Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 14. apríl 2025 14:36 Helga Arnardóttir fjölmiðlakona leitar að rangfeðruðum fyrir nýja þætti sína. Hún vill opna umræðuna. Fjölmiðlakonan Helga Arnardóttir vill opna umræðuna um rangfeðranir og afmá skömmina sem fylgir þeim. Hún segir rangfeðraða oft upplifa að þeir tilheyri ekki fjölskyldu sinni. Fólk uppgötvi af hverju það er eins og það er þegar það finnur blóðforeldri sín. Helga Arnardóttir, fjölmiðlakona og handritshöfundur, ræddi í Bítinu um nýja sjónvarpsþætti sem hún er með í vinnslu og fjalla um rangfeðranir. „Ég er að skoða rangfeðrað fólk og fólk sem kemst að því að það á annan föður, í sumum tilfellum aðra móður og haug af systkinum jafnvel sem koma til sögunnar,“ segir hún um þættina. Helga segir tilkomu lífssýnagagnagrunnsins MyHeritage hafa breytt öllu og gert fólki kleift að rekja uppruna sinn sem hafi þá leitt ýmislegt nýtt í ljós. Margar sögur af fólki fætt fyrir 1975 Rangfeðranir hafi verið mun algengari áður en sett voru lög 1975 sem víkkuðu heimild til þungunarrofs. Töluverður munur er á fjölda rangfeðraran fyrir og eftir það ár. „Við erum með þeim fyrstu í Vesturheimi sem leyfum þungunarrof, 1935. En það voru rosalega þröng skilyrði að geta komist í þungunarrof og það varð að sjúkdómsgreina konur, sem var alveg gert að einhverju leyti. En konur áttur ekkert greiðan aðgang í þetta úrræði,“ segir Helga. Árið 1938 var bætt við ákvæði sem heimilaði eyðingu ef barn kom undir við nauðgun eða sifjaspell, eða ef hætta þótti á vansköpun fósturs. Það var svo ekki fyrr en 1975 sem lög voru sett sem víkkuðu heimild til þungunarrofs. „Þannig að börn sem eru fædd fyrir 1975, það eru margar sögur þaðan,“ segir Helga. Samkvæmt tölum Íslenskrar erfðagreiningar frá 2020 eru 1,9 prósent íslensku þjóðarinnar rangfeðruð en hlutfallið er þrjú prósent hjá þeim sem eru fæddir fyrir 1970. Fólk vilji ekki varpa skömm á foreldra sína Samkvæmt barnalögum er það réttur barns til að þekkja foreldra sína. „Barn á rétt á að þekkja báða foreldra sína,“ segir í þeim. Helga segist alltaf hafa það bakvið eyrað í umfjöllun sinni því yfir málum sem þessu hvílir ákveðin skömm. „Maður skilur það, fólk er viðkvæmt fyrir því að tjá sig um þetta. Fólk er viðkvæmt fyrir því að varpa einhverri skömm á foreldra sína því oft hafa börn komið undir við sérstakar aðstæður, á skemmtunum, í partýum, í ölvun,“ segir Helga Núorðið sé orðið erfiðara að grafa mál djúpt ofan í kistu því það sé „einfaldlega hægt að fá úr því skorið hver þinn uppruni er með lífssýnaprófi á MyHeritage.com,“ segir hún. Helga segist finna fyrir því hve viðkvæmt það er að tala við fólk um þessi mál. Hins vegar sé ánægjulegt að heyra sögur af fólki sem hafi fundið ættmenni sín og því hafi verið tekið með opnum örmum. „Fólki hefur verið tekið bara stundum eins og týnda hlekknum í fjölskyldunni,“ segir hún „En að sjálfsögðu er þetta ekki alltaf þannig og ég hef alveg heyrt dæmi um að fólki sé ekki vel tekið, það sé að reyna að falast eftir einhverjum arfi eða það sé þarna í einhverjum annarlegum hvötum. Allt hafi skýrst við uppgötvunina „Sumir nefnilega hafa upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni, þeir tengja ekki við meintan föður, ná ekki sambandi og eru ekki líkir. Ég veit af konu sem fór í faðernispróf því henni fannst hún ekki vera lík neinum í fjölskyldunni,“ segir Helga. Fólk hafi jafnvel velt því fyrir sér alla ævi að það sé rangfeðrað. „Blóðböndin eru svo sterk og þegar það finnur svo sitt rétta blóðforeldri þá allt í einu skilur það af hverju það hlær svona hátt, eða talar svona hátt eða lætur svona illa,“ segir hún. „Hvers kyns hegðun sem stingur í stúf í fjölskyldum en svo finnur það sitt rétta foreldri og þá bara: ,Já, það er þess vegna sem ég er svona breiða kálfa' Þetta er alveg magnað að heyra þessar sögur,“ segir hún. Helga segist enn vera að leita að fleiri sögum þó margir séu opnir með þetta en aðrir vilja ekki smætta mæður sínar, foreldra sína og ekki valda úlfúð. Maður þurfi að fara varlega að fólki. „En þetta er eitthvað sem mig langar að opna umræðuna um. Mig langar að afmá þessa skömm,“ segir Helga. Íslensk erfðagreining Fjölskyldumál Bítið Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Sjá meira
Helga Arnardóttir, fjölmiðlakona og handritshöfundur, ræddi í Bítinu um nýja sjónvarpsþætti sem hún er með í vinnslu og fjalla um rangfeðranir. „Ég er að skoða rangfeðrað fólk og fólk sem kemst að því að það á annan föður, í sumum tilfellum aðra móður og haug af systkinum jafnvel sem koma til sögunnar,“ segir hún um þættina. Helga segir tilkomu lífssýnagagnagrunnsins MyHeritage hafa breytt öllu og gert fólki kleift að rekja uppruna sinn sem hafi þá leitt ýmislegt nýtt í ljós. Margar sögur af fólki fætt fyrir 1975 Rangfeðranir hafi verið mun algengari áður en sett voru lög 1975 sem víkkuðu heimild til þungunarrofs. Töluverður munur er á fjölda rangfeðraran fyrir og eftir það ár. „Við erum með þeim fyrstu í Vesturheimi sem leyfum þungunarrof, 1935. En það voru rosalega þröng skilyrði að geta komist í þungunarrof og það varð að sjúkdómsgreina konur, sem var alveg gert að einhverju leyti. En konur áttur ekkert greiðan aðgang í þetta úrræði,“ segir Helga. Árið 1938 var bætt við ákvæði sem heimilaði eyðingu ef barn kom undir við nauðgun eða sifjaspell, eða ef hætta þótti á vansköpun fósturs. Það var svo ekki fyrr en 1975 sem lög voru sett sem víkkuðu heimild til þungunarrofs. „Þannig að börn sem eru fædd fyrir 1975, það eru margar sögur þaðan,“ segir Helga. Samkvæmt tölum Íslenskrar erfðagreiningar frá 2020 eru 1,9 prósent íslensku þjóðarinnar rangfeðruð en hlutfallið er þrjú prósent hjá þeim sem eru fæddir fyrir 1970. Fólk vilji ekki varpa skömm á foreldra sína Samkvæmt barnalögum er það réttur barns til að þekkja foreldra sína. „Barn á rétt á að þekkja báða foreldra sína,“ segir í þeim. Helga segist alltaf hafa það bakvið eyrað í umfjöllun sinni því yfir málum sem þessu hvílir ákveðin skömm. „Maður skilur það, fólk er viðkvæmt fyrir því að tjá sig um þetta. Fólk er viðkvæmt fyrir því að varpa einhverri skömm á foreldra sína því oft hafa börn komið undir við sérstakar aðstæður, á skemmtunum, í partýum, í ölvun,“ segir Helga Núorðið sé orðið erfiðara að grafa mál djúpt ofan í kistu því það sé „einfaldlega hægt að fá úr því skorið hver þinn uppruni er með lífssýnaprófi á MyHeritage.com,“ segir hún. Helga segist finna fyrir því hve viðkvæmt það er að tala við fólk um þessi mál. Hins vegar sé ánægjulegt að heyra sögur af fólki sem hafi fundið ættmenni sín og því hafi verið tekið með opnum örmum. „Fólki hefur verið tekið bara stundum eins og týnda hlekknum í fjölskyldunni,“ segir hún „En að sjálfsögðu er þetta ekki alltaf þannig og ég hef alveg heyrt dæmi um að fólki sé ekki vel tekið, það sé að reyna að falast eftir einhverjum arfi eða það sé þarna í einhverjum annarlegum hvötum. Allt hafi skýrst við uppgötvunina „Sumir nefnilega hafa upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni, þeir tengja ekki við meintan föður, ná ekki sambandi og eru ekki líkir. Ég veit af konu sem fór í faðernispróf því henni fannst hún ekki vera lík neinum í fjölskyldunni,“ segir Helga. Fólk hafi jafnvel velt því fyrir sér alla ævi að það sé rangfeðrað. „Blóðböndin eru svo sterk og þegar það finnur svo sitt rétta blóðforeldri þá allt í einu skilur það af hverju það hlær svona hátt, eða talar svona hátt eða lætur svona illa,“ segir hún. „Hvers kyns hegðun sem stingur í stúf í fjölskyldum en svo finnur það sitt rétta foreldri og þá bara: ,Já, það er þess vegna sem ég er svona breiða kálfa' Þetta er alveg magnað að heyra þessar sögur,“ segir hún. Helga segist enn vera að leita að fleiri sögum þó margir séu opnir með þetta en aðrir vilja ekki smætta mæður sínar, foreldra sína og ekki valda úlfúð. Maður þurfi að fara varlega að fólki. „En þetta er eitthvað sem mig langar að opna umræðuna um. Mig langar að afmá þessa skömm,“ segir Helga.
Íslensk erfðagreining Fjölskyldumál Bítið Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Sjá meira