Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. apríl 2025 20:45 Sigurmark Bologna var ekkert slor. Alessandro Sabattini/Getty Images Ítalíumeistarar Inter, sem eru jafnframt topplið Serie A – efstu deildar knattspyrnu karla þar í landi, máttu þola 1-0 tap á útivelli gegn Bologna. Þrátt fyrir að vera sterkari aðilinn framan af tókst gestunum frá Mílanó ekki að finna leið í gegnum vörn heimamanna og þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Riccardo Orsolini sigurmarkið fyrir Bologna. Markið var í glæsilegir kantinum en hann tók hjólhestaspyrnu inn í teig þegar boltinn féll að himnum ofan. Mark tímabilsins? Mögulega. Lokatölur 1-0 Bologna í vil. Sigurinn þýðir að Inter og Napoli eru jöfn á toppi deildarinnar með 71 stig þegar fimm umferðir eru eftir. Bologna er í 4. sæti með 60 stig. WE. ARE. BOLOGNA. ❤💙 pic.twitter.com/17LDmPJQOW— Bologna FC 1909 (@BolognaFC1909en) April 20, 2025 Atalanta er í 3. sætinu með 64 stig eftir 1-0 sigur á AC Milan í síðasta leik helgarinnar. Ederson með markið þegar rúm klukkustund var liðin. Leverkusen tapaði stigum Í efstu deild Þýskalands vann Borussia Dortmund 3-2 sigur á Gladbach. Hinn japanski Ko Itakura kom gestunum í Gladbach um miðbik fyrri hálfleiks en heimamenn svöruðu með þremur mörkum áður en fyrri hálfleik var lokið. Serhou Guirassy jafnaði metin á 41. mínútu, Felix Nmecha jafnaði metin þremur mínútum síðar og Daniel Svensson bætti þriðja markinu við í uppbótartíma. Í síðari hálfleik minnkaði Kevin Stöger muninn með marki úr vítaspyrnu en nær komst Gladbach ekki, lokatölur 2-3. Rainy day W 🌧️ pic.twitter.com/VOadv9mk9b— Borussia Dortmund (@BlackYellow) April 20, 2025 Þýskalandsmeistarar Bayer Leverkusen gerðu þá óvænt 1-1 jafntefli við St. Pauli á útivelli. Patrik Schick kom Leverkusen yfir eftir rúmlega hálftímaleik eftir undirbúning Alejandro Grimaldo. Morgan Guilavogui hélt hann hefði jafnað metin í síðari hálfleik en myndbandsdómari leiksins dæmdi markið af. Carlo Boukhalfa skoraði hins vegar stuttu síðar og það mark stóð, lokatölur 1-1. Immer weiter nach vorne, Männer!#FCSPB04 1:1 pic.twitter.com/4pGqYqwnEd— Bayer 04 Leverkusen (@bayer04fussball) April 20, 2025 Leverkusen er nú með 64 stig í 2. sæti, átta stigum á eftir toppliði Bayern München þegar bæði lið hafa spilað 30 leiki. Dortmund er á sama tíma í 7. sæti með 45 stig, fjórum stigum á eftir RB Leipzig í 4. sætinu. Fótbolti Ítalski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Tekur við af læriföður sínum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Sjá meira
Þrátt fyrir að vera sterkari aðilinn framan af tókst gestunum frá Mílanó ekki að finna leið í gegnum vörn heimamanna og þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Riccardo Orsolini sigurmarkið fyrir Bologna. Markið var í glæsilegir kantinum en hann tók hjólhestaspyrnu inn í teig þegar boltinn féll að himnum ofan. Mark tímabilsins? Mögulega. Lokatölur 1-0 Bologna í vil. Sigurinn þýðir að Inter og Napoli eru jöfn á toppi deildarinnar með 71 stig þegar fimm umferðir eru eftir. Bologna er í 4. sæti með 60 stig. WE. ARE. BOLOGNA. ❤💙 pic.twitter.com/17LDmPJQOW— Bologna FC 1909 (@BolognaFC1909en) April 20, 2025 Atalanta er í 3. sætinu með 64 stig eftir 1-0 sigur á AC Milan í síðasta leik helgarinnar. Ederson með markið þegar rúm klukkustund var liðin. Leverkusen tapaði stigum Í efstu deild Þýskalands vann Borussia Dortmund 3-2 sigur á Gladbach. Hinn japanski Ko Itakura kom gestunum í Gladbach um miðbik fyrri hálfleiks en heimamenn svöruðu með þremur mörkum áður en fyrri hálfleik var lokið. Serhou Guirassy jafnaði metin á 41. mínútu, Felix Nmecha jafnaði metin þremur mínútum síðar og Daniel Svensson bætti þriðja markinu við í uppbótartíma. Í síðari hálfleik minnkaði Kevin Stöger muninn með marki úr vítaspyrnu en nær komst Gladbach ekki, lokatölur 2-3. Rainy day W 🌧️ pic.twitter.com/VOadv9mk9b— Borussia Dortmund (@BlackYellow) April 20, 2025 Þýskalandsmeistarar Bayer Leverkusen gerðu þá óvænt 1-1 jafntefli við St. Pauli á útivelli. Patrik Schick kom Leverkusen yfir eftir rúmlega hálftímaleik eftir undirbúning Alejandro Grimaldo. Morgan Guilavogui hélt hann hefði jafnað metin í síðari hálfleik en myndbandsdómari leiksins dæmdi markið af. Carlo Boukhalfa skoraði hins vegar stuttu síðar og það mark stóð, lokatölur 1-1. Immer weiter nach vorne, Männer!#FCSPB04 1:1 pic.twitter.com/4pGqYqwnEd— Bayer 04 Leverkusen (@bayer04fussball) April 20, 2025 Leverkusen er nú með 64 stig í 2. sæti, átta stigum á eftir toppliði Bayern München þegar bæði lið hafa spilað 30 leiki. Dortmund er á sama tíma í 7. sæti með 45 stig, fjórum stigum á eftir RB Leipzig í 4. sætinu.
Fótbolti Ítalski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Tekur við af læriföður sínum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Sjá meira