Innlent

Nafn mannsins sem lést í Garða­bæ

Smári Jökull Jónsson skrifar
Maðurinn sem lést var á áttræðisaldri.
Maðurinn sem lést var á áttræðisaldri.

Maðurinn sem lést í Garðabæ á mánudaginn hét Hans Roland Löf og var fæddur árið 1945. Gæsluvarðhald yfir dóttur mannsins var í dag framlengt um þrjár vikur.

Greint er frá nafni mannsins á mbl.is.  Málið kom upp snemma á föstudagsmorgun og var dóttir mannsins leidd fyrir dómara síðar þann sama dag og úrskurðuð í gæsluvarðhald sem í dag var framlengt til 7. maí. 

Vísir hefur áður greint frá því að eiginkona hins látna hafi hringt á neyðarlínuna eftir að hann hneig niður snemma á föstudagsmorgun. Þá hafi hann fengið fyrir hjartað. Maðurinn var fluttur á Landspítalann þar sem hann lést síðar um daginn.

Hjónin bjuggu í einbýlishúsi í Garðabæ ásamt 28 ára gamalli einkadóttur sinni sem nú sætir rannsókn vegna málsins. Lögregla hefur ekki viljað staðfesta við fréttastofu að móðirin hafi stöðu brotaþola í málinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru áverkar á konunni.


Tengdar fréttir

Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni

Gæsluvarðhaldið yfir konu um þrítugt vegna rannsóknar á andláti föður hennar hefur verið framlengt um þrjár vikur, eða til 7. maí næstkomandi.

Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall

Áttræður karlmaður sem lést á föstudag fékk fyrir hjartað snemma þann morgun á heimili sínu í Garðabænum. Dóttir hans sætir einangrun í tengslum við rannsókn málsins. Um fjölskylduharmleik er að ræða. Niðurstaða rannsóknar um dánarorsök hins látna liggur ekki enn fyrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×