„Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 22. apríl 2025 12:10 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra er ekki hrifin af þátttöku Ísrael í Eurovision. Vísir/Vilhelm Utanríkisráðherra segir óeðlilegt að Ísrael fái að taka þátt í Eurovision, og vill að Ísland beiti sér á vettvangi Samtaka evrópskra sjónvarpsstöðva gegn þátttöku Ísraela. Ráðherra telur þó að Ísland eigi ekki að sniðganga keppnina. Söngkonan Yuval Raphael verður fulltrúi Ísraela með lagið New Day Will Rise í Eurovision sem fram fer í Basel í Sviss í maí. Þátttaka Ísraela í keppninni hefur verið umdeild í gegnum tíðina, einkum í ljósi framferðis þeirra gagnvart Palestínumönnum og stríðsreksturs á Gasa. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra er meðal þeirra sem hefur efasemdir um þátttöku Ísrael í keppninni. „Sem almennum borgara þá finnst mér það skrítið og í rauninni óeðlilegt að Ísraelar fái að taka þátt í Eurovision miðað við þá stríðsglæpi, og í rauninni þjóðernishreinsanir sem hafa átt sér stað núna á umliðnum vikum og mánuðum á Gasa. Síðan er hitt, að þetta er ákvörðun evrópskra sjónvarpsstöðva þar sem að meðal annars Ísland í gegnum Ríkisútvarpið á þátttökurétt, og mér finnst ekkert óeðlilegt að það verði tekið upp á þeim vettvangi,“ segir Þorgerður. Ísland eigi að vera með Hún bendir á að Spánverjar hafi til að mynda þegar gert athugasemd við þátttöku Ísraels og komið henni á framfæri við EBU, samtök evrópskra sjónvarpsstöðva sem halda. Henni þætti ekki óeðlilegt ef Ísland færi að fordæmi Spánverja. Henni finnst þó ekki koma til álita að Ísland eigi að endurskoða sína þátttöku í keppninni ef fram fer sem horfir að Ísrael verði með. „Nei það finnst mér ekki. Mér finnst að Ísland eigi að taka þátt ef að það er tekin ákvörðun um það að halda keppnina. Mér finnst að Ísland eigi að senda sína þátttakendur, Íslendingar eiga ekki að sniðganga keppnina. En mér finnst að Ísland eigi að skoða þetta og beita sér innan Samtaka evrópskra sjónvarpsstöðva hvað viðkemur þátttöku Ísraela,“ segir Þorgerður. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Eurovision Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Eurovision 2025 Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Sjá meira
Söngkonan Yuval Raphael verður fulltrúi Ísraela með lagið New Day Will Rise í Eurovision sem fram fer í Basel í Sviss í maí. Þátttaka Ísraela í keppninni hefur verið umdeild í gegnum tíðina, einkum í ljósi framferðis þeirra gagnvart Palestínumönnum og stríðsreksturs á Gasa. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra er meðal þeirra sem hefur efasemdir um þátttöku Ísrael í keppninni. „Sem almennum borgara þá finnst mér það skrítið og í rauninni óeðlilegt að Ísraelar fái að taka þátt í Eurovision miðað við þá stríðsglæpi, og í rauninni þjóðernishreinsanir sem hafa átt sér stað núna á umliðnum vikum og mánuðum á Gasa. Síðan er hitt, að þetta er ákvörðun evrópskra sjónvarpsstöðva þar sem að meðal annars Ísland í gegnum Ríkisútvarpið á þátttökurétt, og mér finnst ekkert óeðlilegt að það verði tekið upp á þeim vettvangi,“ segir Þorgerður. Ísland eigi að vera með Hún bendir á að Spánverjar hafi til að mynda þegar gert athugasemd við þátttöku Ísraels og komið henni á framfæri við EBU, samtök evrópskra sjónvarpsstöðva sem halda. Henni þætti ekki óeðlilegt ef Ísland færi að fordæmi Spánverja. Henni finnst þó ekki koma til álita að Ísland eigi að endurskoða sína þátttöku í keppninni ef fram fer sem horfir að Ísrael verði með. „Nei það finnst mér ekki. Mér finnst að Ísland eigi að taka þátt ef að það er tekin ákvörðun um það að halda keppnina. Mér finnst að Ísland eigi að senda sína þátttakendur, Íslendingar eiga ekki að sniðganga keppnina. En mér finnst að Ísland eigi að skoða þetta og beita sér innan Samtaka evrópskra sjónvarpsstöðva hvað viðkemur þátttöku Ísraela,“ segir Þorgerður.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Eurovision Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Eurovision 2025 Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Sjá meira