„Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar 23. apríl 2025 09:01 Við þekkjum öll ævintýri og kvikmyndir þar sem stjúpmamman er vond við stjúpbörn sín og reynir allt hvað hún getur til að þau öðlist ekki þá hamingju sem þau eiga skilið. Lætur stjúpbarnið eða börnin þræla fyrir sig, sendir þau út í skóg til að deyja eins og Hans og Grétu eða beitir jafnvel göldrum til að drepa stjúpbörnin, eins og í Mjallhvíti, þar sem stjúpmóðir hennar gefur henni eitrað epli. Langoftast er öfundsýki stjúpunnar ástæðan fyrir þessum illu gjörðum. Þessi ævintýri enda þó yfirleitt alltaf vel fyrir börnin og vondu stjúpunni hefnist að sjálfsögðu grimmilega fyrir. Þjóðfræðingar hafa verið iðnir við að skoða og greina ævintýri. Það má til dæmis skoða útgáfu Disney á kvikmyndum, hvernig þau hafa haft áhrif á það hvernig við sjáum ævintýrin fyrir okkur. Það var ekki fyrr en rithöfundar og aðrir fræðimenn fóru að rýna betur í efnið að það kom í ljós að jákvæðar hjálparlausar hetjur og vondar gamlar konur virðast vera algengar staðalmyndir í þessum kvikmyndum. Ójafnvægið milli góðs og ills í þessum myndum hefur haft áhrif á skynjun samtímans á ævintýrin, þar sem dimm og skelfileg öfl ráða ríkjum fram að síðasta augnabliki. Þá nær réttlætið og góðvildin að sigra það illa á hreint ótrúlegan hátt. Grimms bræður gáfu út ævintýrasafn sitt Kinder- und Hausmärchen árið1812 og nutu þeir mikilla vinsælda með útgáfu sinni, þeir gáfu safnið svo út aftur þar sem þeir höfðu gert breytingar á sumum sögunum. Þær breytingar voru meðal annars að þeir sem vondir voru fengu verri örlög en í fyrri útgáfu. Þeir breyttu t.d. sögunni um Hans og Grétu, en í upprunalegu sögunni voru það bæði móðirin og faðirinn sem vildu yfirgefa börnin. Í næstu útgáfu var faðirinn sorgmæddur yfir að þurfa að yfirgefa börnin og svo breyttu þeir móðurinni í stjúpmóður. Illar stjúpur koma mikið fyrir í ævintýraheiminum. Refsing illmenna sagnanna er yfirleitt vægðarlaus, en í flestum þjóðsagnasöfnum frá 19. öld voru refsingarnar pyntingar eða aftökur. Í sumum tilfellum var ofbeldi jafnvel bætt við sögurnar til að gera þær áhugaverðari. Í gegnum æviskeið okkar höfum við fylgst með illsku og örlögum vondu stjúpunnar í gegnum teiknimyndir, ævintýri sem lesin voru fyrir okkur og við svo lesið síðar. Geta þessi ævintýri orðið til þess að fólk lítur öðrum augum á stjúpmæður almennt? þá helst meðal barna sem ekki hafa upplifað skilnað foreldra sinna eða annara nákominna og halda kannski að allar stjúpmæður séu vondar. Eins og við flest vitum eiga stjúpmæður ævintýranna fátt sameiginlegt með stjúpmæðrum í raunveruleikanum. Hvað sem því líður hefur það sýnt sig að þessi neikvæða ímynd er oft í algjörri andstæðu við þá ákefð sem stjúpmæður leggja á sig til að sýna stjúpbörnum sínum ást og veita þeim umhyggju og öryggi. Vangaveltur mínar eru ekki af ástæðulausu, heldur heyrði ég útundan mér fyrir stuttu barn spyrja annað barn: Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku? Líklega var meiningin ekki mikil á bak við þessi orð, mögulega var þetta sagt sem einhverskonar grín þó svo ég hafi ekki tekið eftir því, vonandi var það svo, og að bæði börn og fullorðnir nái að aðskilja ævintýraheiminn við raunveruleikann. Engu að síður er það ljóst að ævintýri hafa áhrif á viðhorf okkar og heimsmynd og mikilvægt að vera vakandi fyrir því. Höfundur er þjóðfræðinemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ástin og lífið Fjölskyldumál Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Við þekkjum öll ævintýri og kvikmyndir þar sem stjúpmamman er vond við stjúpbörn sín og reynir allt hvað hún getur til að þau öðlist ekki þá hamingju sem þau eiga skilið. Lætur stjúpbarnið eða börnin þræla fyrir sig, sendir þau út í skóg til að deyja eins og Hans og Grétu eða beitir jafnvel göldrum til að drepa stjúpbörnin, eins og í Mjallhvíti, þar sem stjúpmóðir hennar gefur henni eitrað epli. Langoftast er öfundsýki stjúpunnar ástæðan fyrir þessum illu gjörðum. Þessi ævintýri enda þó yfirleitt alltaf vel fyrir börnin og vondu stjúpunni hefnist að sjálfsögðu grimmilega fyrir. Þjóðfræðingar hafa verið iðnir við að skoða og greina ævintýri. Það má til dæmis skoða útgáfu Disney á kvikmyndum, hvernig þau hafa haft áhrif á það hvernig við sjáum ævintýrin fyrir okkur. Það var ekki fyrr en rithöfundar og aðrir fræðimenn fóru að rýna betur í efnið að það kom í ljós að jákvæðar hjálparlausar hetjur og vondar gamlar konur virðast vera algengar staðalmyndir í þessum kvikmyndum. Ójafnvægið milli góðs og ills í þessum myndum hefur haft áhrif á skynjun samtímans á ævintýrin, þar sem dimm og skelfileg öfl ráða ríkjum fram að síðasta augnabliki. Þá nær réttlætið og góðvildin að sigra það illa á hreint ótrúlegan hátt. Grimms bræður gáfu út ævintýrasafn sitt Kinder- und Hausmärchen árið1812 og nutu þeir mikilla vinsælda með útgáfu sinni, þeir gáfu safnið svo út aftur þar sem þeir höfðu gert breytingar á sumum sögunum. Þær breytingar voru meðal annars að þeir sem vondir voru fengu verri örlög en í fyrri útgáfu. Þeir breyttu t.d. sögunni um Hans og Grétu, en í upprunalegu sögunni voru það bæði móðirin og faðirinn sem vildu yfirgefa börnin. Í næstu útgáfu var faðirinn sorgmæddur yfir að þurfa að yfirgefa börnin og svo breyttu þeir móðurinni í stjúpmóður. Illar stjúpur koma mikið fyrir í ævintýraheiminum. Refsing illmenna sagnanna er yfirleitt vægðarlaus, en í flestum þjóðsagnasöfnum frá 19. öld voru refsingarnar pyntingar eða aftökur. Í sumum tilfellum var ofbeldi jafnvel bætt við sögurnar til að gera þær áhugaverðari. Í gegnum æviskeið okkar höfum við fylgst með illsku og örlögum vondu stjúpunnar í gegnum teiknimyndir, ævintýri sem lesin voru fyrir okkur og við svo lesið síðar. Geta þessi ævintýri orðið til þess að fólk lítur öðrum augum á stjúpmæður almennt? þá helst meðal barna sem ekki hafa upplifað skilnað foreldra sinna eða annara nákominna og halda kannski að allar stjúpmæður séu vondar. Eins og við flest vitum eiga stjúpmæður ævintýranna fátt sameiginlegt með stjúpmæðrum í raunveruleikanum. Hvað sem því líður hefur það sýnt sig að þessi neikvæða ímynd er oft í algjörri andstæðu við þá ákefð sem stjúpmæður leggja á sig til að sýna stjúpbörnum sínum ást og veita þeim umhyggju og öryggi. Vangaveltur mínar eru ekki af ástæðulausu, heldur heyrði ég útundan mér fyrir stuttu barn spyrja annað barn: Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku? Líklega var meiningin ekki mikil á bak við þessi orð, mögulega var þetta sagt sem einhverskonar grín þó svo ég hafi ekki tekið eftir því, vonandi var það svo, og að bæði börn og fullorðnir nái að aðskilja ævintýraheiminn við raunveruleikann. Engu að síður er það ljóst að ævintýri hafa áhrif á viðhorf okkar og heimsmynd og mikilvægt að vera vakandi fyrir því. Höfundur er þjóðfræðinemi.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun