Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Kjartan Kjartansson skrifar 10. apríl 2025 09:53 Íslensk stjórnvöld hafa ekki hirt um að innleiða EES-reglur um úrgang og umbúðir. Vísir/Vilhelm Eftirlitsstofnun Fríverslunarsamtaka Evrópu hefur vísað tveimur málum sem tengjast úrgangi til EFTA-dómstólsins og áminnt Ísland fyrir brot á reglum um úrgang. Áminningin er vegna skorts á áætlunum um meðhöndlun og forvarnir gegn úrgangi. Íslensk stjórnvöld hafa fengið formlegt áminningarbréf vegna brota á EES-reglum um úrgang eftir eftirlitsstofnun EFTA (ESA). Stofnunin hefur eftirlit með því að EES-ríkin Ísland, Noregur og Liechtenstein fylgi reglum evrópska efnahagssvæðisins. Ísland er áminnt fyrir að tryggja ekki að áætlanir um meðhöndlun úrgangs og forvarnir gegn úrgangi séu til staðar á landsvísu í samræmi við rammatilskipun um úrgang. Formlegt áminningarbréf er sagt fyrsta skrefið í samningsbrotamáli. Enn hafi nokkur íslensk sveitarfélög ekki sett á fót svæðisbundnar útgangsstjórnunaráætlanir eins og þeim sé skylt samkvæmt tilskipuninni. Þá hafi landsbundin áætlun um forvarnir gegn myndun úrgangs ekki verið uppfærð eins og ætlast sé til. Höfum ekki innleitt að fullu reglur um umbúðir Þá vísaði ESA tveimur aðskildum málum sem tengjast úrgangi til EFTA-dómstólsins þar sem Ísland hefur aðeins innleitt EES-reglur að hluta til. Vísun mála til EFTA-dómstólsins er lokaskrefið í formlegum samningsbrotamálum ESA gegn aðildarríkjum. Fyrra málið er sagt varða urðun úrgangs en reglurnar sem Ísland hefur enn ekki innleitt að fullu eiga að takmarka magn úrgangs sem er sent til urðunar og setja fram rekstrarkröfur fyrir urðunarstaði til að vernda heilsu manna og umhverfið. ESA áminnti Ísland í ágúst árið 2022 og rökstuddi það álit í febrúar 2023. Hitt málið snýst um að Ísland hafi ekk innleitt að fullu reglur um umbúðir og umbúðaúrgang sem kveða á um hvaða tegundir umbúða megi setja á markað innan evrópska efnahagssvæðisins. Formlegt áminningarbréf var gefið út vegna þess í mars 2022 og álit ESA rökstutt í maí sama ár. EES-samningurinn Evrópusambandið Sorphirða Stjórnsýsla Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Sjá meira
Íslensk stjórnvöld hafa fengið formlegt áminningarbréf vegna brota á EES-reglum um úrgang eftir eftirlitsstofnun EFTA (ESA). Stofnunin hefur eftirlit með því að EES-ríkin Ísland, Noregur og Liechtenstein fylgi reglum evrópska efnahagssvæðisins. Ísland er áminnt fyrir að tryggja ekki að áætlanir um meðhöndlun úrgangs og forvarnir gegn úrgangi séu til staðar á landsvísu í samræmi við rammatilskipun um úrgang. Formlegt áminningarbréf er sagt fyrsta skrefið í samningsbrotamáli. Enn hafi nokkur íslensk sveitarfélög ekki sett á fót svæðisbundnar útgangsstjórnunaráætlanir eins og þeim sé skylt samkvæmt tilskipuninni. Þá hafi landsbundin áætlun um forvarnir gegn myndun úrgangs ekki verið uppfærð eins og ætlast sé til. Höfum ekki innleitt að fullu reglur um umbúðir Þá vísaði ESA tveimur aðskildum málum sem tengjast úrgangi til EFTA-dómstólsins þar sem Ísland hefur aðeins innleitt EES-reglur að hluta til. Vísun mála til EFTA-dómstólsins er lokaskrefið í formlegum samningsbrotamálum ESA gegn aðildarríkjum. Fyrra málið er sagt varða urðun úrgangs en reglurnar sem Ísland hefur enn ekki innleitt að fullu eiga að takmarka magn úrgangs sem er sent til urðunar og setja fram rekstrarkröfur fyrir urðunarstaði til að vernda heilsu manna og umhverfið. ESA áminnti Ísland í ágúst árið 2022 og rökstuddi það álit í febrúar 2023. Hitt málið snýst um að Ísland hafi ekk innleitt að fullu reglur um umbúðir og umbúðaúrgang sem kveða á um hvaða tegundir umbúða megi setja á markað innan evrópska efnahagssvæðisins. Formlegt áminningarbréf var gefið út vegna þess í mars 2022 og álit ESA rökstutt í maí sama ár.
EES-samningurinn Evrópusambandið Sorphirða Stjórnsýsla Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Sjá meira