Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 25. apríl 2025 12:03 Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar. Vísir/Einar Vinnumálastofnun hefur sagt upp samningi við þrjú stór sveitarfélög um þjónustu umsækjenda um alþjóðlega vernd. Forstjóri segir ástæðuna vera mikla fækkun umsækjenda. Starfandi bæjarstjóri Reykjanesbæjar segir óvissu fylgja ákvörðuninni. Reykjavík, Hafnarfjörður og Reykjanesbær hafa undanfarin ár þjónustað umsækjendur um alþjóðlega vernd að hluta á móti Vinnumálastofnun. Um er að ræða fólk sem kemur hingað til lands og óskar eftir viðurkenningu á stöðu sinni sem flóttafólk. Í vikunni tilkynnti stofnunin sveitarfélögunum þremur formlega um uppsögn samningsins. Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar segir ástæðuna vera mikla fækkun umsækjenda. „Það er bara verið að breyta þjónustunni. Það hefur fækkað gríðarlega í þessum hópi. Þannig við erum að hagræða og búa til frekar minni stöðvar sem við rekum sjálf með okkar fólki. Við höfum átt í mjög góðu samstarfi við sveitarfélögin og þau hafa staðið sig afburðavel en við erum sjálf núna komin með mikla reynslu af því að þjónusta þetta fólk og teljum bara að þetta sé hagstæðast fyrir alla, sérstaklega fjárhagslega.“ Unnur segir að fækkun umsækjenda sé gríðarleg. Margir hafi fengið synjun og séu því farnir af landi. „Og svo eru miklu miklu færri sem sækja um, þannig fækkunin er gríðarleg og þá er eðlilegt að staldra við og finna út hvernig er best að haga málum og hugsa málin upp á nýtt, sérstaklega með tilliti til fjárútláta og þjónustu, við getum veitt miklu betri þjónustu með því að vera með aðeins fleiri og stærri á einum stað.“ Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir staðgengill bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Breytingunum fylgi óvissa Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir staðgengill bæjarstjóra Reykjanesbæjar segir að ákvörðuninni fylgi breytingar og ákveðin óvissa. Skoða þurfi áhrifin til hlýtar. „Við erum búin að vera með til fjölda ára samning upp á þjónustu við um sjötíu manns og það hefur bara gengið vonum framar og við höfum gert það sem í okkar valdi stendur til að reyna að tryggja það að fólk hér komist inn í samfélagið, komum börnum í leik- og grunnskólann og þjónustan gengið afskaplega vel þennan tíma sem við höfum verið með þennan samning í gildi. Þannig við vonum auðvitað bara að það muni ekki hafa áhrif á fjölskyldurnar sem í okkar sveitarfélagi delja.“ Reykjavík Hafnarfjörður Reykjanesbær Hælisleitendur Innflytjendamál Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Erlent Fleiri fréttir „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Sjá meira
Reykjavík, Hafnarfjörður og Reykjanesbær hafa undanfarin ár þjónustað umsækjendur um alþjóðlega vernd að hluta á móti Vinnumálastofnun. Um er að ræða fólk sem kemur hingað til lands og óskar eftir viðurkenningu á stöðu sinni sem flóttafólk. Í vikunni tilkynnti stofnunin sveitarfélögunum þremur formlega um uppsögn samningsins. Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar segir ástæðuna vera mikla fækkun umsækjenda. „Það er bara verið að breyta þjónustunni. Það hefur fækkað gríðarlega í þessum hópi. Þannig við erum að hagræða og búa til frekar minni stöðvar sem við rekum sjálf með okkar fólki. Við höfum átt í mjög góðu samstarfi við sveitarfélögin og þau hafa staðið sig afburðavel en við erum sjálf núna komin með mikla reynslu af því að þjónusta þetta fólk og teljum bara að þetta sé hagstæðast fyrir alla, sérstaklega fjárhagslega.“ Unnur segir að fækkun umsækjenda sé gríðarleg. Margir hafi fengið synjun og séu því farnir af landi. „Og svo eru miklu miklu færri sem sækja um, þannig fækkunin er gríðarleg og þá er eðlilegt að staldra við og finna út hvernig er best að haga málum og hugsa málin upp á nýtt, sérstaklega með tilliti til fjárútláta og þjónustu, við getum veitt miklu betri þjónustu með því að vera með aðeins fleiri og stærri á einum stað.“ Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir staðgengill bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Breytingunum fylgi óvissa Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir staðgengill bæjarstjóra Reykjanesbæjar segir að ákvörðuninni fylgi breytingar og ákveðin óvissa. Skoða þurfi áhrifin til hlýtar. „Við erum búin að vera með til fjölda ára samning upp á þjónustu við um sjötíu manns og það hefur bara gengið vonum framar og við höfum gert það sem í okkar valdi stendur til að reyna að tryggja það að fólk hér komist inn í samfélagið, komum börnum í leik- og grunnskólann og þjónustan gengið afskaplega vel þennan tíma sem við höfum verið með þennan samning í gildi. Þannig við vonum auðvitað bara að það muni ekki hafa áhrif á fjölskyldurnar sem í okkar sveitarfélagi delja.“
Reykjavík Hafnarfjörður Reykjanesbær Hælisleitendur Innflytjendamál Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Erlent Fleiri fréttir „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Sjá meira