Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Kjartan Kjartansson skrifar 22. apríl 2025 15:29 Mikil óvissa ríkir nú í efnahagsmálum heimsins vegna tollastefnu Bandaríkjastjórnar og viðbrögðum viðskiptaríkja hennar. Spáð er umtalsvert minni hagvexti í heiminum en áður vegna tollastríðsins. Vísir/EPA Tollar sem Bandaríkjastjórn hefur lagt á nær öll viðskiptaríki sín munu leiða til umtalsvert minni hagvaxtar um nær allan heim en gert var ráð fyrir, að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Innflutningstollar í Bandaríkjunum hafa ekki verið hærri í heila öld. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) gerir nú ráð fyrir að hagvöxtur verði um 0,5 prósentustigum minni á heimsvísu í ár en hann reiknaði með áður en Bandaríkjastjórn tilkynnti um tolla á flest ríki heims fyrr í þessum mánuði. Horfurnar í Bandaríkjunum eru enn verri að mati sjóðsins. Hann reiknar nú með 0,9 prósentustigum minni hagvexti vestanhafs á þessu ári en í fyrri spá sinni, 1,8 prósent vexti. Það er heilu prósentustigi minni hagvöxtur en mældist í fyrra. Á evrusvæðinu gerir AGS ráð fyrir 0,2 stigum minni hagvexti en áður. Hann verði 0,8 prósent á þessu ári og 1,2 prósent á því næsta. Í Kína býst sjóðurinn nú við 0,6 stiga minni hagvexti á þessu ári en áður, um fjórum prósentum. Þá býst sjóðurinn við að verðbólga hjaðni hægar en hann reiknaði með í skýrslu um stöðu efnahagsmála heimsins í janúar og vísar enn til áhrifa tollanna. Sérstaklega eigi það við um Bandaríkin og önnur þróuð hagkerfi, að því er kemur fram í frétt Reuters. „Við erum nú á leið inn í nýtt tímabil þar sem verið er að endurstilla hagkerfi heimins sem hefur verið við lýði undanfarin áttatíu ár,“ sagði Pierre-Olivier Gourinchas, yfirhagfræðingur AGS, við fréttamenn í dag. Þrátt fyrir þetta spáir AGS ekki kreppu í Bandaríkjunum. Líkur á niðursveiflu hefðu þó aukist úr um fjórðungslíkum í rúmlega þriðjungslíkur. Verðbólga þar gæti náð þremur prósentum á þessu ári, prósentustigi meira en sjóðurinn reiknaði með í janúar. Gourinchas varaði ennfremur við að ef tollastríð Bandaríkjanna við önnur ríki magnaðist enn frekar mætti gera ráð fyrir enn meiri efnahagslegri óvissu og óstöðugleika sem bitnaði á heimshagkerfinu. Nú væri algerlega nauðsynlegt að auka fyrirsjáanleika í heimsviðskiptum sem tollastríðið hefur snúið á haus. Bandaríkin Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn Skattar og tollar Mest lesið Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Orkuöryggi sagt standa tæpt gangi ný orkuspá eftir Viðskipti Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Samstarf Mango opnar í Smáralind Viðskipti innlent „Eru kannski á mörkunum í siðferðislegri markaðssetningu“ Viðskipti Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) gerir nú ráð fyrir að hagvöxtur verði um 0,5 prósentustigum minni á heimsvísu í ár en hann reiknaði með áður en Bandaríkjastjórn tilkynnti um tolla á flest ríki heims fyrr í þessum mánuði. Horfurnar í Bandaríkjunum eru enn verri að mati sjóðsins. Hann reiknar nú með 0,9 prósentustigum minni hagvexti vestanhafs á þessu ári en í fyrri spá sinni, 1,8 prósent vexti. Það er heilu prósentustigi minni hagvöxtur en mældist í fyrra. Á evrusvæðinu gerir AGS ráð fyrir 0,2 stigum minni hagvexti en áður. Hann verði 0,8 prósent á þessu ári og 1,2 prósent á því næsta. Í Kína býst sjóðurinn nú við 0,6 stiga minni hagvexti á þessu ári en áður, um fjórum prósentum. Þá býst sjóðurinn við að verðbólga hjaðni hægar en hann reiknaði með í skýrslu um stöðu efnahagsmála heimsins í janúar og vísar enn til áhrifa tollanna. Sérstaklega eigi það við um Bandaríkin og önnur þróuð hagkerfi, að því er kemur fram í frétt Reuters. „Við erum nú á leið inn í nýtt tímabil þar sem verið er að endurstilla hagkerfi heimins sem hefur verið við lýði undanfarin áttatíu ár,“ sagði Pierre-Olivier Gourinchas, yfirhagfræðingur AGS, við fréttamenn í dag. Þrátt fyrir þetta spáir AGS ekki kreppu í Bandaríkjunum. Líkur á niðursveiflu hefðu þó aukist úr um fjórðungslíkum í rúmlega þriðjungslíkur. Verðbólga þar gæti náð þremur prósentum á þessu ári, prósentustigi meira en sjóðurinn reiknaði með í janúar. Gourinchas varaði ennfremur við að ef tollastríð Bandaríkjanna við önnur ríki magnaðist enn frekar mætti gera ráð fyrir enn meiri efnahagslegri óvissu og óstöðugleika sem bitnaði á heimshagkerfinu. Nú væri algerlega nauðsynlegt að auka fyrirsjáanleika í heimsviðskiptum sem tollastríðið hefur snúið á haus.
Bandaríkin Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn Skattar og tollar Mest lesið Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Orkuöryggi sagt standa tæpt gangi ný orkuspá eftir Viðskipti Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Samstarf Mango opnar í Smáralind Viðskipti innlent „Eru kannski á mörkunum í siðferðislegri markaðssetningu“ Viðskipti Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira