Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Jakob Bjarnar skrifar 22. apríl 2025 08:48 Diljá slær á létta strengi og segist þingmenn blása út í þessu starfi. Hún hafi elt þá Ólaf Adolfsson og Jens Garðar, nýja þingmenn, uppi þegar þeir hafi verið að hanga í kökum síðdegis; þeir muni ekki blása út á sinni vakt. vísir/vilhelm Diljá Mist Einarsdóttir lögfræðingur og Alþingismaður segist orðin vön því að vera kölluð nasisti og fasisti og hún sé byrjuð að undirbúa börnin sín undir að sjá umræðu um sig á netinu. Diljá er gestur í nýjasta hlaðvarpsþætti Sölva Tryggvasonar. Hún segist vilja kenna börnunum sínum að maður eigi ekki að segja neitt á netinu sem maður geti ekki sagt beint við fólk. Henni segist hafa fundist afar óþægilegt að orð hennar séu tekin úr samhengi þegar hún var nýbyrjuð í stjórnmálum, en nú sé hún löngu hætt að kippa sér upp við það. Vön því að orð hennar séu tekin úr samhengi „Ég man hvað ég var sár þegar ég lenti í því í fyrsta skipti. Ég var nýlega orðinn kjörinn fulltrúi og var í Silfrinu á RÚV. Þá tók Páll Valur Björnsson fyrrum Alþingismaður sig til og klippti fyrri hlutann úr setningu hjá mér út og setti hann á póster algjörlega úr samhengi. Svo fór þetta í mjög mikla dreifingu á netinu.“ Diljá segist hafa sett sig í samband við Pál og hann beðið sig afsökunar og tók þetta út. En þá var þetta farið á flug. Diljá segir okkur komna á vafasama braut þegar fólki fer að líða þannig að það þori ekki lengur að segja skoðun sína opinberlega af ótta við að vera úthrópað.vísir/vilhelm „Ég bað hann um að biðja mig opinberlega afsökunar, en hann gerði það ekki. Hann vissi vel að þetta var úr öllu samhengi og ég varð svolítið hvekkt eftir þetta. Ég vil geta sagt það sem ég er að hugsa, en eftir þetta fór ég tímabundið að hugsa í fyrirsögnum þegar ég fór í viðtöl. En svo hætti ég því,” segir Diljá Mist. Hún segist löngu hætt að kippa sér upp við það að vera kölluð illum nöfnum af pólitískum andstæðingum sínum. „Það er auðvitað mjög óþægilegt að láta öskra á sig að maður sé slæm manneskja og sjá ógeðsleg skilaboð og comment, en ég farin að nota þetta sem kennsluefni fyrir börnin mín. Það kemur að þeim tímapunkti að þau verða nógu gömul til að sjá þessi ummæli og þessa umræðu sem er oft mjög svæsin. Þá vil ég vera búin að undirbúa þau og nota þetta sem dæmi um hvernig maður á ekki að haga sér sem fullorðin manneskja.“ Einföld óþokkabrögð notuð í umræðunni Þingmaðurinn, sem er vinsæll gestur í ýmsum hlaðvarpsþáttum, segist taka því alvarlega sem uppalandi að kenna börnunum mínum að maður eigi ekki að haga sér öðruvísi á netinu en í raunveruleikanum. „Ég fór til dæmis nýlega þáttinn Spursmál með Stefáni Einari og Snorra Mássyni og setti inn mynd og þar var fljótlega búið að skrifa undir „Þrír fasistar”. Ég er orðin vön þessu og er mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti. Það er gott að maður getur hlegið að þessu, en þetta er auðvitað galið. Þetta er gert til að reyna að hræða mann, en þetta bítur ekki á mig.“ Diljá segist lenda reglulega í því að fólk sem kynnist henni segir við sig: „Vá, þú ert ekki fáviti“. Hvernig getur þú gengið út frá því að einhver sem þú þekkir ekki neitt sé fáviti? Ég hef alltaf gengið út frá því að fólk sé almennt gott fólk, jafnvel þó að ég sé mjög ósammála því í skoðunum.“ Stjórnmálamenn óttast RÚV Diljá segir það skaða umræðuna ef fámennur en hávær hópur nái að þagga umræðu um mál með því að nota gífuryrði um þá sem eru ósammála þeim: „Við erum komin á vafasama braut þegar fólki fer að líða þannig að það þori ekki lengur að segja skoðun sína opinberlega af ótta við að vera úthrópað. Það er mjög sérstakt hvernig fólkið sem gefur sig út fyrir að vera sérstaklega umburðarlynt reynist svo vera sama fólkið og úthrópar mann helst og sýnir af sér allt að því ofbeldisfulla hegðun,“ segir Diljá. Hún vill einnig ræða um hlutverk RÚV í tengslum við umræðuna. „Það er þekkt meðal stjórnmálamanna að óttast refsivönd RÚV ef þeir gagnrýna stofnunina. Margir stjórnmálamenn veigra sér við að segja það sem þeir eru að hugsa varðandi RÚV út af dagskrárvaldi stofnunarinnar og hvernig það er notað. Diljá Mist segist orðið nota einföld óþokkabrögð sem notuð eru í umræðunni sem kennslutæki fyrir börn sín.vísir/vilhelm Það er gamaldags hugsunarháttur að halda að það sé til einhver ríkisstofnun sem haldi á sannleikanum og það skiptir miklu máli í lýðræðisríki að við séum með sterka frjálsa fjölmiðla, en það er nánast ógjörningur á Íslandi vegna stöðu RÚV. Og það bara versnar frá ári til árs. Fólk sem er á Alþingi verður að þora að segja það sem það hugsar. Ég vil geta sagt þegar ég hætti í stjórnmálum að fólk geti sagt að ég hafi komið til dyranna eins og ég er klædd. Ég er hrein og bein tek það alvarlega að kjósendur viti hvar þeir hafi mig og ég gefi þeim valkost.” Jens Garðar og Ólafur blása ekki út á vakt hennar Diljá mætti með Collab-orkudrykk í þáttinn til Sölva og talið barst að heilsu: „Ég veit að ég er mætt hérna með unglingadrykk og viðurkenni að ég er dálítill unglingur í mér ennþá. Ég er svolítið í grilluðum samlokum og pizzum, en ég hreyfi mig svo mikið að það sleppur,“ segir Diljá, sem játar fúslega að þingmennskan sé oft á tíðum ekki heilsusamlegasta starf sem til er, enda mikið um setur og alltaf kökur í boði: „Fólk blæs út í þessu starfi, en ég er er svo umhyggjusöm gagnvart nýjum þingmönnum að ég hef tekið Ólaf Adolfsson og Jens Garðar Helgason og elt þá uppi þegar þeir ætla að hanga í kökunum síðdegis. Það er alltaf kaffi og kökur á boðstólnum, þannig að maður þarf að passa sig. En þeir verða ekki feitir á minni vakt.“ Diljá færir svo talið úr gamansemi yfir í alvöruna sem því fylgir að Íslendingar séu að verða veikari og kostnaðurinn við heilbrigðiskerfið orðinn gríðarlegur. Ölmu Möller í nöp við einkaframtakið Diljá segir það alvarlegt að sumir stjórnmálamenn virðist gera allt til að standa í vegi fyrir einkaframtaki sem hjálpi öllum. „Hlutverk hins opinbera er að aðstoða fólk sem er í því að hjálpa öðrum að lifa heilsusamlegra lífi, en ekki standa í vegi fyrir því starfi. Ég nefni til dæmis fólk eins og Agústu Johnsson, sem hefur örugglega haft meiri áhrif á heilsu fólks á Íslandi heldur en nokkur stjórnmálamaður gæti nokkurn tíma. Ef það yrði kallað til baka að hún og aðrir í hennar sporum þyrftu að hafa áhyggjur að jafnlaunavottun á hverju ári, þá gæti hún eitt meiri tíma í að huga að heilsu og vellíðan landsmanna.“ Diljá segist vera að tala um aðila eins og Greenfit sem sé að gera frábæra hluti en hafi mætt skelfilegri mótstöðu í kerfinu. „Meðal annars frá núverandi heilbrigðisráðherra, Ölmu Möller, fyrrverandi landlækni sem hefur óbeit á svona lausnum og einkaframtaki. Ég hef af því þungar áhyggjur að flokkur eins og Viðreisn leiði hana til valda í þetta embætti, af því að við þurfum nauðsynlega á lausnum úr einkaframtaki að halda. Ég gæti nefnt „Kara Connect“ og margt fleira, en það er bara almennt mjög slæmt að landlæknir og fólk í valdastöðum standi í vegi fyrir mikilvægum lausnum frá einkageiranum. Það er eins og það sé köllun sumra stjórnmálamanna að flækja líf fólks. Að búa til skrifstofur, stofnanir og starfsfólk sem er til þess fallið að standa í vegi fyrir fólki.“ Hægt er að nálgast viðtalið við Diljá sem og öll viðtöl Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is Alþingi Samfélagsmiðlar Sjálfstæðisflokkurinn Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira
Diljá er gestur í nýjasta hlaðvarpsþætti Sölva Tryggvasonar. Hún segist vilja kenna börnunum sínum að maður eigi ekki að segja neitt á netinu sem maður geti ekki sagt beint við fólk. Henni segist hafa fundist afar óþægilegt að orð hennar séu tekin úr samhengi þegar hún var nýbyrjuð í stjórnmálum, en nú sé hún löngu hætt að kippa sér upp við það. Vön því að orð hennar séu tekin úr samhengi „Ég man hvað ég var sár þegar ég lenti í því í fyrsta skipti. Ég var nýlega orðinn kjörinn fulltrúi og var í Silfrinu á RÚV. Þá tók Páll Valur Björnsson fyrrum Alþingismaður sig til og klippti fyrri hlutann úr setningu hjá mér út og setti hann á póster algjörlega úr samhengi. Svo fór þetta í mjög mikla dreifingu á netinu.“ Diljá segist hafa sett sig í samband við Pál og hann beðið sig afsökunar og tók þetta út. En þá var þetta farið á flug. Diljá segir okkur komna á vafasama braut þegar fólki fer að líða þannig að það þori ekki lengur að segja skoðun sína opinberlega af ótta við að vera úthrópað.vísir/vilhelm „Ég bað hann um að biðja mig opinberlega afsökunar, en hann gerði það ekki. Hann vissi vel að þetta var úr öllu samhengi og ég varð svolítið hvekkt eftir þetta. Ég vil geta sagt það sem ég er að hugsa, en eftir þetta fór ég tímabundið að hugsa í fyrirsögnum þegar ég fór í viðtöl. En svo hætti ég því,” segir Diljá Mist. Hún segist löngu hætt að kippa sér upp við það að vera kölluð illum nöfnum af pólitískum andstæðingum sínum. „Það er auðvitað mjög óþægilegt að láta öskra á sig að maður sé slæm manneskja og sjá ógeðsleg skilaboð og comment, en ég farin að nota þetta sem kennsluefni fyrir börnin mín. Það kemur að þeim tímapunkti að þau verða nógu gömul til að sjá þessi ummæli og þessa umræðu sem er oft mjög svæsin. Þá vil ég vera búin að undirbúa þau og nota þetta sem dæmi um hvernig maður á ekki að haga sér sem fullorðin manneskja.“ Einföld óþokkabrögð notuð í umræðunni Þingmaðurinn, sem er vinsæll gestur í ýmsum hlaðvarpsþáttum, segist taka því alvarlega sem uppalandi að kenna börnunum mínum að maður eigi ekki að haga sér öðruvísi á netinu en í raunveruleikanum. „Ég fór til dæmis nýlega þáttinn Spursmál með Stefáni Einari og Snorra Mássyni og setti inn mynd og þar var fljótlega búið að skrifa undir „Þrír fasistar”. Ég er orðin vön þessu og er mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti. Það er gott að maður getur hlegið að þessu, en þetta er auðvitað galið. Þetta er gert til að reyna að hræða mann, en þetta bítur ekki á mig.“ Diljá segist lenda reglulega í því að fólk sem kynnist henni segir við sig: „Vá, þú ert ekki fáviti“. Hvernig getur þú gengið út frá því að einhver sem þú þekkir ekki neitt sé fáviti? Ég hef alltaf gengið út frá því að fólk sé almennt gott fólk, jafnvel þó að ég sé mjög ósammála því í skoðunum.“ Stjórnmálamenn óttast RÚV Diljá segir það skaða umræðuna ef fámennur en hávær hópur nái að þagga umræðu um mál með því að nota gífuryrði um þá sem eru ósammála þeim: „Við erum komin á vafasama braut þegar fólki fer að líða þannig að það þori ekki lengur að segja skoðun sína opinberlega af ótta við að vera úthrópað. Það er mjög sérstakt hvernig fólkið sem gefur sig út fyrir að vera sérstaklega umburðarlynt reynist svo vera sama fólkið og úthrópar mann helst og sýnir af sér allt að því ofbeldisfulla hegðun,“ segir Diljá. Hún vill einnig ræða um hlutverk RÚV í tengslum við umræðuna. „Það er þekkt meðal stjórnmálamanna að óttast refsivönd RÚV ef þeir gagnrýna stofnunina. Margir stjórnmálamenn veigra sér við að segja það sem þeir eru að hugsa varðandi RÚV út af dagskrárvaldi stofnunarinnar og hvernig það er notað. Diljá Mist segist orðið nota einföld óþokkabrögð sem notuð eru í umræðunni sem kennslutæki fyrir börn sín.vísir/vilhelm Það er gamaldags hugsunarháttur að halda að það sé til einhver ríkisstofnun sem haldi á sannleikanum og það skiptir miklu máli í lýðræðisríki að við séum með sterka frjálsa fjölmiðla, en það er nánast ógjörningur á Íslandi vegna stöðu RÚV. Og það bara versnar frá ári til árs. Fólk sem er á Alþingi verður að þora að segja það sem það hugsar. Ég vil geta sagt þegar ég hætti í stjórnmálum að fólk geti sagt að ég hafi komið til dyranna eins og ég er klædd. Ég er hrein og bein tek það alvarlega að kjósendur viti hvar þeir hafi mig og ég gefi þeim valkost.” Jens Garðar og Ólafur blása ekki út á vakt hennar Diljá mætti með Collab-orkudrykk í þáttinn til Sölva og talið barst að heilsu: „Ég veit að ég er mætt hérna með unglingadrykk og viðurkenni að ég er dálítill unglingur í mér ennþá. Ég er svolítið í grilluðum samlokum og pizzum, en ég hreyfi mig svo mikið að það sleppur,“ segir Diljá, sem játar fúslega að þingmennskan sé oft á tíðum ekki heilsusamlegasta starf sem til er, enda mikið um setur og alltaf kökur í boði: „Fólk blæs út í þessu starfi, en ég er er svo umhyggjusöm gagnvart nýjum þingmönnum að ég hef tekið Ólaf Adolfsson og Jens Garðar Helgason og elt þá uppi þegar þeir ætla að hanga í kökunum síðdegis. Það er alltaf kaffi og kökur á boðstólnum, þannig að maður þarf að passa sig. En þeir verða ekki feitir á minni vakt.“ Diljá færir svo talið úr gamansemi yfir í alvöruna sem því fylgir að Íslendingar séu að verða veikari og kostnaðurinn við heilbrigðiskerfið orðinn gríðarlegur. Ölmu Möller í nöp við einkaframtakið Diljá segir það alvarlegt að sumir stjórnmálamenn virðist gera allt til að standa í vegi fyrir einkaframtaki sem hjálpi öllum. „Hlutverk hins opinbera er að aðstoða fólk sem er í því að hjálpa öðrum að lifa heilsusamlegra lífi, en ekki standa í vegi fyrir því starfi. Ég nefni til dæmis fólk eins og Agústu Johnsson, sem hefur örugglega haft meiri áhrif á heilsu fólks á Íslandi heldur en nokkur stjórnmálamaður gæti nokkurn tíma. Ef það yrði kallað til baka að hún og aðrir í hennar sporum þyrftu að hafa áhyggjur að jafnlaunavottun á hverju ári, þá gæti hún eitt meiri tíma í að huga að heilsu og vellíðan landsmanna.“ Diljá segist vera að tala um aðila eins og Greenfit sem sé að gera frábæra hluti en hafi mætt skelfilegri mótstöðu í kerfinu. „Meðal annars frá núverandi heilbrigðisráðherra, Ölmu Möller, fyrrverandi landlækni sem hefur óbeit á svona lausnum og einkaframtaki. Ég hef af því þungar áhyggjur að flokkur eins og Viðreisn leiði hana til valda í þetta embætti, af því að við þurfum nauðsynlega á lausnum úr einkaframtaki að halda. Ég gæti nefnt „Kara Connect“ og margt fleira, en það er bara almennt mjög slæmt að landlæknir og fólk í valdastöðum standi í vegi fyrir mikilvægum lausnum frá einkageiranum. Það er eins og það sé köllun sumra stjórnmálamanna að flækja líf fólks. Að búa til skrifstofur, stofnanir og starfsfólk sem er til þess fallið að standa í vegi fyrir fólki.“ Hægt er að nálgast viðtalið við Diljá sem og öll viðtöl Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is
Alþingi Samfélagsmiðlar Sjálfstæðisflokkurinn Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira