Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Kjartan Kjartansson skrifar 25. apríl 2025 09:34 Drengur er sprautaður með MMR-bóluefninu sem veitir vörn gegn mislingum í Texas þar sem mannskæður faraldur hefur geisað undnafarna mánuði. Vísir/EPA Sérfræðingar segja að mislingar séu á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur eftir að smitsjúkdómnum hafði verið útrýmt þar fyrir aldarfjórðungi. Reglulegir faraldrar gætu blossað upp vegna þess hve bólusetningartíðni hefur hnignað. Mislingar hafa ekki verið landlægir í Bandaríkjunum frá aldamótum þökk sé bólusetningum. Þeir hafa hins vegar blossað upp aftur á undanförnum árum vegna hnignandi þátttöku í bólusetningum gegn þeim og öðrum algengum barnasjúkdómum. Tvö börn hafa látist í mislingafaraldri í Texas og hundruð smitast á þessu ári. Á fyrstu tæpu fjórum mánuðum ársins hefur tilfellum í Bandaríkjunum fjölgað um 180 prósent borið saman við allt síðasta ár sem var það næstversta frá árinu 2000. Nánast allir þeir sem hafa smitast í faraldrinum í ár voru óbólusettir eða upplýsingar lágu ekki fyrir um bólusetningastöðu þeirra, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Sóttvarnalæknir á Íslandi varaði óbólusetta við ferðum til Texas vegna faraldursins í vetur. Mislingar eru mjög smitandi veirusjúkdómur sem veldur meðal annars útbrotum um allan líkamann og hita. Hann getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér, sérstaklega fyri ung börn, og jafnvel dregið fólk til dauða. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin áætlar að bólusetningar hafi komið í veg fyrir sextíu milljón dauðsföll vegna mislinga frá 2000 til 2023. Milljónir gætu smitast Hópur vísindamanna sem notaði tölvulíkön til þess að áætla áhrif hnignandi þátttöku í bólusetningum gegn mislingum í Bandaríkjunum telur að þeir blossi upp reglulega og hátt í milljón manns gætu smitast næsta aldarfjórðunginn miðað við núverandi þátttökustig. Dragist þátttakan í MMR-bólusetningu, sem er gegn mislingum, hettusótt og rauðum hundum, hins vegar saman um tíu prósent gætu fleiri en ellefu milljónir manna smitast af þeim næstu 25 árin. Í allra svörtustu sviðsmyndum þar sem helmingi færri börn eru bólusett gegn helstu smitsjúkdómum sem hægt er að koma í veg fyrir en áður gætu fleiri en fimmtíu milljónir manna smitast af mislingum fram að miðri öldinni. Hátt á annað hundrað þúsund manns gætu látist og tugir þúsunda þjáðst af afleiðingum sjúkdómanna. Robert F. Kennedy yngri, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna. Hann hefur verið einn umsvifamesti dreifari upplýsingafals um bóluefni í heiminum undanfarna áratugi.EPA/ALLISON DINNER Ráðherrann einn helsti undirróðursmaðurinn gegn bóluefnum Þátttaka í bólusetningum hefur hnignað í Bandaríkjunum og víða annars staðar fyrir tilstilli upplýsingafals og samsæriskenninga um bóluefnin, þar á meðal á grundvelli löngu hrakinna og staðlausra fullyrðinga um að tengsl væru á milli MMR-bóluefna og einhverfu í börnum. Fáir hafa gert meira til þess að stuðla að slíkri upplýsingaóreiðu um öryggi bóluefna en Robert F. Kennedy, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna. Hann hefur háð markvissa herferð til þess að grafa undan trú almennings á bóluefnunum undanfarna áratugi. Þegar fyrsta barnið dó í faraldrinum í Texas í ár hélt Kennedy því ranglega fram að mislingafaraldrar væru „ekki óvenjulegir“ í Bandaríkjunum. Eftir stjórnarskiptin í janúar hefur Smitsjúkdómastofnun Bandaríkjanna sagst ætla að „rannsaka“ tengsl bóluefna og einhverfu þrátt fyrir að engar trúverðugar vísbendingar séu um það. Undirróðurinn gegn bólusetningum jókst enn frekar í heimsfaraldri kórónuveirunnar þegar bóluefni og sóttvarnaaðgerðir urðu að pólitísku bitbeini í Bandaríkjunum og víðar. Bandaríkin Heilbrigðismál Bólusetningar Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Sjá meira
Mislingar hafa ekki verið landlægir í Bandaríkjunum frá aldamótum þökk sé bólusetningum. Þeir hafa hins vegar blossað upp aftur á undanförnum árum vegna hnignandi þátttöku í bólusetningum gegn þeim og öðrum algengum barnasjúkdómum. Tvö börn hafa látist í mislingafaraldri í Texas og hundruð smitast á þessu ári. Á fyrstu tæpu fjórum mánuðum ársins hefur tilfellum í Bandaríkjunum fjölgað um 180 prósent borið saman við allt síðasta ár sem var það næstversta frá árinu 2000. Nánast allir þeir sem hafa smitast í faraldrinum í ár voru óbólusettir eða upplýsingar lágu ekki fyrir um bólusetningastöðu þeirra, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Sóttvarnalæknir á Íslandi varaði óbólusetta við ferðum til Texas vegna faraldursins í vetur. Mislingar eru mjög smitandi veirusjúkdómur sem veldur meðal annars útbrotum um allan líkamann og hita. Hann getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér, sérstaklega fyri ung börn, og jafnvel dregið fólk til dauða. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin áætlar að bólusetningar hafi komið í veg fyrir sextíu milljón dauðsföll vegna mislinga frá 2000 til 2023. Milljónir gætu smitast Hópur vísindamanna sem notaði tölvulíkön til þess að áætla áhrif hnignandi þátttöku í bólusetningum gegn mislingum í Bandaríkjunum telur að þeir blossi upp reglulega og hátt í milljón manns gætu smitast næsta aldarfjórðunginn miðað við núverandi þátttökustig. Dragist þátttakan í MMR-bólusetningu, sem er gegn mislingum, hettusótt og rauðum hundum, hins vegar saman um tíu prósent gætu fleiri en ellefu milljónir manna smitast af þeim næstu 25 árin. Í allra svörtustu sviðsmyndum þar sem helmingi færri börn eru bólusett gegn helstu smitsjúkdómum sem hægt er að koma í veg fyrir en áður gætu fleiri en fimmtíu milljónir manna smitast af mislingum fram að miðri öldinni. Hátt á annað hundrað þúsund manns gætu látist og tugir þúsunda þjáðst af afleiðingum sjúkdómanna. Robert F. Kennedy yngri, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna. Hann hefur verið einn umsvifamesti dreifari upplýsingafals um bóluefni í heiminum undanfarna áratugi.EPA/ALLISON DINNER Ráðherrann einn helsti undirróðursmaðurinn gegn bóluefnum Þátttaka í bólusetningum hefur hnignað í Bandaríkjunum og víða annars staðar fyrir tilstilli upplýsingafals og samsæriskenninga um bóluefnin, þar á meðal á grundvelli löngu hrakinna og staðlausra fullyrðinga um að tengsl væru á milli MMR-bóluefna og einhverfu í börnum. Fáir hafa gert meira til þess að stuðla að slíkri upplýsingaóreiðu um öryggi bóluefna en Robert F. Kennedy, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna. Hann hefur háð markvissa herferð til þess að grafa undan trú almennings á bóluefnunum undanfarna áratugi. Þegar fyrsta barnið dó í faraldrinum í Texas í ár hélt Kennedy því ranglega fram að mislingafaraldrar væru „ekki óvenjulegir“ í Bandaríkjunum. Eftir stjórnarskiptin í janúar hefur Smitsjúkdómastofnun Bandaríkjanna sagst ætla að „rannsaka“ tengsl bóluefna og einhverfu þrátt fyrir að engar trúverðugar vísbendingar séu um það. Undirróðurinn gegn bólusetningum jókst enn frekar í heimsfaraldri kórónuveirunnar þegar bóluefni og sóttvarnaaðgerðir urðu að pólitísku bitbeini í Bandaríkjunum og víðar.
Bandaríkin Heilbrigðismál Bólusetningar Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Sjá meira