Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar 25. apríl 2025 18:01 Á Íslandi heyrum við oft að menntun sé fyrir öll. Í Átaki, félagi fólks með þroskahömlun, vitum við að það er ekki satt. Næsta haust ætlar Menntavísindasvið Háskóla Íslands ekki að taka inn nýjan hóp í starfstengt diplómanám.Það nám hefur verið eina raunverulega leiðin fyrir fólk með þroskahömlun til að mennta sig áfram eftir framhaldsskóla. Þetta er mikið áfall. Diplómanámið byrjaði árið 2007 og hefur verið í gangi í 18 ár. Síðustu fjögur ár hefur háskólinn tekið á móti nýjum hóp á hverju einasta ári. Námið er mjög vinsælt meðal fólks með þroskahömlun. Stór hluti af fólki með þroskahömlun lýkur starfsbraut í framhaldsskóla. Það er oft eina leiðin fyrir okkur í menntaskóla. Þannig er skólakerfið hannað. Við sem útskrifumst af starfsbraut fáum ekki stúdentspróf. Það þýðir að við getum ekki sótt um í venjulegu háskólanámi. Eina leiðin lokuð Diplómanámið er eina háskólanámið sem er sérstaklega hugsað fyrir fólk með þroskahömlun. Ef það hverfur – þá er ekkert eftir. Ef það hverfur – þá getur fólk með þroskahömlun ekki tekið fullan þátt í íslensku samfélagi. Ef eina námið sem er í boði fyrir fólk með þroskahömlun hættir að taka á móti fólki með þroskahömlun, þá er nám ekki fyrir okkur öll! Við í Átaki teljum þetta vera stórt skref aftur á bak. Ef fólk þarf að bíða heilt ár eftir að sækja um, getur það misst áhugann. Það getur haft áhrif á sjálfstraust, félagslega stöðu, sjálfstæði og möguleika í framtíðinni. Við krefjumst þess að fleiri kennarar fái vinnu í diplómanáminu. Við krefjumst þess að Háskóli Íslands taki við fleiri nemendum í diplómanámið. Við mótmælum því að fækka eigi plássum, og draga eigi úr möguleikum fólks með þroskahömlun í íslensku samfélagi. Diplómanámið er miklu meira en bara námskeið. Það er samfélag og samstarf. Nemendur vinna með öðrum deildum – sérstaklega í fötlunarfræði og þroskaþjálfafræði. Þar verður til samtal, virðing og lærdómur í báðar áttir. Menntun sem fer í allar áttir. Í gegnum námið fá nemendur starfsþjálfun og kynnast vinnumarkaðnum. Vinnumarkaðurinn fær tækifæri til þess að kynnast okkur. Háskólinn fær tækifæri til þess að sjá hvað fatlað fólk getur! Diplómanemar vinna að auknu aðgengi Einn nemendahópur stofnaði til dæmis Aðgengishópinn. Markmið hans var að hafa bein áhrif á samfélagiðog taka allar hindranir í burtu. Þau gerðu til dæmis aðgengismyndbönd á You-Tube einu sinni í viku.Aðgengishópurinn hefði viljað halda áfram í þessu verkefni eftir nám en Háskóli Íslands átti ekki nægan pening til að halda þessu verkefni áfram. Draumur hjá þessu liði var að starfa áfram við þetta eftir nám og fá laun fyrir vinnuna. Við erum hluti af hópnum Við teljum mikilvægt að halda áfram með starfstengt diplómanám fyrir fólk með þroskahömlun. Í náminu kynnast diplómanemar öðrum nemendum, eins og nemendum úr þroskaþjálfafræði og fötlunarfræði. Stundum vinnum við saman í litum verkefnahópum. Það styrkir félagsleg tengsl og er góð leið til að deila hugmyndum og skoðunum. Nemendur í starfstengdu diplómanámi vilja útskrifast með öðrum háskólanemum í almennri útskriftarathöfn. Það skiptir máli að það sé litið á okkur sem jafningja. Það er virðing fólgin í því að útskrifast með öðrum nemendum. Diplómanemar eiga ekki að vera aðgreindir frá öðrum nemendum. Hvað myndi fólk á Íslandi segja ef Háskóli Íslands myndi hætta að bjóða upp á nám í viðskiptafræði? Fólk á Íslandi verður að hætta að horfa á menntun fyrir fólk með þroskahömlun sem tilraun. Við erum ekki tilraun. Við erum hluti af samfélaginu. Nemendur í starfstengdu diplómanámi eru hluti af háskólasamfélaginu. Diplómanámið á að njóta sömu virðingar og annað nám. Það er óþolandi að þurfa að berjast fyrir þessu á hverju ári. Átak styður kröfu útskriftarnema Við köllum eftir því að stjórnvöld og Háskóli Íslands eyrnamerki fjármagn sérstaklega fyrir diplómanámið – svo hægt sé að bjóða það upp á það á hverju ári. Stjórnvöld hafa talað um að bæta stöðu fatlaðs fólks í kerfinu. Nú fá þau tækifæri til að sýna hvað þau eiga við. Við í Átaki spyrjum líka Af hverju er ekki löngu búið að lögfesta þetta nám – sem hefur skilað svo miklu og gengið svona vel? Útskriftarnemar í diplómanáminu hafa sett af stað undirskriftasöfnun til að mótmæla þessari ákvörðun. Átak styður þeirra kröfu! Við hvetjum ykkur öll til að skrifa undir hér: https://island.is/undirskriftalistar/d27ba76e-e4c8-43ac-9f52-1f298cc87a09 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Á Íslandi heyrum við oft að menntun sé fyrir öll. Í Átaki, félagi fólks með þroskahömlun, vitum við að það er ekki satt. Næsta haust ætlar Menntavísindasvið Háskóla Íslands ekki að taka inn nýjan hóp í starfstengt diplómanám.Það nám hefur verið eina raunverulega leiðin fyrir fólk með þroskahömlun til að mennta sig áfram eftir framhaldsskóla. Þetta er mikið áfall. Diplómanámið byrjaði árið 2007 og hefur verið í gangi í 18 ár. Síðustu fjögur ár hefur háskólinn tekið á móti nýjum hóp á hverju einasta ári. Námið er mjög vinsælt meðal fólks með þroskahömlun. Stór hluti af fólki með þroskahömlun lýkur starfsbraut í framhaldsskóla. Það er oft eina leiðin fyrir okkur í menntaskóla. Þannig er skólakerfið hannað. Við sem útskrifumst af starfsbraut fáum ekki stúdentspróf. Það þýðir að við getum ekki sótt um í venjulegu háskólanámi. Eina leiðin lokuð Diplómanámið er eina háskólanámið sem er sérstaklega hugsað fyrir fólk með þroskahömlun. Ef það hverfur – þá er ekkert eftir. Ef það hverfur – þá getur fólk með þroskahömlun ekki tekið fullan þátt í íslensku samfélagi. Ef eina námið sem er í boði fyrir fólk með þroskahömlun hættir að taka á móti fólki með þroskahömlun, þá er nám ekki fyrir okkur öll! Við í Átaki teljum þetta vera stórt skref aftur á bak. Ef fólk þarf að bíða heilt ár eftir að sækja um, getur það misst áhugann. Það getur haft áhrif á sjálfstraust, félagslega stöðu, sjálfstæði og möguleika í framtíðinni. Við krefjumst þess að fleiri kennarar fái vinnu í diplómanáminu. Við krefjumst þess að Háskóli Íslands taki við fleiri nemendum í diplómanámið. Við mótmælum því að fækka eigi plássum, og draga eigi úr möguleikum fólks með þroskahömlun í íslensku samfélagi. Diplómanámið er miklu meira en bara námskeið. Það er samfélag og samstarf. Nemendur vinna með öðrum deildum – sérstaklega í fötlunarfræði og þroskaþjálfafræði. Þar verður til samtal, virðing og lærdómur í báðar áttir. Menntun sem fer í allar áttir. Í gegnum námið fá nemendur starfsþjálfun og kynnast vinnumarkaðnum. Vinnumarkaðurinn fær tækifæri til þess að kynnast okkur. Háskólinn fær tækifæri til þess að sjá hvað fatlað fólk getur! Diplómanemar vinna að auknu aðgengi Einn nemendahópur stofnaði til dæmis Aðgengishópinn. Markmið hans var að hafa bein áhrif á samfélagiðog taka allar hindranir í burtu. Þau gerðu til dæmis aðgengismyndbönd á You-Tube einu sinni í viku.Aðgengishópurinn hefði viljað halda áfram í þessu verkefni eftir nám en Háskóli Íslands átti ekki nægan pening til að halda þessu verkefni áfram. Draumur hjá þessu liði var að starfa áfram við þetta eftir nám og fá laun fyrir vinnuna. Við erum hluti af hópnum Við teljum mikilvægt að halda áfram með starfstengt diplómanám fyrir fólk með þroskahömlun. Í náminu kynnast diplómanemar öðrum nemendum, eins og nemendum úr þroskaþjálfafræði og fötlunarfræði. Stundum vinnum við saman í litum verkefnahópum. Það styrkir félagsleg tengsl og er góð leið til að deila hugmyndum og skoðunum. Nemendur í starfstengdu diplómanámi vilja útskrifast með öðrum háskólanemum í almennri útskriftarathöfn. Það skiptir máli að það sé litið á okkur sem jafningja. Það er virðing fólgin í því að útskrifast með öðrum nemendum. Diplómanemar eiga ekki að vera aðgreindir frá öðrum nemendum. Hvað myndi fólk á Íslandi segja ef Háskóli Íslands myndi hætta að bjóða upp á nám í viðskiptafræði? Fólk á Íslandi verður að hætta að horfa á menntun fyrir fólk með þroskahömlun sem tilraun. Við erum ekki tilraun. Við erum hluti af samfélaginu. Nemendur í starfstengdu diplómanámi eru hluti af háskólasamfélaginu. Diplómanámið á að njóta sömu virðingar og annað nám. Það er óþolandi að þurfa að berjast fyrir þessu á hverju ári. Átak styður kröfu útskriftarnema Við köllum eftir því að stjórnvöld og Háskóli Íslands eyrnamerki fjármagn sérstaklega fyrir diplómanámið – svo hægt sé að bjóða það upp á það á hverju ári. Stjórnvöld hafa talað um að bæta stöðu fatlaðs fólks í kerfinu. Nú fá þau tækifæri til að sýna hvað þau eiga við. Við í Átaki spyrjum líka Af hverju er ekki löngu búið að lögfesta þetta nám – sem hefur skilað svo miklu og gengið svona vel? Útskriftarnemar í diplómanáminu hafa sett af stað undirskriftasöfnun til að mótmæla þessari ákvörðun. Átak styður þeirra kröfu! Við hvetjum ykkur öll til að skrifa undir hér: https://island.is/undirskriftalistar/d27ba76e-e4c8-43ac-9f52-1f298cc87a09
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar