Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Jón Þór Stefánsson skrifar 14. apríl 2025 13:51 Margréti Friðriks var vísað úr vél Icelandair í september 2022. Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað flugfélagið Icelandair af kröfum Margrétar Friðriksdóttur, ritstjóra vefsins Frettin.is. Margrét krafði Icelandair um rúmar 24 milljónir króna, auk vaxta, vegna þess að henni var vísað úr vél flugfélagsins áður en hún tók á loft til Þýskalands í september árið 2022. Málsatvikin voru á þá leið að þegar Margrét var á leið um borð í vélina var henni gert að skilja handfarangurstösku sína eftir, en flugvallarstarfsmenn vilja færa hana í farangursrými vélarinnar. Margrét mun hafa verið ósátt með það. Síðan þegar hún kom inn í vélina var henni gert að setja upp grímu, en atvik málsins áttu sér stað þegar kórónuveirufaraldurinn stóð yfir. Margrét var líka ósátt með það. Vegna þessara tveggja mála varð ágreiningur milli Margrétar og áhafnar vélarinnar, sem lauk með því að lögregla var kölluð til og vísað frá borði. Ágreiningur málsins snerist um hvort Icelandair hafi verið heimilt að vísa henni frá borði. Héraðsdómur komst að því að Margréti hefði ekki tekist að sanna að óheimilt hafi verið að hafna henni um að hafa farangurstöskuna um borð, og þá hefði ákvörðun flugstjóra um að vísa henni úr vélinni verið heimil. Vildi fjórtán milljónir fyrir heimildarmynd sem ekkert varð úr Margrét var á leið til Rússlands og þaðan til hersetinna svæða í Úkraínu. Þar ætlaði hún, meðal annars ásamt Ernu Ýr Öldudóttur, að taka upp heimildarmynd Líkt og áður segir krafðist Margrét um 24 milljóna í skaða- og miskabætur. Stærstur hluti þeirrar upphæðar varðaði bætur vegna „eyðilagðrar“ heimildarmyndar. Hún vildi 14,2 milljónir vegna hennar, en kröfufjárhæðin tók mið af lágmarksverðlagningu streymisveitunnar Netflix á heimildarmyndum, en Margrét hafði í hyggju að selja sýningarréttinn þangað. „Ljóst er að um einstakt myndefni í sérflokki hefði verið að ræða þar sem enginn í heiminum hefur náð þeirri aðstöðu líkt og stefnandi að geta unnið heimildarmynd um stríðið í Úkraínu með því að komast á þau svæði þar sem barist var á þessum tíma,“ sagði í stefnu Margrétar. Viss um að Netflix myndi vilja sýna myndina Fram kom í skýrslu Margrétar fyrir dómi að hún hefði verið í sambandi við Angels Studio, sem mun vera með samning um dreifingu kvikmynda við Netflix. Hún hafi fengið þau svör að ef hún hefði hugmynd að heimildarmynd gæti hún sent þeim hugmyndina. Margrét sagðist viss um að hugmyndin að myndinni sem hún ætlaði sér að gera yrði samþykkt. Ekki hafi verið rætt um verð fyrir myndina og enginn samningur verið undirritaður. Héraðsdómur féllst ekki á kröfu Margrétar um tjónið vegna eyðilagðrar heimildarmyndar þar sem krafan væri einungis byggð á staðhæfingum hennar. Dómurinn taldi hana ekki hafa sýnt fram á raunverulegt tjón. Icelandair Dómsmál Fjölmiðlar Kvikmyndagerð á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Margrét Friðriks krefst 29 milljóna vegna brottvísunarinnar Margrét Friðriksdóttir, ritstjóri vefsins Frettin.is, krefst rúmlega 29 milljóna króna vegna brottvísunar úr flugvél Icelandair í septembermánuði. Hún krefst meðal annars bóta vegna aukins launakostnaðar í 7 daga, samtals 150 þúsund krónur á dag. 16. október 2022 12:03 Segir atvikið aðför að blaðamönnum Margréti Friðriksdóttur, ritstjóra miðilsins Fréttin.is var vísað úr flugvél Icelandair í dag sem átti að fara til Munchen en Margrét ætlaði sér til Rússlands í vinnuferð. Hún segist niðurlægð eftir atvik dagsins, Icelandair hafi brotið á hennar réttindum og hún sé tilbúin til þess að fara með málið fyrir dómstóla. 23. september 2022 21:06 Margrét fær ekki endurgreitt og ætlar í hart við Icelandair Margrét Friðriksdóttir, ritstjóri vefsins Frettin.is, fær ekki endurgreitt frá Icelandair eftir að henni var vísað úr flugvél félagsins í lögreglufylgd í síðustu viku. Hún segist munu fara með málið fyrir dómstóla en Icelandair segir starfsfólk ekki átt annarra kost á völ en að fylgja henni frá borði. 29. september 2022 10:33 Mest lesið Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Fleiri fréttir Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Sjá meira
Málsatvikin voru á þá leið að þegar Margrét var á leið um borð í vélina var henni gert að skilja handfarangurstösku sína eftir, en flugvallarstarfsmenn vilja færa hana í farangursrými vélarinnar. Margrét mun hafa verið ósátt með það. Síðan þegar hún kom inn í vélina var henni gert að setja upp grímu, en atvik málsins áttu sér stað þegar kórónuveirufaraldurinn stóð yfir. Margrét var líka ósátt með það. Vegna þessara tveggja mála varð ágreiningur milli Margrétar og áhafnar vélarinnar, sem lauk með því að lögregla var kölluð til og vísað frá borði. Ágreiningur málsins snerist um hvort Icelandair hafi verið heimilt að vísa henni frá borði. Héraðsdómur komst að því að Margréti hefði ekki tekist að sanna að óheimilt hafi verið að hafna henni um að hafa farangurstöskuna um borð, og þá hefði ákvörðun flugstjóra um að vísa henni úr vélinni verið heimil. Vildi fjórtán milljónir fyrir heimildarmynd sem ekkert varð úr Margrét var á leið til Rússlands og þaðan til hersetinna svæða í Úkraínu. Þar ætlaði hún, meðal annars ásamt Ernu Ýr Öldudóttur, að taka upp heimildarmynd Líkt og áður segir krafðist Margrét um 24 milljóna í skaða- og miskabætur. Stærstur hluti þeirrar upphæðar varðaði bætur vegna „eyðilagðrar“ heimildarmyndar. Hún vildi 14,2 milljónir vegna hennar, en kröfufjárhæðin tók mið af lágmarksverðlagningu streymisveitunnar Netflix á heimildarmyndum, en Margrét hafði í hyggju að selja sýningarréttinn þangað. „Ljóst er að um einstakt myndefni í sérflokki hefði verið að ræða þar sem enginn í heiminum hefur náð þeirri aðstöðu líkt og stefnandi að geta unnið heimildarmynd um stríðið í Úkraínu með því að komast á þau svæði þar sem barist var á þessum tíma,“ sagði í stefnu Margrétar. Viss um að Netflix myndi vilja sýna myndina Fram kom í skýrslu Margrétar fyrir dómi að hún hefði verið í sambandi við Angels Studio, sem mun vera með samning um dreifingu kvikmynda við Netflix. Hún hafi fengið þau svör að ef hún hefði hugmynd að heimildarmynd gæti hún sent þeim hugmyndina. Margrét sagðist viss um að hugmyndin að myndinni sem hún ætlaði sér að gera yrði samþykkt. Ekki hafi verið rætt um verð fyrir myndina og enginn samningur verið undirritaður. Héraðsdómur féllst ekki á kröfu Margrétar um tjónið vegna eyðilagðrar heimildarmyndar þar sem krafan væri einungis byggð á staðhæfingum hennar. Dómurinn taldi hana ekki hafa sýnt fram á raunverulegt tjón.
Icelandair Dómsmál Fjölmiðlar Kvikmyndagerð á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Margrét Friðriks krefst 29 milljóna vegna brottvísunarinnar Margrét Friðriksdóttir, ritstjóri vefsins Frettin.is, krefst rúmlega 29 milljóna króna vegna brottvísunar úr flugvél Icelandair í septembermánuði. Hún krefst meðal annars bóta vegna aukins launakostnaðar í 7 daga, samtals 150 þúsund krónur á dag. 16. október 2022 12:03 Segir atvikið aðför að blaðamönnum Margréti Friðriksdóttur, ritstjóra miðilsins Fréttin.is var vísað úr flugvél Icelandair í dag sem átti að fara til Munchen en Margrét ætlaði sér til Rússlands í vinnuferð. Hún segist niðurlægð eftir atvik dagsins, Icelandair hafi brotið á hennar réttindum og hún sé tilbúin til þess að fara með málið fyrir dómstóla. 23. september 2022 21:06 Margrét fær ekki endurgreitt og ætlar í hart við Icelandair Margrét Friðriksdóttir, ritstjóri vefsins Frettin.is, fær ekki endurgreitt frá Icelandair eftir að henni var vísað úr flugvél félagsins í lögreglufylgd í síðustu viku. Hún segist munu fara með málið fyrir dómstóla en Icelandair segir starfsfólk ekki átt annarra kost á völ en að fylgja henni frá borði. 29. september 2022 10:33 Mest lesið Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Fleiri fréttir Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Sjá meira
Margrét Friðriks krefst 29 milljóna vegna brottvísunarinnar Margrét Friðriksdóttir, ritstjóri vefsins Frettin.is, krefst rúmlega 29 milljóna króna vegna brottvísunar úr flugvél Icelandair í septembermánuði. Hún krefst meðal annars bóta vegna aukins launakostnaðar í 7 daga, samtals 150 þúsund krónur á dag. 16. október 2022 12:03
Segir atvikið aðför að blaðamönnum Margréti Friðriksdóttur, ritstjóra miðilsins Fréttin.is var vísað úr flugvél Icelandair í dag sem átti að fara til Munchen en Margrét ætlaði sér til Rússlands í vinnuferð. Hún segist niðurlægð eftir atvik dagsins, Icelandair hafi brotið á hennar réttindum og hún sé tilbúin til þess að fara með málið fyrir dómstóla. 23. september 2022 21:06
Margrét fær ekki endurgreitt og ætlar í hart við Icelandair Margrét Friðriksdóttir, ritstjóri vefsins Frettin.is, fær ekki endurgreitt frá Icelandair eftir að henni var vísað úr flugvél félagsins í lögreglufylgd í síðustu viku. Hún segist munu fara með málið fyrir dómstóla en Icelandair segir starfsfólk ekki átt annarra kost á völ en að fylgja henni frá borði. 29. september 2022 10:33