Skipar starfshóp um dvalarleyfi Árni Sæberg skrifar 14. apríl 2025 15:03 Þorbjörg Sigríður ætlar að taka til hendinni hvað dvalarleyfi varðar. Vísir/Einar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur skipað starfshóp til að yfirfara reglur um dvalarleyfi á Íslandi. Markmiðið er að fá betri yfirsýn yfir þann hóp sem sækir um útgefið dvalarleyfi á Íslandi, meðal annars með hliðsjón af þeim markmiðum sem nefnd eru í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um að gæta skuli samræmis við reglur nágrannaríkja á sviði útlendingamála og styrkja stjórnsýsluna hvað þessi mál varðar. Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að gert sé ráð fyrir að starfshópurinn skili tillögugerð sinni til dómsmálaráðherra 1. júlí 2025. Hópinn skipa: Edda Bergsveinsdóttir, formaður, frá dómsmálaráðuneytinu Vilhjálmur Hilmarsson, hagfræðingur Visku stéttarfélags Þórhildur Ósk Hagalín frá Útlendingastofnun Arnar Sigurður Hauksson, varamaður, frá dómsmálaráðuneytinu „Við höfum allt of litla yfirsýn yfir dvalarleyfismálin. Við verðum að líta til Norðurlandanna í þessum efnum og kanna hvernig best sé að samræma dvalarleyfi við þau. Þetta kerfi hefur að mörgu leyti verið í ólestri undanfarin ár, verið mjög kostnaðarsamt og löngu kominn tími til að yfirfara það. Ég bind miklar vonir við þessa vinnu og er þess fullviss að hún muni leiða til góðs fyrir land og þjóð. Það er ánægjulegt að rjúfa þá kyrrstöðu sem hefur verið í þessum málum undanfarin sjö ár,“ er haft eftir dómsmálaráðherra. Tvöfaldaðist á fjórum árum Erlendum ríkisborgurum sem hingað flytjast hafi fjölgað ár frá ári og ríkisborgarar ríkja utan Evrópska efnahagssvæðisins séu engin undantekning. Ekki sé gert ráð fyrir öðru en að sú þróun muni halda áfram. Umsóknir um dvalarleyfi á Íslandi hafi tvöfaldast milli áranna 2020 og 2024, úr 5.559 í 10.234. Það sama megi segja um umsóknir um ríkisborgararétt, sem hafi ríflega tvöfaldast á sama tímabili. Markmiðið með starfshópnum sé að ná betri yfirsýn yfir þá hópa sem hér sækja um dvalarleyfi, það er þróun á fjölda og samsetningu dvalarleyfishafa sem og hvernig íslensk stjórnsýsla hafi verið í stakk búin til þess að takast á við verulega aukningu umsókna undanfarin ár. Skoða hverjir eru útsettir fyrir hagnýtingu Eins hafi ráðherra hug á að ná betri yfirsýn yfir þær áskoranir sem málaflokkurinn standi frammi fyrir, bæði með hliðsjón af viðkvæmum hópum og hvaða dvalarleyfi teljist sérstaklega útsett fyrir misnotkun og hagnýtingu þeirra einstaklinga sem um þau sækja. „Við höfum til dæmis ekkert sérstakt dvalarleyfi fyrir mansalsþolendur og ég tel að nauðsynlegt sé að breyta því,“ er haft eftir Þorbjörgu Sigríði. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Fleiri fréttir Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu Sjá meira
Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að gert sé ráð fyrir að starfshópurinn skili tillögugerð sinni til dómsmálaráðherra 1. júlí 2025. Hópinn skipa: Edda Bergsveinsdóttir, formaður, frá dómsmálaráðuneytinu Vilhjálmur Hilmarsson, hagfræðingur Visku stéttarfélags Þórhildur Ósk Hagalín frá Útlendingastofnun Arnar Sigurður Hauksson, varamaður, frá dómsmálaráðuneytinu „Við höfum allt of litla yfirsýn yfir dvalarleyfismálin. Við verðum að líta til Norðurlandanna í þessum efnum og kanna hvernig best sé að samræma dvalarleyfi við þau. Þetta kerfi hefur að mörgu leyti verið í ólestri undanfarin ár, verið mjög kostnaðarsamt og löngu kominn tími til að yfirfara það. Ég bind miklar vonir við þessa vinnu og er þess fullviss að hún muni leiða til góðs fyrir land og þjóð. Það er ánægjulegt að rjúfa þá kyrrstöðu sem hefur verið í þessum málum undanfarin sjö ár,“ er haft eftir dómsmálaráðherra. Tvöfaldaðist á fjórum árum Erlendum ríkisborgurum sem hingað flytjast hafi fjölgað ár frá ári og ríkisborgarar ríkja utan Evrópska efnahagssvæðisins séu engin undantekning. Ekki sé gert ráð fyrir öðru en að sú þróun muni halda áfram. Umsóknir um dvalarleyfi á Íslandi hafi tvöfaldast milli áranna 2020 og 2024, úr 5.559 í 10.234. Það sama megi segja um umsóknir um ríkisborgararétt, sem hafi ríflega tvöfaldast á sama tímabili. Markmiðið með starfshópnum sé að ná betri yfirsýn yfir þá hópa sem hér sækja um dvalarleyfi, það er þróun á fjölda og samsetningu dvalarleyfishafa sem og hvernig íslensk stjórnsýsla hafi verið í stakk búin til þess að takast á við verulega aukningu umsókna undanfarin ár. Skoða hverjir eru útsettir fyrir hagnýtingu Eins hafi ráðherra hug á að ná betri yfirsýn yfir þær áskoranir sem málaflokkurinn standi frammi fyrir, bæði með hliðsjón af viðkvæmum hópum og hvaða dvalarleyfi teljist sérstaklega útsett fyrir misnotkun og hagnýtingu þeirra einstaklinga sem um þau sækja. „Við höfum til dæmis ekkert sérstakt dvalarleyfi fyrir mansalsþolendur og ég tel að nauðsynlegt sé að breyta því,“ er haft eftir Þorbjörgu Sigríði.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Fleiri fréttir Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu Sjá meira