Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Lovísa Arnardóttir skrifar 10. apríl 2025 22:00 Atvikið átti sér stað í miðbæ Reykjavíkur. Vísir Lögreglumaðurinn þarf að greiða 300 þúsund króna sekt og 200 þúsund í miskabætur til manns fyrir brot í opinberu starfi og líkamsárás. Lögreglumaðurinn beitti kylfu við handtöku þegar ekki þótti nauðsyn til. Lögreglumaðurinn sló mann sem hann handtók fjórum sinnum með kylfu í lærið við handtöku án þess að það hefði verið brýn nauðsyn til. Í dómi kemur fram að lögreglumaðurinn hafi beitt kylfunni eftir að hafa beitt piparúða ítrekað og náð að yfirbuga manninn. Fleiri lögreglumenn hafi auk þess verið á leið á vettvang og því ólíklegt að lögreglumanninum hefði stafað hætta af manninum. Við þær aðstæður sé ekki hægt að telja að það hafi verið brýn nauðsyn að slá manninn með kylfunni. Landsréttur fellst því á að lögreglumaðurinn hafi farið offari hvað varðar notkun kylfunnar og ekki gætt lögmætra aðferða við handtöku mannsins. Í dómi kemur fram að lögreglumaðurinn hafi þó ekki verið talinn hafa farið offari við handtökuna þegar hann beitti piparúða eða þegar hann ýtti fæti sínum í hnésbót mannsins. Við ákvörðun refsingarinnar var horft til þess að framganga lögreglumannsins olli manninum ekki líkamlegu tjóni og til þess að lögreglumaðurinn hafði ekki einbeittan brotavilja til þess. Lögreglumanninum hafi ekki gengið annað til verks en að yfirbuga manninn við handtöku. Lögreglumaðurinn handtók manninn í kjölfar þess að hann tók þátt í slagsmálum fyrir utan skemmtistaðinn LÚX í maí 2023. Fram kemur í dómi að lögreglumaðurinn hafi ítrekað gefið manninum fyrirmæli og er tekið fram að ekki sé umdeilt að þörf hafi verið á handtöku, það sé aðeins umdeilt hvernig hún fór fram. Reykjavík Lögreglan Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Lögreglumaðurinn sló mann sem hann handtók fjórum sinnum með kylfu í lærið við handtöku án þess að það hefði verið brýn nauðsyn til. Í dómi kemur fram að lögreglumaðurinn hafi beitt kylfunni eftir að hafa beitt piparúða ítrekað og náð að yfirbuga manninn. Fleiri lögreglumenn hafi auk þess verið á leið á vettvang og því ólíklegt að lögreglumanninum hefði stafað hætta af manninum. Við þær aðstæður sé ekki hægt að telja að það hafi verið brýn nauðsyn að slá manninn með kylfunni. Landsréttur fellst því á að lögreglumaðurinn hafi farið offari hvað varðar notkun kylfunnar og ekki gætt lögmætra aðferða við handtöku mannsins. Í dómi kemur fram að lögreglumaðurinn hafi þó ekki verið talinn hafa farið offari við handtökuna þegar hann beitti piparúða eða þegar hann ýtti fæti sínum í hnésbót mannsins. Við ákvörðun refsingarinnar var horft til þess að framganga lögreglumannsins olli manninum ekki líkamlegu tjóni og til þess að lögreglumaðurinn hafði ekki einbeittan brotavilja til þess. Lögreglumanninum hafi ekki gengið annað til verks en að yfirbuga manninn við handtöku. Lögreglumaðurinn handtók manninn í kjölfar þess að hann tók þátt í slagsmálum fyrir utan skemmtistaðinn LÚX í maí 2023. Fram kemur í dómi að lögreglumaðurinn hafi ítrekað gefið manninum fyrirmæli og er tekið fram að ekki sé umdeilt að þörf hafi verið á handtöku, það sé aðeins umdeilt hvernig hún fór fram.
Reykjavík Lögreglan Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira