„Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 9. apríl 2025 22:04 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir segir ríkisstjórnina hafa vaðið yfir stjórnarandstöðuna í nefndum. Fyrsta umræða sé því fyrsta tækifæri andstöðunnar til að koma sínum athugasemdum að. Stöð 2 Ríkisstjórnin segir stjórnarandstöðuna standa fyrir málþófi til að hindra að þingmál komist til nefnda fyrir páska. Þingmaður stjórnarandstöðunnar segir ríkisstjórnina hafa vaðið yfir þingið í nefndum Gert er ráð fyrir að þingfundur standi yfir langt fram eftir kvöldi en þingflokksformenn ræddu sín á milli í dag vegna stöðunnar. Í gærkvöldi var fundað langt fram á kvöld og voru langar umræður um lítt umdeild mál. Elín Margrét Böðvarsdóttir fréttamaður var stödd niðri á þingi í kvöldfréttum Stöðvar 2 og ræddi þar við Sigurjón Þórðarson, þingmann Flokks fólksins og formann atvinnuveganefndar, og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttir, þingmann Sjálfstæðisflokks. Sigurjón, er þetta málþóf? „Jú, jú, þetta er málþóf,“ sagði Sigurjón. Sigurjón segir mikilvægt fyrir ásýnd þingsins að stjórn og stjórnarandstaða nái saman. „Þegar það er verið að ræða tímunum saman, fimm tíma, um Grindavíkurmál sem allir eru sammála um að greiða í gegnum þingið og hefur verið samstaða fram á þennan dag að setja í forgang þá er það málþóf.“ „En vissulega vonar maður að það sé hægt að ná samkomulagi við stjórnarandstöðuna því það skiptir verulega miklu máli fyrir ásýnd þingsins að við lendum þessu í góðu samkomulagi og förum þá glöð inn í páskafríið. Þetta snýst einfaldlega líka um það að samfélagið fái þessi mál sem eru hér á dagskrá inn til umsagnar þannig við getum hafið vinnuna á krafti á ný inni í nefndnunum,“ sagði hann. Áslaug, hver er tilgangurinn? Er verið að reyna að tefja? „Ég held að ríkisstjórnin hafi ekki kynnst málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf. Hér er um að ræða stór og mikilvæg mál í fyrstu umræðu þingsins, hvort sem það er fjármálaáætlun eða stefnan í síðustu viku, mennta- og orkumál og málefni Grindvíkinga,“ sagði Áslaug Arna. Áslaug Arna telur ríkisstjórnina vaða yfir þingið með framkomu sinni í nefndum. „Það hefur verið þannig að þessi ríkisstjórn hefur vaðið svolítið yfir löggjafarþingið, að okkar mati, í allri vinnu í nefndunum. Bannað gestakomur og umræður um breytingar á frumvörpum.“ „Þannig að fyrsta umræðan er eiginlega okkar tækifæri til að koma okkar athugasemdum á framfæri til að eiga von um það að löggjafarþingið vinni hér faglega úr þeim málum. Enda er Alþingi ekki stimpilpúði ráðherranna,“ sagði hún. Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Fleiri fréttir Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Sjá meira
Gert er ráð fyrir að þingfundur standi yfir langt fram eftir kvöldi en þingflokksformenn ræddu sín á milli í dag vegna stöðunnar. Í gærkvöldi var fundað langt fram á kvöld og voru langar umræður um lítt umdeild mál. Elín Margrét Böðvarsdóttir fréttamaður var stödd niðri á þingi í kvöldfréttum Stöðvar 2 og ræddi þar við Sigurjón Þórðarson, þingmann Flokks fólksins og formann atvinnuveganefndar, og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttir, þingmann Sjálfstæðisflokks. Sigurjón, er þetta málþóf? „Jú, jú, þetta er málþóf,“ sagði Sigurjón. Sigurjón segir mikilvægt fyrir ásýnd þingsins að stjórn og stjórnarandstaða nái saman. „Þegar það er verið að ræða tímunum saman, fimm tíma, um Grindavíkurmál sem allir eru sammála um að greiða í gegnum þingið og hefur verið samstaða fram á þennan dag að setja í forgang þá er það málþóf.“ „En vissulega vonar maður að það sé hægt að ná samkomulagi við stjórnarandstöðuna því það skiptir verulega miklu máli fyrir ásýnd þingsins að við lendum þessu í góðu samkomulagi og förum þá glöð inn í páskafríið. Þetta snýst einfaldlega líka um það að samfélagið fái þessi mál sem eru hér á dagskrá inn til umsagnar þannig við getum hafið vinnuna á krafti á ný inni í nefndnunum,“ sagði hann. Áslaug, hver er tilgangurinn? Er verið að reyna að tefja? „Ég held að ríkisstjórnin hafi ekki kynnst málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf. Hér er um að ræða stór og mikilvæg mál í fyrstu umræðu þingsins, hvort sem það er fjármálaáætlun eða stefnan í síðustu viku, mennta- og orkumál og málefni Grindvíkinga,“ sagði Áslaug Arna. Áslaug Arna telur ríkisstjórnina vaða yfir þingið með framkomu sinni í nefndum. „Það hefur verið þannig að þessi ríkisstjórn hefur vaðið svolítið yfir löggjafarþingið, að okkar mati, í allri vinnu í nefndunum. Bannað gestakomur og umræður um breytingar á frumvörpum.“ „Þannig að fyrsta umræðan er eiginlega okkar tækifæri til að koma okkar athugasemdum á framfæri til að eiga von um það að löggjafarþingið vinni hér faglega úr þeim málum. Enda er Alþingi ekki stimpilpúði ráðherranna,“ sagði hún.
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Fleiri fréttir Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Sjá meira