Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. apríl 2025 11:33 Það gekk mikið á í deildarleik liðanna í Garðabænum síðasta haust. Hér má sjá þá Deandre Kane hjá Grindavík og Jase Febres hjá Stjörnunni. Vísir/Jón Gautur Stjarnan og Grindavík mætast í öðru undanúrslitaeinvíginu í úrslitakeppni Bónus deildar karla í körfubolta í ár og það má slá því auðveldlega upp að Stjörnumenn séu með rosalega gott tak á Grindvíkingum. Einvígið hefst á mánudaginn, annan dag páska, með fyrsta leik liðanna í Umhyggjuhöllinni í Garðabæ. Stjarnan hefur ekki bara unnið alla fjóra leiki liðanna síðustu tvö tímabil heldur þarf að fara aftur til ársins 2018 til að finna tapleik hjá þeim á móti Grindavík í leik sem var spilaður utan Grindavíkur. Sex sigrar en allir í Grindavík Grindvíkingar spila eins og flestir vita heimaleiki sína ekki í Grindavík heldur í Smáranum í Kópavogi vegna eldhræringanna á Reykjanesinu. Það gerir þessa tölfræði enn verri. Grindvíkingar hafa vissulega unnið Stjörnumenn sex sinnum frá árinu 2018 en allir þeir leikir voru spilaðir í Grindavík. Nú er svo komið að Stjarnan hefur unnið átján leiki í röð á móti Grindavík þar sem var spilað utan Grindavíkur. Níu leikjanna hafa verið í deild, fimm í úrslitakeppninni, þrír í bikarnum og einn í Meistarakeppni KKÍ. Fimmtán leikjanna hafa farið fram í Garðabæ en tveir í Smáranum og einn í Laugardalshöll en sá síðastnefndi var bikarúrslitaleikurinn árið 2020. 86 mánaða bið eftir sigri Síðasti sigur Grindvíkinga á Stjörnunni í leik utan Grindavíkur kom í hús 15. febrúar 2018 eða fyrir 86 mánuðum (2619 dagar). Grindavík vann þá nítján stiga sigur, 100-81, þar sem fyrirliðinn Ólafur Ólafsson skoraði 31 stig og Dagur Kár Jónsson var með 20 stig. Jóhann Þór Ólafsson var þarna þjálfari Grindavíkur alveg eins og í dag. Aðstoðarþjálfarinn Jóhann Árni Ólafsson, var leikmaður liðsins og í liði Grindvíkinga var einnig Kristófer Breki Gylfason sem er enn að spila með Grindvíkingum. Hlynur Elías Bæringsson (15 stig, 12 fráköst, 5 stoðsendingar) var eini leikmaður Stjörnunnar í dag sem spilaði þennan leik. Losa þeir sig við aðra grýlu? Grindvíkingar komust í gegnum Valsgrýluna í átta liða úrslitunum og það verður forvitnilegt að sjá hvort þeir eigi eitthvað í Garðabæjargrýluna líka. Valur vann Grindavík í lokaúrslitunum í fyrra og Grindvíkingum hafði ekkert gengið á Hlíðarenda. Það breyttist á dögunum og nú er að sjá í hvernig formi Garðabæjargrýlan verður eftir þetta einvígi. Fyrsti leikurinn á mánudaginn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Fyrsti leikur Tindastóls og Álftaness verður sýndur beint frá klukkan 16.50 og útsending frá Garðabænum hefst síðan klukkan 18.45. Síðustu ÁTJÁN leikir Grindavíkur og Stjörnunnar utan Grindavíkur DEILD: Garðabær, mars 2019: Stjarnan vann með 18 stigum (91-73) ÚKEP: Garðabær, mars 2019: Stjarnan vann með 9 stigum (89-80) ÚKEP: Garðabær, mars 2019: Stjarnan vann með 17 stigum (98-81) DEILD: Garðabær, febrúar 2020: Stjarnan vann með 14 stigum (99-85) BIKAR: Laugardalshöll, febrúar 2020: Stjarnan vann með 14 stigum (89-75) MEISTARAKEPPNI: Garðabær, september 2020: Stjarnan vann með 20 stigum (106-86) DEILD: Garðabær, apríl 2021: Stjarnan vann með 5 stigum (79-74) ÚKEP: Garðabær, maí 2021: Stjarnan vann með 18 stigum (90-72) ÚKEP: Garðabær, maí 2021: Stjarnan vann með 16 stigum (85-69) ÚKEP: Garðabær, maí 2021: Stjarnan vann með 32 stigum (194-72) BIKAR: Garðabær, septmeber 2021: Stjarnan vann með 11 stigum (92-81) BIKAR: Garðabær, desmeber 2021: Stjarnan vann með 9 stigum (85-76) DEILD: Garðabær, mars 2022: Stjarnan vann með 4 stigum (91-87) DEILD: Garðabær, mars 2023: Stjarnan vann með 29 stigum (94-65) DEILD: Smárinn, desember 2023: Stjarnan vann með 1 stigi (88-87) DEILD: Garðabær, mars 2024: Stjarnan vann með 1 stigi (91-90) DEILD: Garðabær, október 2024: Stjarnan með 6 stigum (104-98) DEILD: Smárinn, janúar 2025: Stjarnan vann með 21 stigi (108-87) Bónus-deild karla Stjarnan Grindavík Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Sjá meira
Einvígið hefst á mánudaginn, annan dag páska, með fyrsta leik liðanna í Umhyggjuhöllinni í Garðabæ. Stjarnan hefur ekki bara unnið alla fjóra leiki liðanna síðustu tvö tímabil heldur þarf að fara aftur til ársins 2018 til að finna tapleik hjá þeim á móti Grindavík í leik sem var spilaður utan Grindavíkur. Sex sigrar en allir í Grindavík Grindvíkingar spila eins og flestir vita heimaleiki sína ekki í Grindavík heldur í Smáranum í Kópavogi vegna eldhræringanna á Reykjanesinu. Það gerir þessa tölfræði enn verri. Grindvíkingar hafa vissulega unnið Stjörnumenn sex sinnum frá árinu 2018 en allir þeir leikir voru spilaðir í Grindavík. Nú er svo komið að Stjarnan hefur unnið átján leiki í röð á móti Grindavík þar sem var spilað utan Grindavíkur. Níu leikjanna hafa verið í deild, fimm í úrslitakeppninni, þrír í bikarnum og einn í Meistarakeppni KKÍ. Fimmtán leikjanna hafa farið fram í Garðabæ en tveir í Smáranum og einn í Laugardalshöll en sá síðastnefndi var bikarúrslitaleikurinn árið 2020. 86 mánaða bið eftir sigri Síðasti sigur Grindvíkinga á Stjörnunni í leik utan Grindavíkur kom í hús 15. febrúar 2018 eða fyrir 86 mánuðum (2619 dagar). Grindavík vann þá nítján stiga sigur, 100-81, þar sem fyrirliðinn Ólafur Ólafsson skoraði 31 stig og Dagur Kár Jónsson var með 20 stig. Jóhann Þór Ólafsson var þarna þjálfari Grindavíkur alveg eins og í dag. Aðstoðarþjálfarinn Jóhann Árni Ólafsson, var leikmaður liðsins og í liði Grindvíkinga var einnig Kristófer Breki Gylfason sem er enn að spila með Grindvíkingum. Hlynur Elías Bæringsson (15 stig, 12 fráköst, 5 stoðsendingar) var eini leikmaður Stjörnunnar í dag sem spilaði þennan leik. Losa þeir sig við aðra grýlu? Grindvíkingar komust í gegnum Valsgrýluna í átta liða úrslitunum og það verður forvitnilegt að sjá hvort þeir eigi eitthvað í Garðabæjargrýluna líka. Valur vann Grindavík í lokaúrslitunum í fyrra og Grindvíkingum hafði ekkert gengið á Hlíðarenda. Það breyttist á dögunum og nú er að sjá í hvernig formi Garðabæjargrýlan verður eftir þetta einvígi. Fyrsti leikurinn á mánudaginn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Fyrsti leikur Tindastóls og Álftaness verður sýndur beint frá klukkan 16.50 og útsending frá Garðabænum hefst síðan klukkan 18.45. Síðustu ÁTJÁN leikir Grindavíkur og Stjörnunnar utan Grindavíkur DEILD: Garðabær, mars 2019: Stjarnan vann með 18 stigum (91-73) ÚKEP: Garðabær, mars 2019: Stjarnan vann með 9 stigum (89-80) ÚKEP: Garðabær, mars 2019: Stjarnan vann með 17 stigum (98-81) DEILD: Garðabær, febrúar 2020: Stjarnan vann með 14 stigum (99-85) BIKAR: Laugardalshöll, febrúar 2020: Stjarnan vann með 14 stigum (89-75) MEISTARAKEPPNI: Garðabær, september 2020: Stjarnan vann með 20 stigum (106-86) DEILD: Garðabær, apríl 2021: Stjarnan vann með 5 stigum (79-74) ÚKEP: Garðabær, maí 2021: Stjarnan vann með 18 stigum (90-72) ÚKEP: Garðabær, maí 2021: Stjarnan vann með 16 stigum (85-69) ÚKEP: Garðabær, maí 2021: Stjarnan vann með 32 stigum (194-72) BIKAR: Garðabær, septmeber 2021: Stjarnan vann með 11 stigum (92-81) BIKAR: Garðabær, desmeber 2021: Stjarnan vann með 9 stigum (85-76) DEILD: Garðabær, mars 2022: Stjarnan vann með 4 stigum (91-87) DEILD: Garðabær, mars 2023: Stjarnan vann með 29 stigum (94-65) DEILD: Smárinn, desember 2023: Stjarnan vann með 1 stigi (88-87) DEILD: Garðabær, mars 2024: Stjarnan vann með 1 stigi (91-90) DEILD: Garðabær, október 2024: Stjarnan með 6 stigum (104-98) DEILD: Smárinn, janúar 2025: Stjarnan vann með 21 stigi (108-87)
Síðustu ÁTJÁN leikir Grindavíkur og Stjörnunnar utan Grindavíkur DEILD: Garðabær, mars 2019: Stjarnan vann með 18 stigum (91-73) ÚKEP: Garðabær, mars 2019: Stjarnan vann með 9 stigum (89-80) ÚKEP: Garðabær, mars 2019: Stjarnan vann með 17 stigum (98-81) DEILD: Garðabær, febrúar 2020: Stjarnan vann með 14 stigum (99-85) BIKAR: Laugardalshöll, febrúar 2020: Stjarnan vann með 14 stigum (89-75) MEISTARAKEPPNI: Garðabær, september 2020: Stjarnan vann með 20 stigum (106-86) DEILD: Garðabær, apríl 2021: Stjarnan vann með 5 stigum (79-74) ÚKEP: Garðabær, maí 2021: Stjarnan vann með 18 stigum (90-72) ÚKEP: Garðabær, maí 2021: Stjarnan vann með 16 stigum (85-69) ÚKEP: Garðabær, maí 2021: Stjarnan vann með 32 stigum (194-72) BIKAR: Garðabær, septmeber 2021: Stjarnan vann með 11 stigum (92-81) BIKAR: Garðabær, desmeber 2021: Stjarnan vann með 9 stigum (85-76) DEILD: Garðabær, mars 2022: Stjarnan vann með 4 stigum (91-87) DEILD: Garðabær, mars 2023: Stjarnan vann með 29 stigum (94-65) DEILD: Smárinn, desember 2023: Stjarnan vann með 1 stigi (88-87) DEILD: Garðabær, mars 2024: Stjarnan vann með 1 stigi (91-90) DEILD: Garðabær, október 2024: Stjarnan með 6 stigum (104-98) DEILD: Smárinn, janúar 2025: Stjarnan vann með 21 stigi (108-87)
Bónus-deild karla Stjarnan Grindavík Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Sjá meira