Kattahald Jökull Jörgensen skrifar 8. apríl 2025 10:30 Ég er íbúi í gamla hluta Hafnafjarðar. Bý þar í vinalegu fallegu húsi. Í garðinum og í nálægum görðum trjóna stór og virðuleg greni og barrtré. Þessir öldungar veita skógar- og svartþröstum skjól, þeir eru þeirra heimili. Ég er mikill fuglavinur og gef þessum vinum mínum kjarnafóður yfir harðasta tíma vetrarins. Ég ber óblandna virðingu fyrir þessum fuglum sem standa af sér harðindi hins Íslenska vetrar svo með ólíkindum sætir. Svo syngja þeir sitt fagnaðar erindi um leið og sólin skáskýtur geislum sínum stundarbrot hér og þar um garðinn. Vorin eru tími tilfinninga og tilhugalífs. Hreiðurgerð er mikil verkfræðivinna og pörin sem leggja í slíkt hafa með sér dugnað og óbilandi trú á framtíðina. Ég verð alltaf órólegur á þessum tíma fyrir hönd hinna fiðruðu vina minna. Þarf að horfa upp á stríalda heimilsketti sitja um fuglana hvar sem þeir reyna að ná sér í korn. Svartþrösturinn er varðfugl í eðli sínu og heyra má karlfuglinn tísta hvellt ef skuggaldur læðist um í grasinu. Þetta eru kettir sem koma og fara eins og þeim sýnist og skulda engum reikningskil nema sjálfum sér. Ekki eru kettirnir þessir svangir, þeir klifra hinsvegar upp í trén og reyta ungana úr hreiðrunum, drepa þá og skilja svo hræin eftir tvist og bast. Mikið af köttum þessum eru bjöllulausir og ómerktir. Fressin ganga um og lyktarmerkja sín yfirráðasvæði. Væru karlkettir geltir myndi veiðieðlið dvína og þörf þeirra að tileinka sér svæði með fúllyktandi spreyi úr þartilgerðum kyrtli hverfa. Kæru kattaeigendur. Verið þið ábyrg hvað varðar dýrahald ykkar, setjið í það minnsta bjöllu á dýrið. Best væri ef kettir væru lokaðir inni eins og hundar svona rétt yfir hávarptímann. Ps. Þetta breytir því hinsvegar ekki að ég þarf á hverjum degi að þrífa átta til tíu skítahrúgur úr beðum og grasi svo barnabörnin komi ekki inn með þetta á höndum og fótum. Það þarf ég að gera svo ykkar kettir geti valsað um frjálsir, Og það versta er you coul’nt care less… Höfundur er kúasmali, tónlistamaður og dýravinur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kettir Fuglar Dýr Gæludýr Mest lesið Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Ég er íbúi í gamla hluta Hafnafjarðar. Bý þar í vinalegu fallegu húsi. Í garðinum og í nálægum görðum trjóna stór og virðuleg greni og barrtré. Þessir öldungar veita skógar- og svartþröstum skjól, þeir eru þeirra heimili. Ég er mikill fuglavinur og gef þessum vinum mínum kjarnafóður yfir harðasta tíma vetrarins. Ég ber óblandna virðingu fyrir þessum fuglum sem standa af sér harðindi hins Íslenska vetrar svo með ólíkindum sætir. Svo syngja þeir sitt fagnaðar erindi um leið og sólin skáskýtur geislum sínum stundarbrot hér og þar um garðinn. Vorin eru tími tilfinninga og tilhugalífs. Hreiðurgerð er mikil verkfræðivinna og pörin sem leggja í slíkt hafa með sér dugnað og óbilandi trú á framtíðina. Ég verð alltaf órólegur á þessum tíma fyrir hönd hinna fiðruðu vina minna. Þarf að horfa upp á stríalda heimilsketti sitja um fuglana hvar sem þeir reyna að ná sér í korn. Svartþrösturinn er varðfugl í eðli sínu og heyra má karlfuglinn tísta hvellt ef skuggaldur læðist um í grasinu. Þetta eru kettir sem koma og fara eins og þeim sýnist og skulda engum reikningskil nema sjálfum sér. Ekki eru kettirnir þessir svangir, þeir klifra hinsvegar upp í trén og reyta ungana úr hreiðrunum, drepa þá og skilja svo hræin eftir tvist og bast. Mikið af köttum þessum eru bjöllulausir og ómerktir. Fressin ganga um og lyktarmerkja sín yfirráðasvæði. Væru karlkettir geltir myndi veiðieðlið dvína og þörf þeirra að tileinka sér svæði með fúllyktandi spreyi úr þartilgerðum kyrtli hverfa. Kæru kattaeigendur. Verið þið ábyrg hvað varðar dýrahald ykkar, setjið í það minnsta bjöllu á dýrið. Best væri ef kettir væru lokaðir inni eins og hundar svona rétt yfir hávarptímann. Ps. Þetta breytir því hinsvegar ekki að ég þarf á hverjum degi að þrífa átta til tíu skítahrúgur úr beðum og grasi svo barnabörnin komi ekki inn með þetta á höndum og fótum. Það þarf ég að gera svo ykkar kettir geti valsað um frjálsir, Og það versta er you coul’nt care less… Höfundur er kúasmali, tónlistamaður og dýravinur.
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar