins og Airplane en samt sem áður ógeðslega fyndin. Kilmer birtist nánast fullmótaður á skjánum og fær að gera ýmislegt: grína, dilla sér og þenja raddböndin. Leikstjórarnir sáu Kilmer í leikritinu Slab Boys með Sean Penn og Kevin Bacon og buðu honum í prufu. Hann mætti klæddur eins og Elvis og var ráðinn. „Ég vil ímynda mér að þetta hafi verið hlutverkið sem Elvis fékk aldrei en hefði átt að fá,“ sagði Abrahams af því tilefni. Real Genius – Snillingurinn Chris Knight Næst fékk Kilmer hlutverk sæfæ-grínmyndinni Real Genius (1985) sem fjallar um tvo háskólanema sem eru fengnir til að vinna að þróun leisers en komast svo að því að það á að nota hann til illverka. Myndinni var leikstýrt af Mörthu Coolidge sem hóf feril sinn sem heimildamyndarleikstjóri en gerði svo garðinn frægan með unglingamyndum. Myndin fékk fína dóma og var temmilega vinsæl í bíó. Þarna fór fyrst að móta almennilega fyrir töffaranum Kilmer sem átti eftir að springa út ári síðar. Top Gun/Top Gun: Maverick – Tom „Iceman“ Kazansky Herþotuhasarmyndin Top Gun (1986) reyndist ansi áhrifamikil, ekki nóg með að verða vinsælasta mynd ársins 1986 (og þá ein tekjuhæsta mynd allra tíma) heldur gerði hún bæði Tom Cruise og Val Kilmer að súperstjörnum. Iceman og Maverick takast á í klefanum. Getty Cruise var þegar orðinn smá nafn eftir að hafa leikið í Risky Business (1983), Legend (1985) og þó nokkrum öðrum myndum en Top Gun var bara þriðja mynd Kilmer. Sjálfur sagðist Kilmer ekki hafa viljað leika í myndinni í fyrstu, honum fannst handritið kjánalegt og þoldi ekki stríðsæsingar í myndum. En af því hann var samningsbundinn hjá stúdíóinu var hann nauðbeygður til að leika í henni. Og átti ekki eftir að sjá eftir því. That's him... Iceman. It's the way he flies. Ice cold, no mistakes Kilmer leikur kokhrausta en yfirvegaða þotuflugmanninn Iceman sem er með aflitaða brodda og er helsti keppinautur söguhetjunnar Mavericks. Einn sterkasti hluti myndarinnar er kemistrían milli andstæðinganna tveggja og sagðist Kilmer hafa reynt að viðhalda fjandskap milli leikaranna jafnvel þegar þeir voru ekki í tökum. Þegar kom að gerð framhaldsmyndarinnar Top Gun: Maverick (2022) var Kilmer orðinn rúmliggjandi og heilsuveill eftir baráttu við hálskrabbamein. Cruise barðist fyrir því að Kilmer kæmi aftur og sagðist ekki myndu gera framhaldsmyndina nema ef Kilmer yrði með. Sjá einnig: Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Iceman bregður fyrir í einni áhrifamikilli senu og var hún sú fyrsta sem var tekin upp fyrir myndina vegna bágrar heilsu Kilmer. The Navy needs Maverick. The kid needs Maverick. That’s why I fought for you. That’s why you’re still here. Í senunni leitar Maverick ráða hjá krabbameinsveikum Iceman sem stappar stálinu í gamla keppinaut sinn. Senan er ekki síst áhrifamikill vegna hásrar hvíslandi raddar Kilmer sem var þarna alveg farin. Reyndist Maverick verða síðasta kvikmyndin sem Kilmer lék í, lokamynd við hæfi. Willow – Málaliðinn Madmartigan Ævintýrafantasían Willow (1988) fjallar um ungan galdramann, sem er leikinn af Warwick Davis, sem þarf að takast á hendur ferðalag til að bjarga útvöldu barni frá illri drottningu. Á leiðinni hittir hann fyrir montna málaliðariddarann Madmartingan, sem Kilmer leikur og slæst í hópinn. George Lucas fékk hugmyndina að myndinni 1972, tók sinn tíma í að þróa hana og fékk á endanum Ron Howard til að leikstýra henni. Myndin var nokkuð vinsæl meðal áhorfenda (þó ekki eins vinsæl og vonir stóðu til) en fékk bara sæmilega dóma. Síðan þá hefur hún fest sig í sessi sem sígild fantasíumynd. Madmartigan verður ástfanginn af dóttur illu nornarinnar, stríðskonunni Sorsha sem Joann Whalley leikur. Í raunheimum gerðist það sama hjá Kilmer og Whalley sem giftu sig seinna þetta ár og voru gift í átta ár. The Doors – Jim Morrison Eftir Willow léku hjónin Whalley og Kilmer aftur saman í neo-noir-myndinni Kill Me Again (1990). Kilmer þráði hins vegar bitastæða rullu og fékk hana þegar Oliver Stone réði hann til að leika Jim Morrison, frontmann rokkhljómsveitarinnar The Doors, í The Doors (1991), ævisögumynd um söngvarann. Jim Morrison vinstra megin og Val Kilmer sem Jim Morrison hægra megin.GEtty Kilmer æfði sig í marga mánuði til að geta fangað barítón-tenór-söngrödd Morrison og tók upp fjölda laga sem hann sendi á leikstjórann og eftirlifandi meðlimi hljómsveitarinnar. Líkindin þóttu ískyggileg og Kilmer tókst líka að fanga líkamsbeitingu og presens söngvarans sáluga. „Ég vann af mér rassgatið,“ sagði Kilmer um hlutverkið mörgum árum seinna. „Ég gat ekki ekki leikið Jim.“ Tombstone – Doc Holliday Vestrinn Tombstone (1993) byggir á raunverulegum atburðum sem áttu sér stað á níunda áratug 19. aldar Arizona og fjallar um átök löggæslumanna við útlaga. Löggæslumaðurinn Wyatt Earp (Kurt Russell) er sestur í helgan stein þegar fregnir berast af ódæðisverkum útlaga í bænum Tombstone. Earp hóar í bræður sína, Virgil (Sam Elliot) og Morgan (Bill Paxton), og þeir fara til Tombstone þar sem þeir hitta Doc Holliday (Kilmer), berklasjúkan tannlækni og gamlan vin Wyatts. Fjórmenningarnir: Holliday, Earp, Earp og Earp. Við tekur uppgjör fjórmenninganna við útlagana með tilheyrandi byssubardögum og blóðsúthellingum. Tombstone var nokkuð vinsæl á sínum tíma en fékk slæmar viðtökur hjá gagnrýnendum. Síðustu áratugi hefur hún fest sig í sessi sem költklassík. Höfuðatriði myndarinnar og tilfinningalegur kjarni hennar er frammistaða Kilmer sem hinn drykkfelldi, berklasjúki og vinafái Holliday. I'm Your Huckleberry Segja má að frammistaða Kilmer sé hápunkturinn á ferli leikarans, hans besta frammistaða og voru margir hneykslaðir þegar var ekki tilnefndur til Óskarsverðlauna. Holliday fer með fjölmargar frægar línur í myndinni en þeirra frægust er „I'm Your Huckleberry“ sem Kilmer notaði síðar sem titilinn á ævisögu sinni sem kom út 2020. True Romance – Mentorinn Elvis Presley Kilmer og Tony Scott sameinuðu krafta sína aftur í rómantísku glæpamyndinni True Romance (1993) sem fjallar um bíóstarfsmanninn Clarence og kynlífsverkakonuna Alabama sem verða ástfangin, gifta sig og stela kókaíni af melludólgi Alabama. Þau flýja síðan til Hollywood með eigendur dópsins á hælunum. Val Kilmer bregður aðeins stuttlega fyrir í myndinni sem Elvis Presley en innkoman er ansi eftirminnileg. Killing's the hard part. Gettin' away with it, that's easy. You think a cop gives a fuck about a pimp? Listen. Every pimp in the world gets shot. Þegar Clarence, sem er fanatískur Elvis-aðdáandi, lendir í ógöngum birtist honum draumsýn af Elvis Presley sem hughreystir kappann. Söngvarinn með silkimjúku röddina ráðleggur Clarence hvað sé best að gera og Heat – Bófinn Chris Shiherlis Michael Mann tekur bankaránsformúluna og kryddar vel upp á hana í Heat (1995) með því að gera bankaránið að kveikju epísks eltingaleiks milli lögreglumannsins Vincent Hanna (Al Pacino) og atvinnubófans Neal McCauley (Robert DeNiro) Þegar Mann var að ráða í hlutverk bankaræningjans Chris Shiherlis, hægra handar McCauley, bauðst Keanu Reeves það fyrst en hann hafnaði því til að leika Hamlet í Manitoba. Hlutverkið féll í hendur Kilmer sem gat ekki hafnað og dró sig út úr þriggja mynda díl við Warner Bros um að leika Leðurblökumanninn. Kilmer er frábær sem hinn tryggi, fagmannlegi og rómantíski Shiherlis og er algjör synd að hann geti ekki fengið að leika í framhaldinu Heat 2 sem stendur til að gera. For me, the sun rises and sets with her, man Kilmer lagði mikið kapp á að æfa sig á byssu fyrir myndina og varð hann svo snöggur að hlaða og skjóta úr AR-15-riffli í myndinni að myndefni af því hefur verið notað fyrir skotþjálfun bandarískra hermanna. Fyrir nokkrum árum greindi Kilmer frá því að aðalástæðan fyrir því að hann lék í myndinni var tækifærið til að leika á móti Pacino og DeNiro. „Ímyndið ykkur að geta sagt Al og Bob restina af ævi ykkar. Það eru ekki margir sem geta sagt það,“ sagði Kilmer um upplifun sína af gerð Heat. Prince of Egypt – Móses Eftir að Jeffrey Katzenberg, forstjóri Disney frá 1984 til 1994, yfirgaf stórfyrirtækið ákvað hann að stofna DreamWorks og keppast við sína gömlu félaga. Þangað tók hann hugmynd sem hann hafði lengi reynt að koma í loftið hjá Disney: að gera teiknimynda-aðlögun af Boðorðunum tíu frá 1956. Úr varð söngleikjamyndin The Prince of Egypt (1998) sem byggir á Mósebók og rekur sögu Mósess frá því hann er barn og þar til hann leiðir gyðingana út úr Egyptalandi. Söngleikjaskáldið Stephen Schwartz samdi lögin í myndinni og Hans Zimmer gerði tónlistina. Val Kilmer fór með hlutverk hins útvalda Móses í myndinni og lék þar á móti Ralph Fiennes í hlutverki Faraósins Ramses. Leikhópur myndarinnar var þess utan stjörnum hlaðinn, þar má nefna Michelle Pfeiffer, Söndru Bullock, Jeff Goldblum, Danny Glover, Patrick Stewart, Helen Mirren, Steve Martin og Martin Short. Kilmer átti eftir að leika Móses aftur árið 2004 þegar hann lék á sviði í söngleiknum The Ten Commandments: The Musical í Los Angeles. Kiss Kiss Bang Bang – „Gay“ Perry van Shrike Upp úr aldamótum er ekki um sérlega auðugan garð að gresja hjá Kilmer þó hann hafi leikið í einum fimmtíu kvikmyndum síðustu 25 ár. Þó eru þar ýmsar góðar, til dæmis glæpamyndin The Salton Sea (2002), pólitíski spennutiryllirinn Spartan (2004) og sæfæ-hasarmyndin Deja Vu (2006). Ein sú allra besta er neo-noir-grínmyndin Kiss Kiss Bang Bang. Myndin var leikstjórnarfrumraun Shane Black sem skrifaði einnig handritið sem byggði á sglæpasögunni Bodies Are Where You Find Them (1941) eftir Brett Halliday. Kilmer leikur í myndinni einkaspæjarann „Gay“ Perry van Shrike sem er að þjálfa leikarann Harold „Harry“ Lockhart í að verða spæjari. Leikararnir tveir eru með gríðarlega kemistríu sín á milli sem lyftir fyndnu handritinu enn hærra. Verstu Myndirnar Eftir gríðarsterka byrjun fóru lélegar myndir að detta inn hjá leikaranum á seinni hluta tíunda áratugarins. Upp úr aldamótum lék Kilmer í ansi mörgum slöppum myndum, sérstaklega allra seinustu árin. Þar á meðal voru margar ódýrar myndir sem fóru ekki einu sinni í bíó, svokallaðar direct-to-video-myndir. Alls gerði hann 19 slíkar, þar á meðal tvær með 50 Cent, en þær verða ekki taldar með hér. Bæði af því það er erfiðara að nálgast en líka af því þær eru ómerkilegt drasl. Hér eru fimm lélegar myndir, skítsæmilegar myndir sem voru gríðarmikil flopp og svo algjört drasl Batman Forever – Bruce Wayne/Leðurblökumaðurinn Þrátt fyrir velgengni Batman (1989) og Batman Returns (1992) ákváðu Warner Bros að losa sig við Tim Burton og fá inn Joel Schumacher fyrir þriðju myndina, Batman Forever (1995). Schumacher fór með Leðurblökumanninn úr gotneskum myrkrarheimi Burton í kitsch-teiknimyndaátt. Kilmer sem Leðurblökumaðurinn og Chris O'Donnell sem Rauðbrystingurinn (e. Robin) í Batman Forever. Michael Keaton ætlaði að halda áfram sem Bruce Wayne en hætti við þegar hann sá hvert handritið stefndi. Ethan Hawke hafnaði hlutverkinu svo Schumacher lagði til Kilmer eftir að hafa séð hann í Tombstone,. Kilmer var nýbúinn að skoða leðurblökuhelli sem ferðamaður í Afríku og taldi það vera tákn. Hann ákvað því að skrifa undir og án þess að vita hver leikstjórinn væri eða lesa handritið. Í ævisögu sinni talaði Kilmer um að hafa ætlað að nota Batman-peninginn til að „stofna listamannasamfélag, skrifa ljóð og leikrit og verða villti höfundurinn sem ég sá sem örlög mín.“ Framleiðsla myndarinnar var hins vegar þjökuð af ýmiss konar vandræðum. Tommy Lee-Jones, sem lék Two-Face, þoldi ekki Jim Carrey, sem lék The Riddler og Kilmer var til ýmiss konar vandræða. Schumacher lýsti Kilmer seinna sem „barnalegum og ómögulegum“ og að Kilmer hafi ekki talað við sig í tvær vikur eftir að Schumacher kallaði hann dónalegan. Carrey sem Gátumaðurinn (e. Riddler) og Lee-Jones sem Tvífési (e. Two-Face). Kilmer sagði að það leiðinlegasta við myndina hefði verið búningurin sem gerði honum ómögulegt að hreyfa sig. Batman Forever var algjör hittari meðal áhorfenda en fékk hryllilega dóma hjá gagnrýnendum. Kilmer var ýmist gagnrýndur fyrir að vera síðri en Keaton eða honum hrósað fyrir lágstemmda frammistöðu sína. Myndin er alls ekki ömurleg en hún er ekki sérlega góð; sagan er ómerkileg, útlitið skræpótt og ljótt og tóninn barnalegur. The Island of Dr. Moreau – Dr. Montgomery Eftir Batman og Heat bauðst Kilmer með stuttum fyrirvara hlutverk í The Island of Dr. Moreau (1996) eftir að Bruce Willis hafði sagt sig frá myndinni vegna skilnaðar við Demi Moore. Dr. Moreau ásamt einni af stökkbreyttu dýramanneskjunum. Vandræðin við Batman Forever blikna í samanburði við martraðarframleiðslu The Island of Dr. Moreau. Fyrir það fyrsta var veðrið á tökustað hræðilegt, tökum seinkaði og kostnaður jókst. Eftir hálfa viku var leikstjórinn Richard Stanley rekinn og tók John Frankenheimer við taumunum. Doktor Moreau var leikinn af Marlon Brando sem á þessum tímapunkti var algjörlega óáreiðanlegur, lét sig hverfa dögum saman og neitaði að læra línurnar sínar þegar hann loks birtist. Lausnin var að setja heyrnartól í eyrað á honum og lesa fyrir han línurnar. Dýralækirinn Dr. Montgomery er hægri hönd Dr. Moreau. Kilmer var ekki síður erfiður, mætti líka seint og illa, lenti upp á kant við báða leikstjórana og var dónalegur við tökuliðið. Eftir að honum voru birtir skilnaðarpappírar á tökustað varð Kilmer sérstakslega reiður og aggressívur við alla. Kilmer og Brando fóru síðan að hatast við hvorn annan og neituðu ítrekað að koma út úr hjólhýsum til að skjóta senur. Kilmer og Frankenheimer rifust og sagði leikstjórinn síðar: „Mér er illa við Val Kilmer, mér er illa við vinnusiðferði hans og ég vil aldrei aftur tengjast honum nokkurn tímann.„“ Are you a doctor? Well, I’m more like a vet. „Jafnvel þó ég væri að leikstýra mynd sem héti Ævi Vals Kilmer myndi ég hafa þann fávita í henni,“ sagði Frankenheimer öðru sinni um Kilmer. Kilmer lýsti því seinna í ævisögu sinni hvað honum fannst stúdíóið klína óvinsældum myndarinnar á sig þrátt fyrir að hann dæi í henni miðri. Myndinni hafi verið alveg jafn glötuð eftir að hann dó og fyrir það. Red Planet – Verkfræðingurinn Robby Gallagher Næstu árin eftir Eyju Dr. Moreau lék Kilmer í ýmsum myndum, þar á meðal The Saint (1997) sem átti að verða að eins konar Mission Impossible/James Bond-seríu. Næsti stóri skellur kom um aldamótin þegar Kilmer lék ásamt Carrie Ann-Moss og Tom Sizemore í Red Planet (2000). Rauða plánetan gerist fjallar um könnunarleiðangur geimfar á Mars í framtíðinni. Myndin hlaut hræðilegar viðtökur hjá bæði áhorfendum og gagnrýnendum. Kilmer var áfram sama dramadrottningin og varð styggur þegar hann komst að því að stúdíóið hafði borgað fyrir flutning á æfingagræju Sizemore. Hann hafi þá sagt: „Ég er að hala tíu milljónum inn á þessu, þú bara tveimur.“ Sizemore hafi þá grýtt 23 kílóa lóði í Kilmer. Þeir hættu fljótlega að talast við og þurfti að nota staðgengla þeirra í senum með þeim báðum. Alexander - Filippos II frá Makedóníu Fyrsta myndin sem Kilmer og Oliver Stone gerðu saman fékk góðar viðtökur en sömu sögu var ekki að segja um aðra myndina sem þeir gerðu saman, Alexander (2004), sem fjallaði um ævi Alexanders mikla. Rándýr söguleg epík sem fékk hryllilegar viðtökur hjá gagnrýnendum og var fjárhagslegt flopp vegna þess hve dýr hún var. Fyrir utan útgáfuna sem var sýnd í bíó voru gefnar út framlengd útgáfa, lokaútgáfa og endanleg útgáfa. Þær seldust gríðarvel á dvd sem bætti að nokkru leyti upp upprunalega tapið. Hamingjusama fjölskyldan frá Makedóníu. Kilmer leikur Filippos II frá Makedóníu, harðráðan föður Alexanders. Fyrir leik sinn í myndinni var Kilmer tilnefndur til Razzie-verðlauna rétt eins og samleikarar hans, Angelina Jolie og Colin Farrell. Delgo/Planes - Bogardus/Bravo Tvær ömurlegar teiknimyndir sem verða flokkaðar hér saman. Fantasíumyndin Delgo (2008) átti um tíma þann vafasama heiður að vera sú mynd sem fékk fæsta gesti á opnunarhelginni sinni, að meðaltali tvo á sýningu. Myndin kostaði 40 milljónir dala og náði ekki einu sinni að klukka milljón í tekjur. Flugmyndin Planes (2013) var mun vinsælli enda spin-off af hinni geysinvinsælu seríu Cars. En myndina skorti gæðin í Pixar-bílamyndunum og hefði sennilega betur sómað sér sem dvd-mynd frekar en bíómynd. Tvær glataðar teiknimyndir sem Kilmer lék í á seinni hluta ferilsins. Snowman - Gert Rafto Ein af síðustu myndum Kilmer en þegar hann lék í Snowman (2017) var hann nýbúinn að jafna sig eftir nokkurra ára krabbameinsbaráttu. Kilmer átti ansi erfitt með að tala á þessum tímapunkti og sést það skýrt í myndina vegna þess hve mikið af línunum hans er búið að döbba. Sálfræðitryllir sem byggir á metsölubók Jo Nesbö og fjallar um raðmorðingja sem kennir sig fyrir snjókarla. Eitthvað klikkaði í aðlöguninni, hvort sem það var leikstjórnin, handritið eða leikurinn, því myndin fékk alveg hryllilega dóma. Sem betur fer lék Kilmer í nokkrum myndum eftir þessa, þar á meðal Top Gun: Maverick. Það hefði verið leiðinlegt ef þessi skítabomba hefði verið hans síðasta verk.
Hollywood Bandaríkin Bíó og sjónvarp Mest lesið „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Lífið Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Lífið Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn Lífið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Fleiri fréttir Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein