„Besti klúbbur í heimi, takk fyrir mig,“ segir í færslu Daða á Instagram. Hann lék alls 94 leiki í efstu deild fyrir uppeldisfélagið.

„Leave football before football leaves you, ákvörðun sem mig langaði ekki að taka en neyðist því miðu rtil. Ég ætlaði alltaf að vinna eina af stóru dollunum með Fylki og það markmið er er enn til staðar en ég mun gera það í öðru hlutverki.“
Samkvæmt vef Knattspyrnusambands Íslands voru mótsleikir Daða fyrir Fylki alls 213 talsins. Hann mun þó áfram vera hluti af Fylkisfjölskyldunni eins og kemur fram í færslunni.