Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar 26. apríl 2025 07:02 Francis páfi er fallinn frá – háaldraður og saddur lífdaga. Meðfylgjandi orð setti ég á blað fyrir mörgum árum - tæpum áratug eða svo – þ.e.a.s. á meðan Abbas frá Palestínu var enn talinn maður með mönnum, og Francis frá Argentínu nýstsiginn í stól páfa. Það var rétt eins og tveir gamlir vinir og bræður í anda væru að hittast eftir langan aðskilnað – þeir féllust í faðma, kysstu hvor annan á báða vanga og horfðust brosandi í augu: „Þú hefur yngst um tíu ár, svei mér þá“!, sagði Jorge Mario Bergoglio á ítölsku. „Þú ert að grínast“,svaraði Mahmud Abbas hlæjandi, á arabísku. Þetta var túlkað jafnóðum af ritara páfa, sem er annálaður fjöltyngdur fræðimaður. – Það var reyndar ekki svo langt síðan þessir tveir menn höfðu hist í skuggsælum garði á bak við Vatikanið. Þar hafði Páfinn lýst yfir stuðningi við sjálfstætt ríki Palestínumanna. Nema hvað, að núna var Abbas, sem fór fyrir Palestinumönnum á Vesturbakkanum, kominn enn á ný til að hitta páfa. Að þessu sinni stóð meðal annars til að hengja á hann æðstu orðu – friðarorðu - sem bara vænstu mönnum er veitt í viðurkenningarskyni. (Gott ef það er ekki upphleypt mynd af engli úr bronsi). Bara fjórum blaðamönnum var leyft að vera viðstaddir athöfnina sjálfa – fyrir utan ljósmyndara í þjónustu páfa.Tveir þeirra voru Palestínumenn og hinir enskumælandi sérfræðingar í málefnum páfadóms við erlend blöð og fréttastofur. Að lokinni athöfn steðjuðu sérfræðingarnir fram í aðalsal Vatíkansins, þar sem hundruð blaðamanna biðu spenntir eftir niðurstöðum fundarins. Meðal þess efnis, sem greint var frá, var veitingin á friðarorðunni. Og þeir höfðu ekki fyrr sleppt orðinu, en friðurinn var úti. Allt fór á hvolf, menn hnakkrifust – og lengi vel var heimspressan undirlögð af þessu rifrildi. Um hvað voru svo menn að rífast? Jú, þeir voru að rífast um það, hvort Mario Borgoglio – með öðrum orðum Francis páfi- hefði notað viðtengingarhátt eða framsöguhátt sagnarinnar að vera, þegar hann ávarpaði vin sinn Mahmud Abbas, um leið og hann teygði fram hendurnar til að „hengja“ orðuna um háls honum. Sagði hann „þú ert engill friðarins“ (frsh.)eða „megir þú vera engill friðarins“ (vth.)? Annars vegar er fullyrðing, en hins vegar ósk eða von. Á ítölsku hljómar þetta svo: „tu sei angel di pace“ (framsöguháttur) eða „tu sia angel di pace“ í viðtengingarhætti. Ekki svo mikill munur og gæti hafa skolast til hjá túlkinum. Hafi páfinn notað framsöguhátt og sagt: „þú ert engill friðarins“, þá er ekki ólíklegt, að Ísraelar hefðu brugðist við með loftárás á Vatíkanið – eða hvað? Rétt eins og á Gaza. Heimsstyrjaldir hafa svo sem brotist út af minna tilefni. Francis páfi var upphaflega sóttur til Argentínu, en er af ítölsku bergi brotinn. Eflaust talar hann öll rómönsku málin og veit, hvað viðtengingarháttur hefur margslungna merkingu – háttur sem gefur málinu dýpt, ilm og lit. Bretar og Bandaríkjamenn hafa hins vegar ekki hugmynd um það, enda viðtengingarháttur týndur úr ensku/amerísku - og tröllum gefinn. Eða þá, að það hafi kannski verið sérfræðingnum í Páfagarði ofraun að þýða ítalskan viðtengingarhátt fyrir hinn enskumælandi heim, sem kann engin skil á viðtengingarhætti. Við sem sóttum sunnudagaskóla Fríkirkjunnar á barnsaldri, vitum, að prestar tala helst aldrei í framsöguhætti. „Guð veri með þér, Guð fyrirgefi þér, Guð varðveiti þig, Guð sé oss næstur, Guð hálpi þér, helgist þitt nafn, til komi þitt ríki, verði þinn vilji svo á jörðu sem á himni“ – allt í viðtengingarhætti. Og ég efast ekki um, að páfinn sjálfur sé jafn ósínkur á viðtengingarhátt og kristmenn-krossmenn á Fróni – þó svo þeir hafi gleymt kaþólskunni. En hvað um það. Á öðrum degi voru hinir enskumælandi sérfræðingar í Páfagarði sendir inn í bakherbergi Vatikansins til að hlusta á upptökur af ræðu páfa. Samt voru þeir eiginlega engu nær, þegar þeir sneru aftur. Það var erfitt að greina orðaskil, sögðu þeir. Páfanum liggur lágt rómur – eins og títt er um vitra menn, má gjarnan bæta við. Þótt túlkurinn væri fjölkunnugur málamaður, var hann hlédrægur og forðaðist að yfirgnæfa rödd hans heilagleika. Og svo voru það blossarnir frá myndavélunum sem yfirgnæfðu allt eins og vélbyssuskothríð. Það var úr vöndu að ráða. Og engin lausn í sjónmáli. En þegar upp er staðið, skiptir svo sem engu máli, hver sagði hvað við hvern, hvenær eða hvar. Hvort notaði páfinn framsöguhátt eða viðtengingarhátt? Hvort sagði hann hinn hógværa talsmann Palestínumanna vera „engil friðarins“ – eða lét hann í ljós þá ósk, að hann “mætti reynast engill friðarins“? Það eina sem skiptir máli er stríð eða friður. Og við vitum, að stríð er staðreynd fyrir botni Miðjarðarhafsins. Stríð er þess vegna i framsöguhætti. En friður í þessum löndum getur aðeins verið í viðtengingarhætti. Hann lýsir óskhyggju góðra manna, eins og Jorges Marios Bergoglios og Mahmuds Abbas – páfans og Palestínumannsins – um að sú tíð komi, „að friður sé með yður“. Höfundur hefur enn ekki misst áhuga á skólalatínunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Schram Andlát Frans páfa Páfagarður Mest lesið Halldór 30.08.2025 Halldór Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Skoðun Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Francis páfi er fallinn frá – háaldraður og saddur lífdaga. Meðfylgjandi orð setti ég á blað fyrir mörgum árum - tæpum áratug eða svo – þ.e.a.s. á meðan Abbas frá Palestínu var enn talinn maður með mönnum, og Francis frá Argentínu nýstsiginn í stól páfa. Það var rétt eins og tveir gamlir vinir og bræður í anda væru að hittast eftir langan aðskilnað – þeir féllust í faðma, kysstu hvor annan á báða vanga og horfðust brosandi í augu: „Þú hefur yngst um tíu ár, svei mér þá“!, sagði Jorge Mario Bergoglio á ítölsku. „Þú ert að grínast“,svaraði Mahmud Abbas hlæjandi, á arabísku. Þetta var túlkað jafnóðum af ritara páfa, sem er annálaður fjöltyngdur fræðimaður. – Það var reyndar ekki svo langt síðan þessir tveir menn höfðu hist í skuggsælum garði á bak við Vatikanið. Þar hafði Páfinn lýst yfir stuðningi við sjálfstætt ríki Palestínumanna. Nema hvað, að núna var Abbas, sem fór fyrir Palestinumönnum á Vesturbakkanum, kominn enn á ný til að hitta páfa. Að þessu sinni stóð meðal annars til að hengja á hann æðstu orðu – friðarorðu - sem bara vænstu mönnum er veitt í viðurkenningarskyni. (Gott ef það er ekki upphleypt mynd af engli úr bronsi). Bara fjórum blaðamönnum var leyft að vera viðstaddir athöfnina sjálfa – fyrir utan ljósmyndara í þjónustu páfa.Tveir þeirra voru Palestínumenn og hinir enskumælandi sérfræðingar í málefnum páfadóms við erlend blöð og fréttastofur. Að lokinni athöfn steðjuðu sérfræðingarnir fram í aðalsal Vatíkansins, þar sem hundruð blaðamanna biðu spenntir eftir niðurstöðum fundarins. Meðal þess efnis, sem greint var frá, var veitingin á friðarorðunni. Og þeir höfðu ekki fyrr sleppt orðinu, en friðurinn var úti. Allt fór á hvolf, menn hnakkrifust – og lengi vel var heimspressan undirlögð af þessu rifrildi. Um hvað voru svo menn að rífast? Jú, þeir voru að rífast um það, hvort Mario Borgoglio – með öðrum orðum Francis páfi- hefði notað viðtengingarhátt eða framsöguhátt sagnarinnar að vera, þegar hann ávarpaði vin sinn Mahmud Abbas, um leið og hann teygði fram hendurnar til að „hengja“ orðuna um háls honum. Sagði hann „þú ert engill friðarins“ (frsh.)eða „megir þú vera engill friðarins“ (vth.)? Annars vegar er fullyrðing, en hins vegar ósk eða von. Á ítölsku hljómar þetta svo: „tu sei angel di pace“ (framsöguháttur) eða „tu sia angel di pace“ í viðtengingarhætti. Ekki svo mikill munur og gæti hafa skolast til hjá túlkinum. Hafi páfinn notað framsöguhátt og sagt: „þú ert engill friðarins“, þá er ekki ólíklegt, að Ísraelar hefðu brugðist við með loftárás á Vatíkanið – eða hvað? Rétt eins og á Gaza. Heimsstyrjaldir hafa svo sem brotist út af minna tilefni. Francis páfi var upphaflega sóttur til Argentínu, en er af ítölsku bergi brotinn. Eflaust talar hann öll rómönsku málin og veit, hvað viðtengingarháttur hefur margslungna merkingu – háttur sem gefur málinu dýpt, ilm og lit. Bretar og Bandaríkjamenn hafa hins vegar ekki hugmynd um það, enda viðtengingarháttur týndur úr ensku/amerísku - og tröllum gefinn. Eða þá, að það hafi kannski verið sérfræðingnum í Páfagarði ofraun að þýða ítalskan viðtengingarhátt fyrir hinn enskumælandi heim, sem kann engin skil á viðtengingarhætti. Við sem sóttum sunnudagaskóla Fríkirkjunnar á barnsaldri, vitum, að prestar tala helst aldrei í framsöguhætti. „Guð veri með þér, Guð fyrirgefi þér, Guð varðveiti þig, Guð sé oss næstur, Guð hálpi þér, helgist þitt nafn, til komi þitt ríki, verði þinn vilji svo á jörðu sem á himni“ – allt í viðtengingarhætti. Og ég efast ekki um, að páfinn sjálfur sé jafn ósínkur á viðtengingarhátt og kristmenn-krossmenn á Fróni – þó svo þeir hafi gleymt kaþólskunni. En hvað um það. Á öðrum degi voru hinir enskumælandi sérfræðingar í Páfagarði sendir inn í bakherbergi Vatikansins til að hlusta á upptökur af ræðu páfa. Samt voru þeir eiginlega engu nær, þegar þeir sneru aftur. Það var erfitt að greina orðaskil, sögðu þeir. Páfanum liggur lágt rómur – eins og títt er um vitra menn, má gjarnan bæta við. Þótt túlkurinn væri fjölkunnugur málamaður, var hann hlédrægur og forðaðist að yfirgnæfa rödd hans heilagleika. Og svo voru það blossarnir frá myndavélunum sem yfirgnæfðu allt eins og vélbyssuskothríð. Það var úr vöndu að ráða. Og engin lausn í sjónmáli. En þegar upp er staðið, skiptir svo sem engu máli, hver sagði hvað við hvern, hvenær eða hvar. Hvort notaði páfinn framsöguhátt eða viðtengingarhátt? Hvort sagði hann hinn hógværa talsmann Palestínumanna vera „engil friðarins“ – eða lét hann í ljós þá ósk, að hann “mætti reynast engill friðarins“? Það eina sem skiptir máli er stríð eða friður. Og við vitum, að stríð er staðreynd fyrir botni Miðjarðarhafsins. Stríð er þess vegna i framsöguhætti. En friður í þessum löndum getur aðeins verið í viðtengingarhætti. Hann lýsir óskhyggju góðra manna, eins og Jorges Marios Bergoglios og Mahmuds Abbas – páfans og Palestínumannsins – um að sú tíð komi, „að friður sé með yður“. Höfundur hefur enn ekki misst áhuga á skólalatínunni.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun