Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar 11. apríl 2025 16:41 11. apríl hélt Þroskahjálp málþing þar sem rætt var um svokallað Diplómanám Háskóla Íslands – eina formlega námsleiðin sem stendur fötluðu fólki með þroskahömlun til boða innan háskólakerfisins. Það er vissulega jákvætt að slíkt nám sé í boði, en staðan í dag er samt mjög takmörkuð og í raun ekki í takt við þau réttindi sem fatlað fólk á að njóta samkvæmt lögum og samningum. Á málþinginu komu fram raddir sem bentu á að fötluðu fólki ætti ekki að vera ætlað eitt sérstakt „nám fyrir fatlaða“. Fólk er ólíkt og með ólíka hæfileika – og rétt eins og aðrir ætti það að geta valið sér nám út frá áhuga og styrkleikum. Diplómanámið eins og það er í dag er afmarkað og útilokar raunverulegan aðgang að fjölbreyttu háskólanámi. Samkvæmt lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir og samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem Ísland er aðili að, á fatlað fólk rétt á aðgengi að menntun án aðgreiningar. Þar segir skýrt að fatlað fólk eigi rétt á menntun á öllum skólastigum, með viðeigandi stuðningi og aðlögun. Það er því tímabært að við förum að spyrja: Af hverju er enn þá bara eitt nám í boði? Hvað hindrar það að fleiri námsleiðir séu aðgengilegar? Hvað þarf til svo að háskólarnir sjálfir taki virkan þátt í því að gera menntun aðgengilega fyrir alla? Við verðum að horfa lengra en bara að „bjóða eitthvað“ – við þurfum að tryggja raunverulegan rétt til náms og þátttöku í samfélaginu. Diplómanámið getur verið góður kostur fyrir suma, en það má aldrei verða eini valkosturinn. Höfundur er framkvæmdastjóri Góðvildar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Skóla- og menntamál Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
11. apríl hélt Þroskahjálp málþing þar sem rætt var um svokallað Diplómanám Háskóla Íslands – eina formlega námsleiðin sem stendur fötluðu fólki með þroskahömlun til boða innan háskólakerfisins. Það er vissulega jákvætt að slíkt nám sé í boði, en staðan í dag er samt mjög takmörkuð og í raun ekki í takt við þau réttindi sem fatlað fólk á að njóta samkvæmt lögum og samningum. Á málþinginu komu fram raddir sem bentu á að fötluðu fólki ætti ekki að vera ætlað eitt sérstakt „nám fyrir fatlaða“. Fólk er ólíkt og með ólíka hæfileika – og rétt eins og aðrir ætti það að geta valið sér nám út frá áhuga og styrkleikum. Diplómanámið eins og það er í dag er afmarkað og útilokar raunverulegan aðgang að fjölbreyttu háskólanámi. Samkvæmt lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir og samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem Ísland er aðili að, á fatlað fólk rétt á aðgengi að menntun án aðgreiningar. Þar segir skýrt að fatlað fólk eigi rétt á menntun á öllum skólastigum, með viðeigandi stuðningi og aðlögun. Það er því tímabært að við förum að spyrja: Af hverju er enn þá bara eitt nám í boði? Hvað hindrar það að fleiri námsleiðir séu aðgengilegar? Hvað þarf til svo að háskólarnir sjálfir taki virkan þátt í því að gera menntun aðgengilega fyrir alla? Við verðum að horfa lengra en bara að „bjóða eitthvað“ – við þurfum að tryggja raunverulegan rétt til náms og þátttöku í samfélaginu. Diplómanámið getur verið góður kostur fyrir suma, en það má aldrei verða eini valkosturinn. Höfundur er framkvæmdastjóri Góðvildar.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar