Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Lovísa Arnardóttir skrifar 15. apríl 2025 10:51 Umsóknum um alþjóðlega vernd hefur fækkað verulega. Flestar umsóknir eru frá fólki frá Úkraínu og eru afgreiddar á grundvelli fjöldaflótta. Vísir/Vilhelm Umsóknum um alþjóðlega vernd hefur fækkað verulega frá því í fyrra. Tilkynningum vegna gruns um mansal hefur farið fjölgandi síðustu þrjú ár. Þetta, og fleira, kemur fram í nýju fréttabréfi ríkislögreglustjóra um stöðuna á landamærunum. Einnig er fjallað um komur skemmtiferðaskipa og fiskiskipa til landsins í fréttabréfinu. Umsóknum alþjóðlega vernd hefur fækkað úr 1.409 niður í 281 á síðustu tveimur árum á fyrsta ársfjórðungi. Hlutfall umsækjenda frá Venesúela fækkaði úr 45 prósent í 13 prósent á sama tímabili. Flestir umsækjendur, það sem af er ári, eru frá Úkraínu, eða alls 58 prósent og frá Venesúela. Næst á eftir koma umsóknir frá Palestínu, Nígeríu og Kólumbíu sem eru samt töluvert færri. Í tölfræði Útlendingastofnunar um umsóknir um vernd kemur fram að umsóknir hafi í janúar, febrúar og mars verið alls 300. Af þeim hafi 145 umsóknir verið afgreiddar á grundvelli fjöldaflótta, það er frá Úkraínu, 88 umsóknir hafi farið í efnismeðferð, 26 hafi verið sendir aftur á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar og 16 hafi verið send aftur vegna þess að þau hafi verið með vernd í öðru ríki. Þá voru sex send aftur vegna þess að þau hafi verið með vernd í ríki sem hafi verið metið öruggt. Í tölfræði Útlendingastofnunar kemur einnig fram að 56 hafi verið synjað. Af þeim voru 15 börn. Í fréttabréfi Ríkislögreglustjóra kemur einnig fram að frávísanir útlendinga hafi náð sögulegu hámarki í fyrsta ársfjórðungi síðasta árs þegar þær voru fleiri en 200. Þrátt fyrir miklu fleiri umsóknir voru frávísanir 116 á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Lögreglumenn fylgist betur með mansali Í fréttabréfinu kemur einnig fram að tilkynningum og skráningum vegna gruns um mansal hafi aukist á síðustu þremur árum. Það megi rekja til aukinnar vitundar meðal lögreglumanna um mansal og bættrar fræðslu og umræðu. Þá segir að alþjóðlegir brotahópar leiti í auknum mæli til landsins og flytji fólk til landsins til hagnýtingar. Á fyrsta ársfjórðungi bárust lögreglunni 24 tilkynningar vegna gruns um mansal. Á sama tíma í fyrra voru þær 36 og 28 árið 2023. Frá 2016 voru þær flestar árið 2019 þegar þær voru tólf en voru önnur ár færri en tíu. Fá skemmtiferðaskip á þessum árstíma Einnig er fjallað um skemmtiferðaskip en heildartölur yfir farþega á þessum tíma árs eru lágar vegna fárra skemmtiferðaskipa. Tvö skip voru í fyrsta ársfjórðungi árið 2023 og eitt í fyrra og í ár. Í fréttabréfinu segir að líklegt sé að fjöldi farþega fari fækkandi vegna innviðagjalds sem tók gildi síðustu áramót. Alls var fjöldi áhafnarmeðlima 3.134 á fyrsta ársfjórðungi í ár en voru 4.651 í fyrra og 7.025 árið 2023. Þá fækkaði sömuleiðis skipakomum, sér í lagi komum fiskiskipa. Í fréttabréfinu segir að loðnuvertíð hafi verið sögulega lítil í ár og að helstu viðkomustaðir fiskiskipana hafi verið í Reykjavík, Þorlákshöfn og Seyðisfirði. Hælisleitendur Innflytjendamál Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Venesúela Skemmtiferðaskip á Íslandi Mansal Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Sjá meira
Umsóknum alþjóðlega vernd hefur fækkað úr 1.409 niður í 281 á síðustu tveimur árum á fyrsta ársfjórðungi. Hlutfall umsækjenda frá Venesúela fækkaði úr 45 prósent í 13 prósent á sama tímabili. Flestir umsækjendur, það sem af er ári, eru frá Úkraínu, eða alls 58 prósent og frá Venesúela. Næst á eftir koma umsóknir frá Palestínu, Nígeríu og Kólumbíu sem eru samt töluvert færri. Í tölfræði Útlendingastofnunar um umsóknir um vernd kemur fram að umsóknir hafi í janúar, febrúar og mars verið alls 300. Af þeim hafi 145 umsóknir verið afgreiddar á grundvelli fjöldaflótta, það er frá Úkraínu, 88 umsóknir hafi farið í efnismeðferð, 26 hafi verið sendir aftur á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar og 16 hafi verið send aftur vegna þess að þau hafi verið með vernd í öðru ríki. Þá voru sex send aftur vegna þess að þau hafi verið með vernd í ríki sem hafi verið metið öruggt. Í tölfræði Útlendingastofnunar kemur einnig fram að 56 hafi verið synjað. Af þeim voru 15 börn. Í fréttabréfi Ríkislögreglustjóra kemur einnig fram að frávísanir útlendinga hafi náð sögulegu hámarki í fyrsta ársfjórðungi síðasta árs þegar þær voru fleiri en 200. Þrátt fyrir miklu fleiri umsóknir voru frávísanir 116 á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Lögreglumenn fylgist betur með mansali Í fréttabréfinu kemur einnig fram að tilkynningum og skráningum vegna gruns um mansal hafi aukist á síðustu þremur árum. Það megi rekja til aukinnar vitundar meðal lögreglumanna um mansal og bættrar fræðslu og umræðu. Þá segir að alþjóðlegir brotahópar leiti í auknum mæli til landsins og flytji fólk til landsins til hagnýtingar. Á fyrsta ársfjórðungi bárust lögreglunni 24 tilkynningar vegna gruns um mansal. Á sama tíma í fyrra voru þær 36 og 28 árið 2023. Frá 2016 voru þær flestar árið 2019 þegar þær voru tólf en voru önnur ár færri en tíu. Fá skemmtiferðaskip á þessum árstíma Einnig er fjallað um skemmtiferðaskip en heildartölur yfir farþega á þessum tíma árs eru lágar vegna fárra skemmtiferðaskipa. Tvö skip voru í fyrsta ársfjórðungi árið 2023 og eitt í fyrra og í ár. Í fréttabréfinu segir að líklegt sé að fjöldi farþega fari fækkandi vegna innviðagjalds sem tók gildi síðustu áramót. Alls var fjöldi áhafnarmeðlima 3.134 á fyrsta ársfjórðungi í ár en voru 4.651 í fyrra og 7.025 árið 2023. Þá fækkaði sömuleiðis skipakomum, sér í lagi komum fiskiskipa. Í fréttabréfinu segir að loðnuvertíð hafi verið sögulega lítil í ár og að helstu viðkomustaðir fiskiskipana hafi verið í Reykjavík, Þorlákshöfn og Seyðisfirði.
Hælisleitendur Innflytjendamál Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Venesúela Skemmtiferðaskip á Íslandi Mansal Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Sjá meira