Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. apríl 2025 14:49 Merz tekur hér í höndina á Saskia Esken, einum leiðtoga Sósíaldemókrata. Með þeim á myndinni eru Lars Klingbeil og Markus Soeder. AP/Ebrahim Noroozi Friedrich Merz kemur til með að leiða nýja ríkisstjórn Þýskalands. Stjórnin er mynduð af Kristilegum demókrötum og Sósíaldemókrötum. Kosningar fóru fram í landinu í febrúar síðastliðnum. Stjórnin var kynnt á blaðamannafundi í dag. Þar sagði Merz, sem verður kanslari Þýskalands, að sáttmáli stjórnarflokkanna sendi „sterk og skýr skilaboð“ til Þjóðverja og Evrópusambandsins um að ný stjórn sé „sterk og fær um aðgerðir,“ líkt og breska ríkisútvarpið greinir frá. Nokkur pressa hefur verið á stjórnarflokkunum um að mynda stjórn frá því kosningarnar fóru fram þann 23. febrúar, en það ekki gengið hraðar en raun ber vitni. Efnahagsástandið í Þýskalandi er ekki með stöðugasta móti, og hafa tollar Donalds Trump Bandaríkjaforseta á Evrópusambandsþjóðir ekki bætt úr skák. Kristilegir demókratar og íhaldsmenn, sem Merz fór fyrir í kosningunum, voru hlutskarpastir í febrúar og fengu 208 þingsæti af 630. Sósíaldemókratar fengu 120 sæti, og mynda flokkarnir saman meirihluta með 328 þingsæti. Skoðanakönnun sem gerð var í upphafi mánaðar bendir þó til þess að nú hafi jaðarhægriflokkurinn AfD aukið við fylgi sitt, og mælist hann stærri en flokkur Merz. Aðrar þjóðir geti stólað á Þýskaland Þegar stjórnarsamstarfið var kynnt í dag sagði Merz að síðustu vikur hefðu aðilar að stjórnarsáttmálanum unnið baki brotnu, en fram undan væri „rammgerð áætlun um að koma landinu í fremstu röð að nýju“. Hann lofaði því að ríkisstjórnin myndi byggja upp Þýskaland og ná þar jafnvægi, auk þess sem aðrar Evrópuþjóðir myndu geta treyst Þýskalandi. Þrátt fyrir að hafa ekki myndað ríkisstjórni tóku flokkarnir, sem nú hafa náð lendingu, höndum saman um að koma ákveðnum málum í gegnum þingið. Í síðasta mánuði samþykktu þeir að slaka á reglum um nýjar skuldir ríkisins, með það fyrir augum að geta aukið við fjárútlát til varnarmála, og til að geta komið á fót innviðasjóði. Í kosningabaráttunni hafði flokkur Merz talað gegn því að ríkið stofnaði til nýrra skulda. Verður kanslari í næsta mánuði Meðal þess sem var kynnt í dag var að ríkisstjórnin myndi grípa til ýmissa aðgerða til þess að „stjórna og að miklu leyti binda endi á óreglulega fólksflutninga til landsins“, en innflytjendamál voru eitt stærsta kosningamálið í febrúar. Merz sagðist þess fullvis að báðir flokkar myndu samþykkja stjórnarsáttmálann, og að ný ríkisstjórn gæti hafist handa í næsta mánuði, en Merz mun þurfa að bíða þar til þá með að hljóta kjör þingsins í embætti kanslara. Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Sjá meira
Stjórnin var kynnt á blaðamannafundi í dag. Þar sagði Merz, sem verður kanslari Þýskalands, að sáttmáli stjórnarflokkanna sendi „sterk og skýr skilaboð“ til Þjóðverja og Evrópusambandsins um að ný stjórn sé „sterk og fær um aðgerðir,“ líkt og breska ríkisútvarpið greinir frá. Nokkur pressa hefur verið á stjórnarflokkunum um að mynda stjórn frá því kosningarnar fóru fram þann 23. febrúar, en það ekki gengið hraðar en raun ber vitni. Efnahagsástandið í Þýskalandi er ekki með stöðugasta móti, og hafa tollar Donalds Trump Bandaríkjaforseta á Evrópusambandsþjóðir ekki bætt úr skák. Kristilegir demókratar og íhaldsmenn, sem Merz fór fyrir í kosningunum, voru hlutskarpastir í febrúar og fengu 208 þingsæti af 630. Sósíaldemókratar fengu 120 sæti, og mynda flokkarnir saman meirihluta með 328 þingsæti. Skoðanakönnun sem gerð var í upphafi mánaðar bendir þó til þess að nú hafi jaðarhægriflokkurinn AfD aukið við fylgi sitt, og mælist hann stærri en flokkur Merz. Aðrar þjóðir geti stólað á Þýskaland Þegar stjórnarsamstarfið var kynnt í dag sagði Merz að síðustu vikur hefðu aðilar að stjórnarsáttmálanum unnið baki brotnu, en fram undan væri „rammgerð áætlun um að koma landinu í fremstu röð að nýju“. Hann lofaði því að ríkisstjórnin myndi byggja upp Þýskaland og ná þar jafnvægi, auk þess sem aðrar Evrópuþjóðir myndu geta treyst Þýskalandi. Þrátt fyrir að hafa ekki myndað ríkisstjórni tóku flokkarnir, sem nú hafa náð lendingu, höndum saman um að koma ákveðnum málum í gegnum þingið. Í síðasta mánuði samþykktu þeir að slaka á reglum um nýjar skuldir ríkisins, með það fyrir augum að geta aukið við fjárútlát til varnarmála, og til að geta komið á fót innviðasjóði. Í kosningabaráttunni hafði flokkur Merz talað gegn því að ríkið stofnaði til nýrra skulda. Verður kanslari í næsta mánuði Meðal þess sem var kynnt í dag var að ríkisstjórnin myndi grípa til ýmissa aðgerða til þess að „stjórna og að miklu leyti binda endi á óreglulega fólksflutninga til landsins“, en innflytjendamál voru eitt stærsta kosningamálið í febrúar. Merz sagðist þess fullvis að báðir flokkar myndu samþykkja stjórnarsáttmálann, og að ný ríkisstjórn gæti hafist handa í næsta mánuði, en Merz mun þurfa að bíða þar til þá með að hljóta kjör þingsins í embætti kanslara.
Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Sjá meira