Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 19. apríl 2025 14:44 Starfsmenn og stjórnendur borverksins með jarðborinn Óðinn í bakgrunni. Aðsend/Aron Ingi Gestsson Í gærmorgun hóf HS Orka að bora fyrstu djúpu rannsóknarborholu í Krýsuvík. Áætlunin er að afla sér ítarlegri þekkingu á jarðhitakerfinu með það að markmiði að framleiða heitt vatn til notkunar á höfuðborgarsvæðinu. „Í gærmorgun hófst borun fyrstu djúpu rannsóknarborholunnar við Sveifluháls í Krýsuvík en borunin er hluti af jarðhitarannsóknum HS Orku á Krýsuvíkursvæðinu,“ segir í tilkynningu frá HS Orku. Yfirborðsrannsókn á svæðinu er lokið en markmiðið verkefnisins er að framleiða heitt vatn fyrir Hafnarfjörð og höfuðborgarsvæðið auk rafmagns inn á landskerfið. Í tilkynningunni segir að ætla megi að nýtt orkuver geti hitað upp fimmtíu þúsund manna byggð og haft 100 megawatta rafmagnsaflsgetu. Í dag kemur stærsti hlutur heitavatns á höfuðborgarsvæðinu frá Nesjavallavirkjun og Hellisheiðarvirkjun. Áætlunin er að bora allt að 2750 metra langa holu niður á rúmlega tveggja kílómetra dýpi til að „auka þekkingu á jarðhitakerfinu, sannreyna tilvist háhitaauðlindar og meta nýtingu hennar á svæðinu Sveifluháls-Austurengjar.“ Að sögn Birnu Lárusdóttur, upplýsingafulltrúa HS Orku er rafmagnsdrifni borinn í gangi allan sólarhringinn. Skili þessar rannsóknir tilætluðum árangri mun rísa jarðvarmaver við Sveifluháls en þó sé ekki tímabært að segja til um staðsetningu versins. Það fari eftir niðurstöðum rannsóknarinnar auk umhverfismats. Landsvæðið þar sem rannsóknirnar fara fram á er á vinsælu útivistarsvæði í eigu Hafnarfjarðarbæjar. Bærinn og HS Orka undirrituðu samning um heimild til rannsókna, landnota, lóðarleigu og nýtingar auðlindaréttinda í tengslum við mögulega nýtingu auðlinda á síðasta ári. Ekki er þetta í fyrsta skipti sem rannsóknarstarf fer fram á Krýsuvíkursvæðinu en það nær aftur til ársins 1941. Alls hafa 34 holur verið boraðar á svæðinu á þessum tíma. Jarðhiti Orkumál Hafnarfjörður Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Sjá meira
„Í gærmorgun hófst borun fyrstu djúpu rannsóknarborholunnar við Sveifluháls í Krýsuvík en borunin er hluti af jarðhitarannsóknum HS Orku á Krýsuvíkursvæðinu,“ segir í tilkynningu frá HS Orku. Yfirborðsrannsókn á svæðinu er lokið en markmiðið verkefnisins er að framleiða heitt vatn fyrir Hafnarfjörð og höfuðborgarsvæðið auk rafmagns inn á landskerfið. Í tilkynningunni segir að ætla megi að nýtt orkuver geti hitað upp fimmtíu þúsund manna byggð og haft 100 megawatta rafmagnsaflsgetu. Í dag kemur stærsti hlutur heitavatns á höfuðborgarsvæðinu frá Nesjavallavirkjun og Hellisheiðarvirkjun. Áætlunin er að bora allt að 2750 metra langa holu niður á rúmlega tveggja kílómetra dýpi til að „auka þekkingu á jarðhitakerfinu, sannreyna tilvist háhitaauðlindar og meta nýtingu hennar á svæðinu Sveifluháls-Austurengjar.“ Að sögn Birnu Lárusdóttur, upplýsingafulltrúa HS Orku er rafmagnsdrifni borinn í gangi allan sólarhringinn. Skili þessar rannsóknir tilætluðum árangri mun rísa jarðvarmaver við Sveifluháls en þó sé ekki tímabært að segja til um staðsetningu versins. Það fari eftir niðurstöðum rannsóknarinnar auk umhverfismats. Landsvæðið þar sem rannsóknirnar fara fram á er á vinsælu útivistarsvæði í eigu Hafnarfjarðarbæjar. Bærinn og HS Orka undirrituðu samning um heimild til rannsókna, landnota, lóðarleigu og nýtingar auðlindaréttinda í tengslum við mögulega nýtingu auðlinda á síðasta ári. Ekki er þetta í fyrsta skipti sem rannsóknarstarf fer fram á Krýsuvíkursvæðinu en það nær aftur til ársins 1941. Alls hafa 34 holur verið boraðar á svæðinu á þessum tíma.
Jarðhiti Orkumál Hafnarfjörður Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Sjá meira