Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar 10. apríl 2025 22:30 Fyrir nokkrum dögum var viðtal við formann geðráðs í Speglinum á Rúv. Ástæðan var að ekki er gert ráð fyrir nýju húsnæði fyrir geðdeildir í fjárhagsáætlun ríkisstjórnarinnar. Við hönnun á nýjum Landspítala var ekki gert ráð fyrir þeim og bundnar vonir um að úr því yrði bætt með nýju geðhúsi á næstunni, í heilandi umhverfi með batamiðaðri hönnun. Ég ætla ekki að gera lítið úr þörfinni á nýju húsnæði, byggingar geðdeildarinnar eru barn síns tíma og á Hringbraut hefur byggingin að mínu mati aldrei verið heilandi né hentug fyrir starfsemina. En ég verð svolítið hugsi þegar talað er um batamiðaða hönnun og húsnæði, það hljómar að vísu vel og ég efa ekki góðan hug þeirra sem um málið fjalla. En batamiðað húsnæði er ekki nóg þegar innihaldið er ekki af sama meiði. Er nóg að húsnæðið sé batamiðað? Verður ekki hugmyndafræði meðferðar að vera að sama skapi byggð á bata og batamiðuðum viðhorfum? Því miður eigum við að mínu mati langt í land þarna, meðferð er hér að miklu leyti byggð á læknis- og lyfjafræðilegri hugmyndafræði, sem er að mati margra gengin sér til húðar, og undanfarin ár hefur Alþjóða heilbrigðisstofnunin gefið út fjölda leiðbeininga til heilbrigðisstarfsfólks um að draga úr þessum áherslum og fara að vinna meira með sálfélagslega þætti, svo sem sögu fólks og samfélagslegar aðstæður. Er ekki gullið tækifæri núna að endurhugsa og breyta þessu úr sér gengna kerfi? Hvernig væri að skoða Trieste-líkanið svokallaða sem var byltingarkennt frumkvöðlastarf hins ítalska geðlæknis Franco Basaglia í Trieste á norðurhluta Ítalíu á áttunda áratug síðustu aldar? Hugmyndafræði hans byggðist á mannréttindum, virðingu og þeirri skoðun að fólk með geðrænar áskoranir ætti ekki að loka inni á stofnunum, heldur ætti að styðja til lífs og fullrar þátttöku í samfélaginu. Alþjóða heilbrigðisstofnunin hefur viðurkennt Trieste-líkanið sem staðal á heimsvísu fyrir samfélagsgeðþjónustu, með áherslum sínum á persónuleg tengsl, fjölskylduþátttöku, bættum lífsskilyrðum og tækifærum til vinnu og tómstunda. Þess má geta að í Trieste er Alþjóðaheilbrigðisstofnunin með samvinnumiðstöð fyrir rannsóknir og þjálfun í geðheilbrigðismálum. (WHO collaborating Centre for Research and Training in Mental Health). Lykilatriði í hugmyndafræði Trieste-líkansins eru: Lokun hefðbundinna geðsjúkrahúsa og lokaðra geðdeilda: með bráðaplássum á almennum spítölum og legupláss á geðmiðstöðvum. Með 240.000 íbúa eru 6 bráðapláss á almennum spítala og 30 á geðmiðstöðvum í Trieste. Samfélagsgeðþjónusta: þar sem boðið er upp á geðteymi af ýmsum toga, allt eftir þörfum, geðmiðstöðvar með legupláss, áhersla á atvinnuþátttöku og heimili við hæfi, fjölskyldustuðning, fræðslu til almennings til að minnka fordóma og auka inngildingu. Heildræna nálgun: ekki bara lyfjameðferð, heldur áherslu á húsnæði, atvinnu, næringu, félagsleg tengsl og persónulegar óskir. Í Trieste eru samvinnufélög notenda sem reka kaffihús, gistiheimili, gróðurhús og margt fleira. Samvinna: Notendur þjónustunnar eru virkir þátttakendur í meðferðinni og við gerð áætlana, mikil áhersla á samtalið og samstarfið. Opin samtöl (open dialogue) hafa verið tekin inn í meðferð við geðrofi. Þessi nálgun hefur haft áhrif á endurskoðun geðheilbrigðiskerfa víða um heim, árangurinn hefur falist í fækkun innlagna, minnkun nauðungar í meðferð og færri alvarlegum afleiðingum geðrænna áskorana. Hún þykir auðvitað mjög róttæk og það þarf að breyta ýmsu til að koma henni á koppinn Þótt ýmsu hafi verið breytt og fólk ílengist ekki á stofnunum er samfélagsgeðþjónustan hér enn brotakennd, vægast sagt. En hér höfum við tækifæri, við erum fámenn, rík, notendur hafa verið að eflast og við eigum margt ágætt fagfólk. Á Ítalíu hefur líkanið átt undir högg að sækja undanfarið, mjög íhaldssöm öfl hafa reynt að eyðileggja það með ýmsum ráðum, en margir hafa komið því til stuðnings, svo sem geðlæknirinn Allan Francis, sálfræðingurinn Vincento Passante og fleiri. Hér þarf að mínu mati meira en batamiðað húsnæði, hér þarf róttækar breytingar svo að hin svokallaða batamiðaða þjónusta í geðheilbrigðiskerfinu virki ekki eins og sykraður glassúr yfir sama, gamla þreytta kerfið. Höfundur er geðhjúkrunarfræðingur. Hægt að lesa um Trieste-líkanið: World Health Organization. Guidance on Community Mental Health Services: Promoting Person-Centred andRights-BasedApproaches. WHO, 2021. https://www.who.int/publications/i/item/9789240025707 The Independent, 22 June 2021. https://www.independent.co.uk/independentpremium/world/trieste-mental-health-italy-politics-b1870595.html Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum dögum var viðtal við formann geðráðs í Speglinum á Rúv. Ástæðan var að ekki er gert ráð fyrir nýju húsnæði fyrir geðdeildir í fjárhagsáætlun ríkisstjórnarinnar. Við hönnun á nýjum Landspítala var ekki gert ráð fyrir þeim og bundnar vonir um að úr því yrði bætt með nýju geðhúsi á næstunni, í heilandi umhverfi með batamiðaðri hönnun. Ég ætla ekki að gera lítið úr þörfinni á nýju húsnæði, byggingar geðdeildarinnar eru barn síns tíma og á Hringbraut hefur byggingin að mínu mati aldrei verið heilandi né hentug fyrir starfsemina. En ég verð svolítið hugsi þegar talað er um batamiðaða hönnun og húsnæði, það hljómar að vísu vel og ég efa ekki góðan hug þeirra sem um málið fjalla. En batamiðað húsnæði er ekki nóg þegar innihaldið er ekki af sama meiði. Er nóg að húsnæðið sé batamiðað? Verður ekki hugmyndafræði meðferðar að vera að sama skapi byggð á bata og batamiðuðum viðhorfum? Því miður eigum við að mínu mati langt í land þarna, meðferð er hér að miklu leyti byggð á læknis- og lyfjafræðilegri hugmyndafræði, sem er að mati margra gengin sér til húðar, og undanfarin ár hefur Alþjóða heilbrigðisstofnunin gefið út fjölda leiðbeininga til heilbrigðisstarfsfólks um að draga úr þessum áherslum og fara að vinna meira með sálfélagslega þætti, svo sem sögu fólks og samfélagslegar aðstæður. Er ekki gullið tækifæri núna að endurhugsa og breyta þessu úr sér gengna kerfi? Hvernig væri að skoða Trieste-líkanið svokallaða sem var byltingarkennt frumkvöðlastarf hins ítalska geðlæknis Franco Basaglia í Trieste á norðurhluta Ítalíu á áttunda áratug síðustu aldar? Hugmyndafræði hans byggðist á mannréttindum, virðingu og þeirri skoðun að fólk með geðrænar áskoranir ætti ekki að loka inni á stofnunum, heldur ætti að styðja til lífs og fullrar þátttöku í samfélaginu. Alþjóða heilbrigðisstofnunin hefur viðurkennt Trieste-líkanið sem staðal á heimsvísu fyrir samfélagsgeðþjónustu, með áherslum sínum á persónuleg tengsl, fjölskylduþátttöku, bættum lífsskilyrðum og tækifærum til vinnu og tómstunda. Þess má geta að í Trieste er Alþjóðaheilbrigðisstofnunin með samvinnumiðstöð fyrir rannsóknir og þjálfun í geðheilbrigðismálum. (WHO collaborating Centre for Research and Training in Mental Health). Lykilatriði í hugmyndafræði Trieste-líkansins eru: Lokun hefðbundinna geðsjúkrahúsa og lokaðra geðdeilda: með bráðaplássum á almennum spítölum og legupláss á geðmiðstöðvum. Með 240.000 íbúa eru 6 bráðapláss á almennum spítala og 30 á geðmiðstöðvum í Trieste. Samfélagsgeðþjónusta: þar sem boðið er upp á geðteymi af ýmsum toga, allt eftir þörfum, geðmiðstöðvar með legupláss, áhersla á atvinnuþátttöku og heimili við hæfi, fjölskyldustuðning, fræðslu til almennings til að minnka fordóma og auka inngildingu. Heildræna nálgun: ekki bara lyfjameðferð, heldur áherslu á húsnæði, atvinnu, næringu, félagsleg tengsl og persónulegar óskir. Í Trieste eru samvinnufélög notenda sem reka kaffihús, gistiheimili, gróðurhús og margt fleira. Samvinna: Notendur þjónustunnar eru virkir þátttakendur í meðferðinni og við gerð áætlana, mikil áhersla á samtalið og samstarfið. Opin samtöl (open dialogue) hafa verið tekin inn í meðferð við geðrofi. Þessi nálgun hefur haft áhrif á endurskoðun geðheilbrigðiskerfa víða um heim, árangurinn hefur falist í fækkun innlagna, minnkun nauðungar í meðferð og færri alvarlegum afleiðingum geðrænna áskorana. Hún þykir auðvitað mjög róttæk og það þarf að breyta ýmsu til að koma henni á koppinn Þótt ýmsu hafi verið breytt og fólk ílengist ekki á stofnunum er samfélagsgeðþjónustan hér enn brotakennd, vægast sagt. En hér höfum við tækifæri, við erum fámenn, rík, notendur hafa verið að eflast og við eigum margt ágætt fagfólk. Á Ítalíu hefur líkanið átt undir högg að sækja undanfarið, mjög íhaldssöm öfl hafa reynt að eyðileggja það með ýmsum ráðum, en margir hafa komið því til stuðnings, svo sem geðlæknirinn Allan Francis, sálfræðingurinn Vincento Passante og fleiri. Hér þarf að mínu mati meira en batamiðað húsnæði, hér þarf róttækar breytingar svo að hin svokallaða batamiðaða þjónusta í geðheilbrigðiskerfinu virki ekki eins og sykraður glassúr yfir sama, gamla þreytta kerfið. Höfundur er geðhjúkrunarfræðingur. Hægt að lesa um Trieste-líkanið: World Health Organization. Guidance on Community Mental Health Services: Promoting Person-Centred andRights-BasedApproaches. WHO, 2021. https://www.who.int/publications/i/item/9789240025707 The Independent, 22 June 2021. https://www.independent.co.uk/independentpremium/world/trieste-mental-health-italy-politics-b1870595.html
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun