„Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Smári Jökull Jónsson skrifar 24. apríl 2025 21:58 Baldur Þór fer yfir málin með sínum mönnum. Vísir/Guðmundur Baldur Þór Ragnarsson þjálfari Stjörnunnar var gríðarlega ánægður með sigur Stjörnunnar á Grindavík í dag, í leik þar sem Stjörnumenn hálfpartinn stálu sigrinum á lokasekúndunum. „Þetta var bara eitthvað úrslitakeppnisrugl. Þetta dettur okkar megin og einhverjar sóknir hér og þar. Við vorum í svaklegum vandræðum með [Jeremy] Pargo og [DeAndre] Kane, þeir voru stórkostlegir á þessum kafla og við náðum einhvern veginn að hrista upp því þægindasvæði hjá þeim þarna í lokin og strákarnir geggjaðir,“ sagði Baldur Þór í viðtali við Andra Má Eggertsson eftir ótrúlegar lokasekúndur. Stjörnumenn lentu fimmtán stigum undir í fyrri hálfleiknum og síðan tíu stigum undir í fjórða leikhluta en náði samt sem áður að kría út sigur. „Eiginlega snerist þetta aldrei þannig að þetta var okkur í hag, þetta bara endaði þarna. Það var geggjað þegar við komum með þrjá þrista í röð í fjórða leikhluta. Það var sterkt og kom með orkugeðveiki inn í þetta. Annars náðum við geggjuðum stoppum, náðum að tvöfalda vel held ég á toppnum.“ Í fjórða leikhluta varð áhugavert atvik þegar Ólafur Ólafsson keyrði á körfuna en Shaquille Rombley varði skot hans. Grindvíkingar mótmæltu og vildu meina að Rombley hefði varið skotið ólöglega, Stjörnumenn fóru í sókn og Grindvíkingar brutu. Í kjölfarið óskuðu Grindvíkingar eftir að atvikið á undan yrði skoðað og virtist enginn vita hvort það mætti eða ekki, enda búið að dæma annan dóm eftir að hitt atvikið átti sér stað. „Ég kann ekki reglurnar á þessu. Mér fannst leikurinn vera kominn í næstu sókn og ekki verið dílað við þetta augnablik strax. Ég verð að viðurkenna það að ég kann ekki reglurnar hvort það megi skoða þetta eða ekki, ég treysti Simma [Sigmundi Má Herbertssyni dómara] og hann hlýtur að kunna þetta töluvert betur en ég.“ Sigmundur Már Herbertsson og Jón Þór Eyþórsson, dómarar í leik kvöldsins, skoða atvik úr leiknum í skjá.Vísir/Guðmundur „Ég ætla bara að treysta Sigmundi, að hann hafi rétt fyrir sér. Það er ekkert annað hægt að segja, hann er fagmaður með meiri reynslu en ég að taka dómaraákvarðanir. Hann hlýtur að hafa rétt fyrir sér.“ Ægir Þór Steinarsson skoraði sigurkörfuna í leiknum eftir að hafa keyrt upp völlinn eftir innkast Stjörnumanna á eigin vallarhelmgini. „Við vissum að Óli væri á honum og ef Ægir kemur á ákveðnu tempói þá er erfitt fyrir Óla að halda svona hraða fyrir framan sig. Þetta kom í hausinn á manni þarna þegar einhverjir hérna fyrir ofan voru að benda á að við ættum boltann, þá kom þetta.“ Bónus-deild karla Grindavík Stjarnan Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn Fleiri fréttir Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Sjá meira
„Þetta var bara eitthvað úrslitakeppnisrugl. Þetta dettur okkar megin og einhverjar sóknir hér og þar. Við vorum í svaklegum vandræðum með [Jeremy] Pargo og [DeAndre] Kane, þeir voru stórkostlegir á þessum kafla og við náðum einhvern veginn að hrista upp því þægindasvæði hjá þeim þarna í lokin og strákarnir geggjaðir,“ sagði Baldur Þór í viðtali við Andra Má Eggertsson eftir ótrúlegar lokasekúndur. Stjörnumenn lentu fimmtán stigum undir í fyrri hálfleiknum og síðan tíu stigum undir í fjórða leikhluta en náði samt sem áður að kría út sigur. „Eiginlega snerist þetta aldrei þannig að þetta var okkur í hag, þetta bara endaði þarna. Það var geggjað þegar við komum með þrjá þrista í röð í fjórða leikhluta. Það var sterkt og kom með orkugeðveiki inn í þetta. Annars náðum við geggjuðum stoppum, náðum að tvöfalda vel held ég á toppnum.“ Í fjórða leikhluta varð áhugavert atvik þegar Ólafur Ólafsson keyrði á körfuna en Shaquille Rombley varði skot hans. Grindvíkingar mótmæltu og vildu meina að Rombley hefði varið skotið ólöglega, Stjörnumenn fóru í sókn og Grindvíkingar brutu. Í kjölfarið óskuðu Grindvíkingar eftir að atvikið á undan yrði skoðað og virtist enginn vita hvort það mætti eða ekki, enda búið að dæma annan dóm eftir að hitt atvikið átti sér stað. „Ég kann ekki reglurnar á þessu. Mér fannst leikurinn vera kominn í næstu sókn og ekki verið dílað við þetta augnablik strax. Ég verð að viðurkenna það að ég kann ekki reglurnar hvort það megi skoða þetta eða ekki, ég treysti Simma [Sigmundi Má Herbertssyni dómara] og hann hlýtur að kunna þetta töluvert betur en ég.“ Sigmundur Már Herbertsson og Jón Þór Eyþórsson, dómarar í leik kvöldsins, skoða atvik úr leiknum í skjá.Vísir/Guðmundur „Ég ætla bara að treysta Sigmundi, að hann hafi rétt fyrir sér. Það er ekkert annað hægt að segja, hann er fagmaður með meiri reynslu en ég að taka dómaraákvarðanir. Hann hlýtur að hafa rétt fyrir sér.“ Ægir Þór Steinarsson skoraði sigurkörfuna í leiknum eftir að hafa keyrt upp völlinn eftir innkast Stjörnumanna á eigin vallarhelmgini. „Við vissum að Óli væri á honum og ef Ægir kemur á ákveðnu tempói þá er erfitt fyrir Óla að halda svona hraða fyrir framan sig. Þetta kom í hausinn á manni þarna þegar einhverjir hérna fyrir ofan voru að benda á að við ættum boltann, þá kom þetta.“
Bónus-deild karla Grindavík Stjarnan Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn Fleiri fréttir Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Sjá meira