Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar 10. apríl 2025 06:00 Möguleg innganga Íslands í ESB byggist á tveimur skrefum. Eitt: Þjóðaratkvæði um það, hvort haldið skuli áfram að semja við ESB um mögulega aðild (taka upp þráðinn, þar sem frá var horfið 2012/2013). Þetta skref er án allra skuldbindinga, bæði fyrir landsmenn, samninganefnd og ríkisstjórn. Galopið fyrir alla aðila. Með þessari kosningu er þjóðin rétt að segja „Já“, sem vænta má, við að áfram verði samið um bezt möguleg aðildarkjör og skilmála, ef við svo, þegar þau liggja fyrir, viljum ganga inn. Skv. skoðanakönnun Prósents frá í janúar sl. eru 68% af þeim, sem afstöðu tóku, hlynntir slíku óskuldbindandi þjóðaratkvæði. Aðeins 32% á móti. Þetta skref er rakið og í raun sjálfgefið. Reikna má með, að þessar samningaumleitanir taki minnst 2 ár. Tvö: Þjóðaratkvæði um mögulega aðild, þegar samningaumleitanir eru afstaðnar og bezt möguleg aðildarkjör og skilmálar - en hér verður útkoman fyrir sjávarútveg og landbúnað stóra málið - liggja fyrir. Áður en þetta skref, númer tvö, er tekið, þarf auðvitað að stofna til góðrar og hlutlægrar umræðu, með og gegn, þar sem öll spil eru lögð á borðið. En, þessi spil verða einmitt afrakstur samningaumleitananna. Fyrst eftir að samningum er lokið, munnu þau liggja fyrir. Þá fyrst verður mögulegt að vita, hvað kosið er um. Án þess, að þessar nauðsynlegu forsendur, skilmálarnir, liggi fyrir, eru 55% þeirra, sem afstöðu tóku til aðildar að ESB, hlynntir, skv. Gallup frá 8. apríl. 45% eru í þessari stöðu þá á móti. Ómögulegt er að vita, hvernig þessi skipting verður, þegar við vitum, hvaða lausnir ESB býður okkur. Mitt mat er, að það verði gott tilboð og gæfulegt, og, að enn fleiri verði hlynntir, og færri á móti, en nú er. En, það kemur í ljós. Forsætisráðherra hamrar á því, síðast í útvarpi í gær og í sjónvarpi um síðustu helgi, að umfangsmikil umræða um aðild þurfi að fara fram, áður en fyrsta skrefið, þjóðaratkvæði um framhald samningaviðræðna, sé tekið. Þarna fipast góðri og klárri konu nokkuð, verulega, í skynsamlegri og rökréttri hugsun. Þessi umræða er engan veginn þörf eða nauðsynleg - væri bara tímasóun - fyrir fyrsta skrefið. Hún er hins vegar rétt og bráð-nauðsynleg fyrir skref númer tvö. Þar, og þá fyrst þar, á hún heima. Skynsamleg og rétt framkvæmd þess stóra máls, sem möguleg ESB-aðild og upptaka Evru er, er þessi: Nú í haust, t.a.m. sunnudaginn 28. september, verði fyrsta skrefið tekið; þá fari fram þjóðaratkvæði um framhald samninga. Fáist „Já“, sem virðist augljóst, það er engu að tapa, væri hægt að framhalda samningaviðræðum í október-nóvember, ef það hentar þá ESB, ef þau sjálf hafa þá áhuga. Það liggur ekkert fyrir um það. Ísland er ekkert sérstakt óskabarn hjá ESB, eins og sumir virðast halda, þó að Ísland njóti, sem norræn lýðræðisþjóð, mikillar velvildar þar. Þjóðarleiðtogar aðildarríkjanna 27 þurfa allir að samþykkja. Ef einn væri á móti, fengist ekki aðild. ESB er um þessar mundir að semja við 9-10 önnur ríki, sem sækjast eftir aðild, og hafa samningamenn ESB því nóg á sinni könnu. Síðasta ríkið, sem ESB tók inn, var Króatía fyrir 12 árum. Eins og áður segir, má vænta þess, að samningaumleitanir taki 2 ár. Möguleg kjör og skilmálar, einkum fyrir sjávarútveg og landbúnað, munu þá liggja fyrir seint á árinu 2027. Í beinu framhaldi af því, þurfa ríkisstjórn, stjórnmálasamtök og fjölmiðlar að fara í það af fullum krafti, að greina og meta þau samningsdrög, sem þá liggja fyrir. Eftir hálft ár, um mitt árið 2028, gæti svo farið fram þjóðaratkvæði um það, hvort við viljum gerast aðilar, fullir ESB-aðilar, eða ekki. Með ofangreindum hætti fengist líka niðurstaða í þetta stóra mál innan kjörtímabils og valdatíma þessarar ríkistjórnar, sem auðvitað er stórmál líka. Það er vonandi, að forsætisráðherra og aðrir, sem hafa viðhaft sömu nálgun að málinu og hún, átti sig nú á þessum tveimur ólíku og aðskildu skrefum, þeim mikla muni, sem á þeim er, og fari að vinna skv. því. Ef forsætisráðherra/ríkisstjórnin gengur ekki í þessi mál strax og af rökhyggju og viti, tel ég það svik við Evrópusinna í landinu. Höfundur er samfélagsrýnir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Evrópusambandið Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Möguleg innganga Íslands í ESB byggist á tveimur skrefum. Eitt: Þjóðaratkvæði um það, hvort haldið skuli áfram að semja við ESB um mögulega aðild (taka upp þráðinn, þar sem frá var horfið 2012/2013). Þetta skref er án allra skuldbindinga, bæði fyrir landsmenn, samninganefnd og ríkisstjórn. Galopið fyrir alla aðila. Með þessari kosningu er þjóðin rétt að segja „Já“, sem vænta má, við að áfram verði samið um bezt möguleg aðildarkjör og skilmála, ef við svo, þegar þau liggja fyrir, viljum ganga inn. Skv. skoðanakönnun Prósents frá í janúar sl. eru 68% af þeim, sem afstöðu tóku, hlynntir slíku óskuldbindandi þjóðaratkvæði. Aðeins 32% á móti. Þetta skref er rakið og í raun sjálfgefið. Reikna má með, að þessar samningaumleitanir taki minnst 2 ár. Tvö: Þjóðaratkvæði um mögulega aðild, þegar samningaumleitanir eru afstaðnar og bezt möguleg aðildarkjör og skilmálar - en hér verður útkoman fyrir sjávarútveg og landbúnað stóra málið - liggja fyrir. Áður en þetta skref, númer tvö, er tekið, þarf auðvitað að stofna til góðrar og hlutlægrar umræðu, með og gegn, þar sem öll spil eru lögð á borðið. En, þessi spil verða einmitt afrakstur samningaumleitananna. Fyrst eftir að samningum er lokið, munnu þau liggja fyrir. Þá fyrst verður mögulegt að vita, hvað kosið er um. Án þess, að þessar nauðsynlegu forsendur, skilmálarnir, liggi fyrir, eru 55% þeirra, sem afstöðu tóku til aðildar að ESB, hlynntir, skv. Gallup frá 8. apríl. 45% eru í þessari stöðu þá á móti. Ómögulegt er að vita, hvernig þessi skipting verður, þegar við vitum, hvaða lausnir ESB býður okkur. Mitt mat er, að það verði gott tilboð og gæfulegt, og, að enn fleiri verði hlynntir, og færri á móti, en nú er. En, það kemur í ljós. Forsætisráðherra hamrar á því, síðast í útvarpi í gær og í sjónvarpi um síðustu helgi, að umfangsmikil umræða um aðild þurfi að fara fram, áður en fyrsta skrefið, þjóðaratkvæði um framhald samningaviðræðna, sé tekið. Þarna fipast góðri og klárri konu nokkuð, verulega, í skynsamlegri og rökréttri hugsun. Þessi umræða er engan veginn þörf eða nauðsynleg - væri bara tímasóun - fyrir fyrsta skrefið. Hún er hins vegar rétt og bráð-nauðsynleg fyrir skref númer tvö. Þar, og þá fyrst þar, á hún heima. Skynsamleg og rétt framkvæmd þess stóra máls, sem möguleg ESB-aðild og upptaka Evru er, er þessi: Nú í haust, t.a.m. sunnudaginn 28. september, verði fyrsta skrefið tekið; þá fari fram þjóðaratkvæði um framhald samninga. Fáist „Já“, sem virðist augljóst, það er engu að tapa, væri hægt að framhalda samningaviðræðum í október-nóvember, ef það hentar þá ESB, ef þau sjálf hafa þá áhuga. Það liggur ekkert fyrir um það. Ísland er ekkert sérstakt óskabarn hjá ESB, eins og sumir virðast halda, þó að Ísland njóti, sem norræn lýðræðisþjóð, mikillar velvildar þar. Þjóðarleiðtogar aðildarríkjanna 27 þurfa allir að samþykkja. Ef einn væri á móti, fengist ekki aðild. ESB er um þessar mundir að semja við 9-10 önnur ríki, sem sækjast eftir aðild, og hafa samningamenn ESB því nóg á sinni könnu. Síðasta ríkið, sem ESB tók inn, var Króatía fyrir 12 árum. Eins og áður segir, má vænta þess, að samningaumleitanir taki 2 ár. Möguleg kjör og skilmálar, einkum fyrir sjávarútveg og landbúnað, munu þá liggja fyrir seint á árinu 2027. Í beinu framhaldi af því, þurfa ríkisstjórn, stjórnmálasamtök og fjölmiðlar að fara í það af fullum krafti, að greina og meta þau samningsdrög, sem þá liggja fyrir. Eftir hálft ár, um mitt árið 2028, gæti svo farið fram þjóðaratkvæði um það, hvort við viljum gerast aðilar, fullir ESB-aðilar, eða ekki. Með ofangreindum hætti fengist líka niðurstaða í þetta stóra mál innan kjörtímabils og valdatíma þessarar ríkistjórnar, sem auðvitað er stórmál líka. Það er vonandi, að forsætisráðherra og aðrir, sem hafa viðhaft sömu nálgun að málinu og hún, átti sig nú á þessum tveimur ólíku og aðskildu skrefum, þeim mikla muni, sem á þeim er, og fari að vinna skv. því. Ef forsætisráðherra/ríkisstjórnin gengur ekki í þessi mál strax og af rökhyggju og viti, tel ég það svik við Evrópusinna í landinu. Höfundur er samfélagsrýnir
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar