Handbolti

Orri Freyr skaut Sporting í undanúr­slitin

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ótrúlegur í dag.
Ótrúlegur í dag. Andrzej Iwanczuk/Getty Images

Íslenski landsliðsmaðurinn Orri Freyr Þorkelsson var magnaður þegar Sporting Lissabon komst í undanúrslit portúgölsku bikarkeppninnar í handbolta.

Orri Freyr gerði sér lítið fyrir og skoraði 11 mörk þegar Sporting lagði Ágúas Santas Milaneza með eins marks mun á útivelli, lokatölur 29-30. Orri Freyr var markahæstur allra á vellinum. Sporting er ríkjandi bikarmeistari og á því titil að verja.

Þorsteinn Leó Grétarsson lék ekki með Porto vegna meiðsla þegar liðið lagði Marítimo Madeira Andebol með fjögurra marka mun, 31-27, og tryggði sér einnig sæti í undanúrslitum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×