Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 18. apríl 2025 11:54 Norðurlandaráðsþing var haldið hérlendis á síðasta ári. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnir Norðurlandanna hafa skipað lagaprófessor til að gera lagalega úttekt á Helsingforssamningnum, samstarfssamning Norðurlandanna. Markmiðið er að skoða lagaleg áhrif sem hugsanleg breyting kynni að hafa. Hugsanlega breytingin varðar aðild Færeyja, Grænlands og Álandseyja að Norðurlandaráðinu. Á Norðurlandaráðsþingi sem haldið var hérlendis í október síðastliðnum var samþykkt þingsályktunartillaga um breytingu á Helsingforssamningnum. Breytingin varðar fulla aðild Færeyja, Grænlands og Álandseyja að Norðurlandaráðinu. Helsingforssamningurinn er lagalegur grunnur norræns samstarfs innan Norrænu ráðherranefndarinnar og Norðurlandaráðs. Hann var fyrst undirritaður árið 1962 og svo endurskoðaður 1996 þegar Svíar og Finnar gengu í Evrópusambandið. „Þess vegna tilnefndu ríkisstjórnirnar þann 4. apríl Elinu Pirjatanniemi, lagaprófessor við Åbo Akademi, til að vinna úttekt á lagalegum álitaefnum í tengslum við hugsanlega endurskoðun,“ stendur í tilkynningu frá ríkisstjórnum Norðurlandanna. Markmið með úttektinni er að skoða lagaleg áhrif hugsanlegrar endurskoðunar á samningnum kynnu að vera. Bæði Færeyingar og Grænlendingar hafa kallað eftir því að fá fulla aðild að ráðinu. Á síðasta ári sögðu Grænlendingar sig úr ráðinu í mótmælaskyni og var enginn fulltrúi þeirra á Norðurlandaráðsþinginu. „Nú er þolinmæði okkar gagnvart Norðurlandaráði á þrotum. Í hálfa öld höfum við reynt að fá fulla aðild - án árangurs,“ sagði Aksel V. Johannesen, lögmaður Færeyja, við þingsetningu í Færeyjum síðasta sumar. Útektinni á að ljúka fyrir árslok 2025 svo hægt verði að leggja fram niðurstöðurnar fyrir norrænu ríkisstjórnirnar í upphafi árs 2026. „Öllum er ljóst að eins og staðan er í heimsmálunum hefur formlegt norrænt samstarf mikla þýðingu og gildi. Það gleður mig þess vegna mjög að ríkisstjórnirnar hafi ákveðið að hefja þessa lagalegu úttekt svo hægt sé að fá skýra mynd af þeim tækifærum og möguleikum sem til staðar eru,“ er haft eftir Karen Ellemann, framkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar. RÚV greindi fyrst frá. Norðurlandaráð Svíþjóð Færeyjar Grænland Finnland Álandseyjar Danmörk Noregur Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Á Norðurlandaráðsþingi sem haldið var hérlendis í október síðastliðnum var samþykkt þingsályktunartillaga um breytingu á Helsingforssamningnum. Breytingin varðar fulla aðild Færeyja, Grænlands og Álandseyja að Norðurlandaráðinu. Helsingforssamningurinn er lagalegur grunnur norræns samstarfs innan Norrænu ráðherranefndarinnar og Norðurlandaráðs. Hann var fyrst undirritaður árið 1962 og svo endurskoðaður 1996 þegar Svíar og Finnar gengu í Evrópusambandið. „Þess vegna tilnefndu ríkisstjórnirnar þann 4. apríl Elinu Pirjatanniemi, lagaprófessor við Åbo Akademi, til að vinna úttekt á lagalegum álitaefnum í tengslum við hugsanlega endurskoðun,“ stendur í tilkynningu frá ríkisstjórnum Norðurlandanna. Markmið með úttektinni er að skoða lagaleg áhrif hugsanlegrar endurskoðunar á samningnum kynnu að vera. Bæði Færeyingar og Grænlendingar hafa kallað eftir því að fá fulla aðild að ráðinu. Á síðasta ári sögðu Grænlendingar sig úr ráðinu í mótmælaskyni og var enginn fulltrúi þeirra á Norðurlandaráðsþinginu. „Nú er þolinmæði okkar gagnvart Norðurlandaráði á þrotum. Í hálfa öld höfum við reynt að fá fulla aðild - án árangurs,“ sagði Aksel V. Johannesen, lögmaður Færeyja, við þingsetningu í Færeyjum síðasta sumar. Útektinni á að ljúka fyrir árslok 2025 svo hægt verði að leggja fram niðurstöðurnar fyrir norrænu ríkisstjórnirnar í upphafi árs 2026. „Öllum er ljóst að eins og staðan er í heimsmálunum hefur formlegt norrænt samstarf mikla þýðingu og gildi. Það gleður mig þess vegna mjög að ríkisstjórnirnar hafi ákveðið að hefja þessa lagalegu úttekt svo hægt sé að fá skýra mynd af þeim tækifærum og möguleikum sem til staðar eru,“ er haft eftir Karen Ellemann, framkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar. RÚV greindi fyrst frá.
Norðurlandaráð Svíþjóð Færeyjar Grænland Finnland Álandseyjar Danmörk Noregur Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira