Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 11. apríl 2025 07:32 Haft var eftir Andrési Jónssyni almannatengli í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun, aðspurður hvort hann gerði ráð fyrir málefnalegri og sanngjarnri umræðu í aðdraganda fyrirhugaðrar þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort stefna eigi að inngöngu í Evrópusambandið, að hann hefði sagt nei við því fyrir nokkrum árum. Nú væri hins vegar kominn nýr vinkill í umræðuna sem væru öryggis- og varnarmálin í stað þess að hún snerist einungis um sjávarútvegsmálin. „Ég hefði sagt nei fyrir einhverjum árum en nú er þessi nýi vinkill kominn inn, sem er öryggis- og varnarmál, og sem er að hafa rosaleg áhrif í Noregi. Norðmenn hafa aldrei verið jafn nálægt því að ganga í Evrópusambandið. Við sáum að Svíar gengu í NATO með skömmum fyrirvara. Þannig að ég held að vegna þessa nýja vinkils muni þetta ekki bara snúast um sjávarútvegsmál heldur líka með hverjum við viljum vera,“ sagði Andrés þannig meðal annars í þættinum. Fyrir það fyrsta er vitanlega mjög langur vegur frá því að umræðan um Evrópusambandið hér á landi hafi aðeins snúizt um sjávarútvegsmál. Í seinni tíð hefur hún líklega snúizt mun meira um gjaldmiðlamál að frumkvæði Evrópusambandssinna. Hitt er svo annað mál að erfitt er að átta sig á því hvers vegna það geti talizt ósanngjarnt að ræða sjávarútvegsmálin í þessum efnum þó skiljanlegt sé að sú umræða sé erfið fyrir Andrés og aðra sem vilja ganga í sambandið. Fimm prósent af alþingismanni Væntanlega þarf ekki að hafa mörg orð um það hversu mikilir hagsmunir eru í húfi fyrir þjóðarbúið þegar sjávarútvegurinn er annars vegar. Með inngöngu í Evrópusambandið færðist stjórn hérlendra sjávarútvegsmála til stofnana þess í samræmi við Lissabon-sáttmálann, grundvallarlöggjöf sambandsins. Svonefnd regla Evrópusambandsins um hlutfallslega stöðugar veiðar breytir engu í þeim efnum enda er hún í raun aðeins vinnuregla ráðherraráðs sambandsins. Hægt væri að breyta reglunni um hlutfallslega stöðugar veiðar, sem kveður á um úthlutun aflaheimilda samkvæmt sögulegri veiðireynslu og til stendur að gera, án aðkomu Íslands þó landið væri í Evrópusambandinu enda þarf ekki einróma samþykki í ráðherraráðinu þegar sjávarútvegsmál eru annars vegar frekar en í tilfelli nánast allra annarra málaflokka. Vægi Íslands í þeim efnum tæki mið af íbúafjölda landsins sem væri einungis á við 5% hlutdeild í alþingismanni. Varðandi Noreg er einnig langur vegur frá því að Norðmenn hafi aldrei verið líklegri til þess að ganga í Evrópusambandið. Vandséð er á hverju Andrés byggi þá fullyrðingu fyrir utan eigin óskhyggju. Meirihluti Norðmanna hefur til að mynda mælst andvígur inngöngu í sambandið í öllum skoðanakönnunum undanfarin 20 ár. Hægriflokkurinn er sem fyrr hlynntur inngöngu í Evrópusambandið en þarf stuðning flokka andvíga henni til þess að geta myndað ríkisstjórn. Tillögu um þjóðaratkvæði hafnað Tillögum um inngöngu í Evrópusambandið og þjóðaratkvæði í þeim efnum var hafnað á landsfundi Verkamannaflokksins um síðustu helgi. Þess í stað var samþykkt að innganga væri ekki á dagskrá og að samþykki nýs landsfundar þyrfti til að breyta því. Hvað Svíþjóð varðar má rifja það upp að bæði sænsk og finnsk stjórnvöld sögðu helztu ástæðuna fyrir inngöngu ríkjanna í NATO hafa verið þá að ekki væri hægt að treysta á sambandið í öryggis- og varnarmálum. Við erum þegar í varnarsamstarfi innan NATO við öll ríki Evrópusambandsins fyrir utan Írland, Austurríki, Kýpur og Möltu. Innan NATO en utan sambandsins eru hins vegar til dæmis Noregur, Bretland og Kanada auk Bandaríkjanna. Vandséð er þannig hvaða erindi við eigum í Evrópusambandið í þeim efnum sem þess utan tókst að verða háð rússneskri orku og fjármagna með því stríðsvél Rússlands samkvæmt orðum fyrrverandi utanríkisráðherra sambandsins. Væntanlega eru þessi skrif mín annars til marks um ósanngjarna umræðu um Evrópusambandið að mati Andrésar þar sem þau henta ekki málstað hans og annarra Evrópusambandssinna. Tal um að umræðan sé ekki sanngjörn vegna þess að þeir treysti sér ekki til þess að ræða um sjávarútvegsmálin í tengslum við sambandið er vitanlega einungis til marks um það að málstaður þeirra sem slíkur standi höllum fæti og það sem meira er, þeir séu vel meðvitaðir um það. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Sjá meira
Haft var eftir Andrési Jónssyni almannatengli í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun, aðspurður hvort hann gerði ráð fyrir málefnalegri og sanngjarnri umræðu í aðdraganda fyrirhugaðrar þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort stefna eigi að inngöngu í Evrópusambandið, að hann hefði sagt nei við því fyrir nokkrum árum. Nú væri hins vegar kominn nýr vinkill í umræðuna sem væru öryggis- og varnarmálin í stað þess að hún snerist einungis um sjávarútvegsmálin. „Ég hefði sagt nei fyrir einhverjum árum en nú er þessi nýi vinkill kominn inn, sem er öryggis- og varnarmál, og sem er að hafa rosaleg áhrif í Noregi. Norðmenn hafa aldrei verið jafn nálægt því að ganga í Evrópusambandið. Við sáum að Svíar gengu í NATO með skömmum fyrirvara. Þannig að ég held að vegna þessa nýja vinkils muni þetta ekki bara snúast um sjávarútvegsmál heldur líka með hverjum við viljum vera,“ sagði Andrés þannig meðal annars í þættinum. Fyrir það fyrsta er vitanlega mjög langur vegur frá því að umræðan um Evrópusambandið hér á landi hafi aðeins snúizt um sjávarútvegsmál. Í seinni tíð hefur hún líklega snúizt mun meira um gjaldmiðlamál að frumkvæði Evrópusambandssinna. Hitt er svo annað mál að erfitt er að átta sig á því hvers vegna það geti talizt ósanngjarnt að ræða sjávarútvegsmálin í þessum efnum þó skiljanlegt sé að sú umræða sé erfið fyrir Andrés og aðra sem vilja ganga í sambandið. Fimm prósent af alþingismanni Væntanlega þarf ekki að hafa mörg orð um það hversu mikilir hagsmunir eru í húfi fyrir þjóðarbúið þegar sjávarútvegurinn er annars vegar. Með inngöngu í Evrópusambandið færðist stjórn hérlendra sjávarútvegsmála til stofnana þess í samræmi við Lissabon-sáttmálann, grundvallarlöggjöf sambandsins. Svonefnd regla Evrópusambandsins um hlutfallslega stöðugar veiðar breytir engu í þeim efnum enda er hún í raun aðeins vinnuregla ráðherraráðs sambandsins. Hægt væri að breyta reglunni um hlutfallslega stöðugar veiðar, sem kveður á um úthlutun aflaheimilda samkvæmt sögulegri veiðireynslu og til stendur að gera, án aðkomu Íslands þó landið væri í Evrópusambandinu enda þarf ekki einróma samþykki í ráðherraráðinu þegar sjávarútvegsmál eru annars vegar frekar en í tilfelli nánast allra annarra málaflokka. Vægi Íslands í þeim efnum tæki mið af íbúafjölda landsins sem væri einungis á við 5% hlutdeild í alþingismanni. Varðandi Noreg er einnig langur vegur frá því að Norðmenn hafi aldrei verið líklegri til þess að ganga í Evrópusambandið. Vandséð er á hverju Andrés byggi þá fullyrðingu fyrir utan eigin óskhyggju. Meirihluti Norðmanna hefur til að mynda mælst andvígur inngöngu í sambandið í öllum skoðanakönnunum undanfarin 20 ár. Hægriflokkurinn er sem fyrr hlynntur inngöngu í Evrópusambandið en þarf stuðning flokka andvíga henni til þess að geta myndað ríkisstjórn. Tillögu um þjóðaratkvæði hafnað Tillögum um inngöngu í Evrópusambandið og þjóðaratkvæði í þeim efnum var hafnað á landsfundi Verkamannaflokksins um síðustu helgi. Þess í stað var samþykkt að innganga væri ekki á dagskrá og að samþykki nýs landsfundar þyrfti til að breyta því. Hvað Svíþjóð varðar má rifja það upp að bæði sænsk og finnsk stjórnvöld sögðu helztu ástæðuna fyrir inngöngu ríkjanna í NATO hafa verið þá að ekki væri hægt að treysta á sambandið í öryggis- og varnarmálum. Við erum þegar í varnarsamstarfi innan NATO við öll ríki Evrópusambandsins fyrir utan Írland, Austurríki, Kýpur og Möltu. Innan NATO en utan sambandsins eru hins vegar til dæmis Noregur, Bretland og Kanada auk Bandaríkjanna. Vandséð er þannig hvaða erindi við eigum í Evrópusambandið í þeim efnum sem þess utan tókst að verða háð rússneskri orku og fjármagna með því stríðsvél Rússlands samkvæmt orðum fyrrverandi utanríkisráðherra sambandsins. Væntanlega eru þessi skrif mín annars til marks um ósanngjarna umræðu um Evrópusambandið að mati Andrésar þar sem þau henta ekki málstað hans og annarra Evrópusambandssinna. Tal um að umræðan sé ekki sanngjörn vegna þess að þeir treysti sér ekki til þess að ræða um sjávarútvegsmálin í tengslum við sambandið er vitanlega einungis til marks um það að málstaður þeirra sem slíkur standi höllum fæti og það sem meira er, þeir séu vel meðvitaðir um það. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is.
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun