Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar 11. apríl 2025 09:00 Þegar skipulag er framkvæmt án samráðs og kjörnir fulltrúar víkja sér undan ábyrgð – þá verður traustið að endurheimtast með nýrri forystu. Það þarf hugrekki til að viðurkenna mistök – og enn meira hugrekki til að takast á við afleiðingar gjörða sinna. Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, hefur sagst tilbúin að „axla ábyrgð“, en í raun virðist hún einungis viðurkenna ábyrgðina í orði – án þess að axla ábyrgð. Eins og málfræðingurinn Eiríkur Rögnvaldsson hefur bent á, er grundvallarmunur á því að bera ábyrgð og axla ábyrgð. Fólk ber ábyrgð á tilteknum hlutum samkvæmt lögum, siðareglum eða almennum venjum í mannlegum samskiptum, og undan þeirri ábyrgð verður ekki vikist – hún er ekki valkvæð. Að axla ábyrgð þýðir hins vegar að viðurkenna þessa ábyrgð í verki, taka afleiðingum eigin gjörða og leitast við að bæta fyrir mistök. Þetta er ekki spurning um orð, heldur um gjörðir. Í kjölfar þess að risavaxið iðnaðarhúsnæði reis þétt upp við fjölbýlishús í Breiðholti – framkvæmd sem fór fram án viðunandi samráðs og er nú almennt kölluð „græna skrímslið“ eða „græna gímaldið“ – þar sem íbúar fengu hvorki skýr svör né tækifæri til raunverulegs samráðs, og stórar ákvarðanir voru teknar í skjóli óljósra og ógegnsærra ferla, ætti Dóra að sýna í verki að hún skilji þann mun. Hún hefur brugðist trausti borgarbúa – ekki einungis með gjörðum sínum heldur einnig með afstöðu sinni þegar skaðinn er skeður. Hún biður ekki um fyrirgefningu – hún afsakar sig. Þetta dugar ekki. Að sama skapi hefur umræðan um uppbyggingu allt að 100 íbúða við andapollinn í Seljahverfi valdið réttmætri óánægju. Svæðið, sem íbúar þekkja sem friðsælt útivistarsvæði og barnaleiksvæði, hefur nú verið sett á kort sem þróunarsvæði – með tölum sem gefa til kynna mögulega uppbyggingu íbúða. Þrátt fyrir yfirlýsingar um að ekkert sé ákveðið, eru þessar tölur ekki teknar út og ekki settar fram með fyrirvara. Það er erfitt að tala um „samráð“ við slíkar aðstæður – þegar traustið vantar. Það sem veldur aukinni vantrú eru yfirlýsingar hennar þar sem hún stillir kynjum upp sem andstæðum í pólitík. Hún hefur meðal annars fullyrt að konur þurfi að „koma og taka til“ eftir karlmenn sem valdi „veseni“. Slíkar yfirlýsingar eru ekki aðeins ósanngjarnar, heldur grafa þær undan virðingu fyrir fólki – af öllum kynjum – sem vinnur heiðarlega að bættum samfélögum. Í lýðræðissamfélagi eigum við ekki að sundra, heldur sameina. Abraham Lincoln sagði eitt sinn: „Þú getur ekki forðast ábyrgð morgundagsins með því að komast hjá henni í dag.“ Þessi orð eiga vel við. Dóra Björt hefur fengið mörg tækifæri til að axla ábyrgð – en hún hefur ekki nýtt þau. Þegar traust glatast dugar ekki að tala um úrbætur. Það þarf að sýna ábyrgð í verki – og það byrjar með því að stíga til hliðar. Þannig skapast rými fyrir nýtt upphaf, nýja sýn og forystu sem nýtur raunverulegs trausts samfélagsins. Dóra Björt ætti því að stíga til hliðar úr umhverfis- og skipulagsráði. Íbúar borgarinnar eiga kost á að velja sér nýja forystu að ári – og þeim má treysta til þess. Fólk vill ekki lengur heyra falleg orð – það vill sjá heiðarleika, ábyrgð og raunverulegt samtal við íbúa. Það er ekki of mikið að biðja um. Það er lágmark. Höfundur er verkfræðingur og íbúi í Breiðholti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Þegar skipulag er framkvæmt án samráðs og kjörnir fulltrúar víkja sér undan ábyrgð – þá verður traustið að endurheimtast með nýrri forystu. Það þarf hugrekki til að viðurkenna mistök – og enn meira hugrekki til að takast á við afleiðingar gjörða sinna. Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, hefur sagst tilbúin að „axla ábyrgð“, en í raun virðist hún einungis viðurkenna ábyrgðina í orði – án þess að axla ábyrgð. Eins og málfræðingurinn Eiríkur Rögnvaldsson hefur bent á, er grundvallarmunur á því að bera ábyrgð og axla ábyrgð. Fólk ber ábyrgð á tilteknum hlutum samkvæmt lögum, siðareglum eða almennum venjum í mannlegum samskiptum, og undan þeirri ábyrgð verður ekki vikist – hún er ekki valkvæð. Að axla ábyrgð þýðir hins vegar að viðurkenna þessa ábyrgð í verki, taka afleiðingum eigin gjörða og leitast við að bæta fyrir mistök. Þetta er ekki spurning um orð, heldur um gjörðir. Í kjölfar þess að risavaxið iðnaðarhúsnæði reis þétt upp við fjölbýlishús í Breiðholti – framkvæmd sem fór fram án viðunandi samráðs og er nú almennt kölluð „græna skrímslið“ eða „græna gímaldið“ – þar sem íbúar fengu hvorki skýr svör né tækifæri til raunverulegs samráðs, og stórar ákvarðanir voru teknar í skjóli óljósra og ógegnsærra ferla, ætti Dóra að sýna í verki að hún skilji þann mun. Hún hefur brugðist trausti borgarbúa – ekki einungis með gjörðum sínum heldur einnig með afstöðu sinni þegar skaðinn er skeður. Hún biður ekki um fyrirgefningu – hún afsakar sig. Þetta dugar ekki. Að sama skapi hefur umræðan um uppbyggingu allt að 100 íbúða við andapollinn í Seljahverfi valdið réttmætri óánægju. Svæðið, sem íbúar þekkja sem friðsælt útivistarsvæði og barnaleiksvæði, hefur nú verið sett á kort sem þróunarsvæði – með tölum sem gefa til kynna mögulega uppbyggingu íbúða. Þrátt fyrir yfirlýsingar um að ekkert sé ákveðið, eru þessar tölur ekki teknar út og ekki settar fram með fyrirvara. Það er erfitt að tala um „samráð“ við slíkar aðstæður – þegar traustið vantar. Það sem veldur aukinni vantrú eru yfirlýsingar hennar þar sem hún stillir kynjum upp sem andstæðum í pólitík. Hún hefur meðal annars fullyrt að konur þurfi að „koma og taka til“ eftir karlmenn sem valdi „veseni“. Slíkar yfirlýsingar eru ekki aðeins ósanngjarnar, heldur grafa þær undan virðingu fyrir fólki – af öllum kynjum – sem vinnur heiðarlega að bættum samfélögum. Í lýðræðissamfélagi eigum við ekki að sundra, heldur sameina. Abraham Lincoln sagði eitt sinn: „Þú getur ekki forðast ábyrgð morgundagsins með því að komast hjá henni í dag.“ Þessi orð eiga vel við. Dóra Björt hefur fengið mörg tækifæri til að axla ábyrgð – en hún hefur ekki nýtt þau. Þegar traust glatast dugar ekki að tala um úrbætur. Það þarf að sýna ábyrgð í verki – og það byrjar með því að stíga til hliðar. Þannig skapast rými fyrir nýtt upphaf, nýja sýn og forystu sem nýtur raunverulegs trausts samfélagsins. Dóra Björt ætti því að stíga til hliðar úr umhverfis- og skipulagsráði. Íbúar borgarinnar eiga kost á að velja sér nýja forystu að ári – og þeim má treysta til þess. Fólk vill ekki lengur heyra falleg orð – það vill sjá heiðarleika, ábyrgð og raunverulegt samtal við íbúa. Það er ekki of mikið að biðja um. Það er lágmark. Höfundur er verkfræðingur og íbúi í Breiðholti.
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar