Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 25. apríl 2025 15:00 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra vinnur að frumvarpi um öryggisráðstafanir sem tekur við hjá einstaklingum sem hafa verið metnir stórhættulegir og eru að ljúka afplánum í fangelsum landsins. Búist er við að úrræðið verði tilbúið næsta haust. Vísir Gert er ráð fyrir að kostnaður ríkissjóðs vegna öryggisvistanna verði tvöfalt hærri á árinu en gert hafði verið ráð fyrir. Stórauka á framlög til málaflokksins á næstu árum og bæta lagaramma. Dómsmálaráðherra ætlar að legga fram frumvarp í haust um öryggisráðstafanir fyrir sérstaklega hættulega einstaklinga eftir fangelsisvist þeirra Áætlað var að útgjöld ríkissjóðs vegna öryggisvistanna um tuttugu einstaklinga á þessu ári yrðu ríflega sex hundruð milljónir króna. Samkvæmt upplýsingum frá forsætisráðuneytinu er hins vegar gert ráð fyrir að þessi kostnaður tvöfaldist á árinu. Á næsta ári er svo búist við að kostnaðurinn verði kominn í ríflega þrjá milljarða króna. Kostnaður ríkissjóðs vegna öryggisúrræða fyrir einstaklinga með fjölþættan vanda samkvæmt upplýsingum frá forsætisráðuneytinu. Vísir Ríkisstjórnin kynnti á dögunum úrbætur þar sem fjölga á plássum á réttaröryggisdeild um átta og koma á fót sérstakri öryggisstofnun fyrir einstaklinga með fjölþættan vanda. Þessar aðgerðir og málaflokkurinn í heild eiga að kosta ríkissjóð alls um 20 milljarða króna til ársins 2030. Hægt verði að lækka kostnað með nýjum lögum Kostnaður sveitarfélaga vegna málaflokksins er einnig gríðarlegur. Reykjavíkurborg varði til að mynda ríflega milljarði króna í öryggisráðstafanir vegna 35-40 einstaklinga með fjölþættan vanda á síðasta ári. Sviðsstjóri velferðarsviðs borgarinnar sagði í fréttum okkar í vikunni að borgin væri að taka að sér mikinn kostnað án þess að henni væri það skylt. Mikilvægt væri að stjórnvöld skýrðu allan lagaramma í málaflokknum. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segir að slík vinna fari fram í nokkrum ráðuneytum. „Með skýrri stefnumótun og lagabreytingum er hægt að ná fram markvissari þjónustu sem myndi draga úr kostnaði hjá ríki og sveitarfélögum. Stóra markmiðið er að ná fram betri þjónustu. Við náum fram öryggi fyrir þennan hóp og aukum öryggistilfinningu almennings. Þannig að við séum með öryggisráðstafanir sem byggjast á skýrum lagaheimildum og lagaramma,“ segir Þorbjörg. Þorbjörg segir að mikil stefnumótun og lagabreytingar eigi eftir að fara fram í sjö ráðuneytum málaflokknum, en hún komi með frumvarp í haust. „Í dómsmálaráðuneytinu er ég að vinna að frumvarpi sem ég legg fram í haust. Það fjallar um einstaklinga sem eru metnir mjög hættulegir og þurfi að vera í einhvers konar öryggisráðstöfunum eftir afplánun refsinga,“ segir Þorbjörg. Fangelsismál Lögreglan Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Félagsmál Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Innlent Fleiri fréttir „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Sjá meira
Áætlað var að útgjöld ríkissjóðs vegna öryggisvistanna um tuttugu einstaklinga á þessu ári yrðu ríflega sex hundruð milljónir króna. Samkvæmt upplýsingum frá forsætisráðuneytinu er hins vegar gert ráð fyrir að þessi kostnaður tvöfaldist á árinu. Á næsta ári er svo búist við að kostnaðurinn verði kominn í ríflega þrjá milljarða króna. Kostnaður ríkissjóðs vegna öryggisúrræða fyrir einstaklinga með fjölþættan vanda samkvæmt upplýsingum frá forsætisráðuneytinu. Vísir Ríkisstjórnin kynnti á dögunum úrbætur þar sem fjölga á plássum á réttaröryggisdeild um átta og koma á fót sérstakri öryggisstofnun fyrir einstaklinga með fjölþættan vanda. Þessar aðgerðir og málaflokkurinn í heild eiga að kosta ríkissjóð alls um 20 milljarða króna til ársins 2030. Hægt verði að lækka kostnað með nýjum lögum Kostnaður sveitarfélaga vegna málaflokksins er einnig gríðarlegur. Reykjavíkurborg varði til að mynda ríflega milljarði króna í öryggisráðstafanir vegna 35-40 einstaklinga með fjölþættan vanda á síðasta ári. Sviðsstjóri velferðarsviðs borgarinnar sagði í fréttum okkar í vikunni að borgin væri að taka að sér mikinn kostnað án þess að henni væri það skylt. Mikilvægt væri að stjórnvöld skýrðu allan lagaramma í málaflokknum. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segir að slík vinna fari fram í nokkrum ráðuneytum. „Með skýrri stefnumótun og lagabreytingum er hægt að ná fram markvissari þjónustu sem myndi draga úr kostnaði hjá ríki og sveitarfélögum. Stóra markmiðið er að ná fram betri þjónustu. Við náum fram öryggi fyrir þennan hóp og aukum öryggistilfinningu almennings. Þannig að við séum með öryggisráðstafanir sem byggjast á skýrum lagaheimildum og lagaramma,“ segir Þorbjörg. Þorbjörg segir að mikil stefnumótun og lagabreytingar eigi eftir að fara fram í sjö ráðuneytum málaflokknum, en hún komi með frumvarp í haust. „Í dómsmálaráðuneytinu er ég að vinna að frumvarpi sem ég legg fram í haust. Það fjallar um einstaklinga sem eru metnir mjög hættulegir og þurfi að vera í einhvers konar öryggisráðstöfunum eftir afplánun refsinga,“ segir Þorbjörg.
Fangelsismál Lögreglan Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Félagsmál Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Innlent Fleiri fréttir „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Sjá meira