Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Lovísa Arnardóttir skrifar 10. apríl 2025 22:00 Atvikið átti sér stað í miðbæ Reykjavíkur. Vísir Lögreglumaðurinn þarf að greiða 300 þúsund króna sekt og 200 þúsund í miskabætur til manns fyrir brot í opinberu starfi og líkamsárás. Lögreglumaðurinn beitti kylfu við handtöku þegar ekki þótti nauðsyn til. Lögreglumaðurinn sló mann sem hann handtók fjórum sinnum með kylfu í lærið við handtöku án þess að það hefði verið brýn nauðsyn til. Í dómi kemur fram að lögreglumaðurinn hafi beitt kylfunni eftir að hafa beitt piparúða ítrekað og náð að yfirbuga manninn. Fleiri lögreglumenn hafi auk þess verið á leið á vettvang og því ólíklegt að lögreglumanninum hefði stafað hætta af manninum. Við þær aðstæður sé ekki hægt að telja að það hafi verið brýn nauðsyn að slá manninn með kylfunni. Landsréttur fellst því á að lögreglumaðurinn hafi farið offari hvað varðar notkun kylfunnar og ekki gætt lögmætra aðferða við handtöku mannsins. Í dómi kemur fram að lögreglumaðurinn hafi þó ekki verið talinn hafa farið offari við handtökuna þegar hann beitti piparúða eða þegar hann ýtti fæti sínum í hnésbót mannsins. Við ákvörðun refsingarinnar var horft til þess að framganga lögreglumannsins olli manninum ekki líkamlegu tjóni og til þess að lögreglumaðurinn hafði ekki einbeittan brotavilja til þess. Lögreglumanninum hafi ekki gengið annað til verks en að yfirbuga manninn við handtöku. Lögreglumaðurinn handtók manninn í kjölfar þess að hann tók þátt í slagsmálum fyrir utan skemmtistaðinn LÚX í maí 2023. Fram kemur í dómi að lögreglumaðurinn hafi ítrekað gefið manninum fyrirmæli og er tekið fram að ekki sé umdeilt að þörf hafi verið á handtöku, það sé aðeins umdeilt hvernig hún fór fram. Reykjavík Lögreglan Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Lögreglumaðurinn sló mann sem hann handtók fjórum sinnum með kylfu í lærið við handtöku án þess að það hefði verið brýn nauðsyn til. Í dómi kemur fram að lögreglumaðurinn hafi beitt kylfunni eftir að hafa beitt piparúða ítrekað og náð að yfirbuga manninn. Fleiri lögreglumenn hafi auk þess verið á leið á vettvang og því ólíklegt að lögreglumanninum hefði stafað hætta af manninum. Við þær aðstæður sé ekki hægt að telja að það hafi verið brýn nauðsyn að slá manninn með kylfunni. Landsréttur fellst því á að lögreglumaðurinn hafi farið offari hvað varðar notkun kylfunnar og ekki gætt lögmætra aðferða við handtöku mannsins. Í dómi kemur fram að lögreglumaðurinn hafi þó ekki verið talinn hafa farið offari við handtökuna þegar hann beitti piparúða eða þegar hann ýtti fæti sínum í hnésbót mannsins. Við ákvörðun refsingarinnar var horft til þess að framganga lögreglumannsins olli manninum ekki líkamlegu tjóni og til þess að lögreglumaðurinn hafði ekki einbeittan brotavilja til þess. Lögreglumanninum hafi ekki gengið annað til verks en að yfirbuga manninn við handtöku. Lögreglumaðurinn handtók manninn í kjölfar þess að hann tók þátt í slagsmálum fyrir utan skemmtistaðinn LÚX í maí 2023. Fram kemur í dómi að lögreglumaðurinn hafi ítrekað gefið manninum fyrirmæli og er tekið fram að ekki sé umdeilt að þörf hafi verið á handtöku, það sé aðeins umdeilt hvernig hún fór fram.
Reykjavík Lögreglan Lögreglumál Dómsmál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira